Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 16
u.m sjálfur. Hið sýkta blóð, bvaða upptök sem það kann að eiga og til hvaða böls sem það kann að leiða, fær að streyma óhindrað frá kynslóð til kynslóðar. Við þorum ekki að skera í okkar líkam- legu kaun, af því að við vitum, að okkar moralska meinsemd er miklu stærri. Og við lokum augunum fyrir hinum augljósu af- leiðingum þessarar vanrækslu. Veilan er alveg auðsæ, ef litið er á það misræmi, sem ríkir milli uppeldisviðleitni okkar íslendinga og aðgerða okkar gegn úrkynj- uninni. Við vitum vel, hvers við þarf. Uppeldið kemst ekki fyrr í það 'horf, sem samboðið sé þekkingu nútimans á þessum efnum, en ströng lög verða sett um það,. að þeir, sem sannanlega dragast með arfgenga. úrkynjun, megi ekki æxla kyn sitt og margfalda þannig bresti sína í niðjunum. Öllum menningarþjóðum er nú að skiljast þetta, enda þótt þessi sjálfsagða ráðstöfun eigi enn við margs konar hindranir og erfiðleika að etja. En svo tvímæla- llaus sem réttur þessara framkvæmda er, er andstaðan gegn þeim þó skiljanleg og virðingarverð, því að auðvitað fylgir því mikil ábyrgð að grípa svo hlífðarlaust inn í líf einstaklingsins að svipta liann getnaðarhæfninni. Slík harka er aðeins réttlætanleg, ef litið er á þörf og velferð heildarinnar um marga ættliði og langa fram- tíð, og ef þjóðin trúir á þá manndómshugsjón, sem er gagnstæð úrkynjuninni: frelsi, vaxandi siðferðisþrótt og viðgang andlegrar menningar. Og það vald, sem beita verður, má ekki byggjast á aflsmun og geðþótta, iheldur á myndugleika réttarins. Hver ein- staklingur verður að geta verið öruggur um það, að rétti þjóð- heildarinnar til að tryggja heilbrigði óborinna kynslóða sé ekki misbeitt af vanþekkingu né illvilja. Hér þarf því fyrst og fremst ströng lagaákvæði. Á meðan einstakir menn og stofnanir eru að pukrast með það í allri leynd að svipta skjólstæðinga sína getn- aðarhæfninni, án þess að sá hafi óskað þess, sem fyrir varð, verður það að teljast mennngarþjóð með öllu ósamboðið. En hver vill kasta fyrsta steininum? Hver vill setja hin ströngu ilög? Því að þó við nú gættum alls þess öryggisj, sem heilbrigt réttarfar getur veitt, væri samt ávallt um tilfinnanlega skerðingu á frelsi einstaklingsins að ræða. Og hún er því aðeins réttlætanleg, að með lienni sé stefnt að æðra markmiði. Nú eru vitanlega sterk rök fyrir slíkri kröfu á hendur einstaklingnum fólgin í því, að ríkisvaldið, sem lögin setur og réttarins gætir, ber fyrir brjósti hag allrar þjóðheildarinnar í framtíðinni. Ef straumur úrkynj- unarinnar fær að renna óhindraður, mun hún eftir nokkra ættliði 254 stígandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.