Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 30

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 30
á ihreinan gróða eftir útgerðina 1856, og hefir karlinn þá ekki þurft að sjá í það að styðja svolítið við bakið á þessum efnilega syni, er hann hugði á það að afla sér aukinnar kunnáttu í sjó- mannafræðum. „Baróns“-nafnbót Jóns, örlæti, skipakaup og djarf- hug veturinn 1856—’57 má allt að miklu leyti rekja til glæsilegr- ar sjósóknar hans og mikils aflafengs vorið 1856. En hvernig hafði hann aflað sér annars en fjármunanna af því, er hann þurfiti til Kaupmannahafnarferðar? Hvar og hvernig liafði hann fengið sitt glæsilega yfirbragð menntaðs manns, svo að félögum lians þótti við eiga að kalla hann „barón“, og hvar hafði hann lært dönsku svo, að hann væri fær um að ganga á sjómanna- skóla í Kaupmannahöfn? Um þetta eru engar áreiðanlegar heim- ildir. En munnmæli eru um, að hann hafi lært sjómannafræði hjá Torfa Halldórssyni skipherra á Flateyri, og hefir það því að lík- indum verið annan hvorn veturinn 1854—55 eða 1855—’56. Torfi var hinn mesti atgervismaður og glæsilegur í framgöngu, og gat Jón vel hafa tekið hann sér til fyrirmyndar, ef þessi munnmæli eru á sanniuduin reist. Einnig eru munnmæli um, að Jón hafi lært sjómannafræði hjá Einari í Nesi. Slíkt verður þó að teljast óhugsandi. Einar flutti ekki að Nesi fyrr en vorið 1855, og var þá allri sjósókn gjörókunnugur. Þó að hann væri undursamlega fljót- ur að skilja allar nýjungar, er til framfara horfðu, er óhugsandi, að ihann :hafi farið að kenna sjómennsku þegar á fyrsta ári, sem hann átti heima við sjó. Hitt er ekki óhugsandi og jafnvel líklegt, að Jón hafi leitað til Einars um tilsögn í dönsku, og gat slíkt jafnvel komið til mála, meðan Einar bjó á Þverá í Dalsmynni, því að ekki er þangað frá Grenivík nema tæp hálf dagleið fyrir gangandi mann.Einar hafði dvaliðvetrarlangt í Kaupmannahöfnogeftir það stundað kennslu nokkra veitur og hafði auk þess sérstakt yndi af tungumálanámi. Víst er, að kynni Jóns og Einars hófust snemma, og virðist Einar síðan engan vin hafa átt nánari, nema ef vera skyldi sr. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað. í Norðra 1857 er skýrsla yfir afla aflahæstu hákarlaskipanna það vorið. Afli var þá tæplega eins mikill og vorið 1856, en það var fullkomlega bætt upp með verðinu, því að það var þá hagstæð- ara en nokkru sinni fyrr eða síðar allan þann tíma, er hákarlaveið- ar voru stundaðar hér við land, 35 rd. lýsistunnan. Þá voru þeir enn aflahæstir við Eyjafjörð bræðurnir frá Hvammi, og fékk Odd- ur á skip sitt Hermóð 7260 kúta lifrar (líklega 520 kúta í hlut), en Guðmundur á „Úlf eða fjórðungsskipið" 6100 kúta. Þriðji bróð- 268 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.