Stígandi - 01.10.1946, Page 16

Stígandi - 01.10.1946, Page 16
u.m sjálfur. Hið sýkta blóð, bvaða upptök sem það kann að eiga og til hvaða böls sem það kann að leiða, fær að streyma óhindrað frá kynslóð til kynslóðar. Við þorum ekki að skera í okkar líkam- legu kaun, af því að við vitum, að okkar moralska meinsemd er miklu stærri. Og við lokum augunum fyrir hinum augljósu af- leiðingum þessarar vanrækslu. Veilan er alveg auðsæ, ef litið er á það misræmi, sem ríkir milli uppeldisviðleitni okkar íslendinga og aðgerða okkar gegn úrkynj- uninni. Við vitum vel, hvers við þarf. Uppeldið kemst ekki fyrr í það 'horf, sem samboðið sé þekkingu nútimans á þessum efnum, en ströng lög verða sett um það,. að þeir, sem sannanlega dragast með arfgenga. úrkynjun, megi ekki æxla kyn sitt og margfalda þannig bresti sína í niðjunum. Öllum menningarþjóðum er nú að skiljast þetta, enda þótt þessi sjálfsagða ráðstöfun eigi enn við margs konar hindranir og erfiðleika að etja. En svo tvímæla- llaus sem réttur þessara framkvæmda er, er andstaðan gegn þeim þó skiljanleg og virðingarverð, því að auðvitað fylgir því mikil ábyrgð að grípa svo hlífðarlaust inn í líf einstaklingsins að svipta liann getnaðarhæfninni. Slík harka er aðeins réttlætanleg, ef litið er á þörf og velferð heildarinnar um marga ættliði og langa fram- tíð, og ef þjóðin trúir á þá manndómshugsjón, sem er gagnstæð úrkynjuninni: frelsi, vaxandi siðferðisþrótt og viðgang andlegrar menningar. Og það vald, sem beita verður, má ekki byggjast á aflsmun og geðþótta, iheldur á myndugleika réttarins. Hver ein- staklingur verður að geta verið öruggur um það, að rétti þjóð- heildarinnar til að tryggja heilbrigði óborinna kynslóða sé ekki misbeitt af vanþekkingu né illvilja. Hér þarf því fyrst og fremst ströng lagaákvæði. Á meðan einstakir menn og stofnanir eru að pukrast með það í allri leynd að svipta skjólstæðinga sína getn- aðarhæfninni, án þess að sá hafi óskað þess, sem fyrir varð, verður það að teljast mennngarþjóð með öllu ósamboðið. En hver vill kasta fyrsta steininum? Hver vill setja hin ströngu ilög? Því að þó við nú gættum alls þess öryggisj, sem heilbrigt réttarfar getur veitt, væri samt ávallt um tilfinnanlega skerðingu á frelsi einstaklingsins að ræða. Og hún er því aðeins réttlætanleg, að með lienni sé stefnt að æðra markmiði. Nú eru vitanlega sterk rök fyrir slíkri kröfu á hendur einstaklingnum fólgin í því, að ríkisvaldið, sem lögin setur og réttarins gætir, ber fyrir brjósti hag allrar þjóðheildarinnar í framtíðinni. Ef straumur úrkynj- unarinnar fær að renna óhindraður, mun hún eftir nokkra ættliði 254 stígandi

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.