Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 15

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 15
lega og efnalega þjóðarbúskap að gjalda sífellt 'hærri skatt til upp- eldis og menntunar, jafnframt því sem við gerum gælur við þann Jöst, sem þyngstan stein leggur í götu manndóms og framfara? Er ekki andstæðan milli þessara tveggja stefna: ofdrykkjustefn- unnar og menntunarstefnunnar, orðin svo hörð og svo augljós, að 'hver siðferðilega fullgildur maður verði að taka ákveðna aifstöðu til hennar? Þessar tvær stefnur geta ekki til lengdar sam- rýmzt hjá nokkurri þjóð, án þess að menntunarstefnan verði innantóm og y.firborðsleg, eins konar glysflík til að hylja hinn fúla og rotnandi líkama. Hið Jifandi tákn þessa ófremdarástands er drykkfelldur menntgjafi, Jivort sem hann er faðir eða móðir, kennari í fátæklegasta barnaskólanum eða í sjálfum Jiáskólanum. Þegar slíkir menn gera uppeldi æskunnar að ævistarfi sínu, þiggja þeir laun sín af þeirri stefnu, sem þeir í raun og veru svíkja. Óhófleg áfengisnautn blandar ekki aðeins ólyfjan í þann dropa blóðs, sem niðjinn á að vaxa af, hún sýkir fyrst og fremst of- drykkjumanninn sjálfan. Þessa staðreynd játuin við opinberlega, við reisum af almannafé Jieilsuhæli fyrir „alkoholista“. Hér á Jandi hefir þó lækning þessi borið furðu lítinn árangur. Um þetta fórust Pétri Magnússyni fjármálaráðherra þannig orð á Alþingi fyrir skömmu (tekið upp eftir þingfrétt Morgunblaðsins 9. nóv. 1946): „Öllu alvarlegri væri hinn þátturinn, að fleiri eða færri menn yrðu áfenginu að bráð. Gerðar hefðu verið nokkrar til- raunir að lækna þessa ofdrykkjumenn, en þær tilraunir hefðu farið nokkuð í liandaskolum. En nú væri í undirbúningi að koma þessari starfsemi á að nýju.“ — Um þessa nýju tilraun má þegar segja með vissu, að hún mistekst og mun ávallt mistakast, þangað til almenningsálitið snýst einhuga gegn áfengisbölinu. Lækning ofdrykkju er fyrst og fremst sálræns eðlis, þó að líkamleg lækning hafi jafnframt mikla þýðingu. Ef sálræn öfl félagslieildarinnar snúast svo rækilega gegn lækningunni, eins og þau gera nú hér á landi, er með öllu vonlaust um árangur. Okkur er ekki full alvara með lækninguna, þess vegna eru fórnardýr ofdrykkjunnar ólækn- andi. Við reisum heilsuliæli til þess að friða eigin samvizku, en ekki til að lækna áfengissýkina. Sú siðferðilega veiklun, sem ofdrykkjan veldur þjóðinni í heild, kemur þá skýrast fram, ef taka þarf ákvörðun eða framkvæma að- gerðir, sem þung ábyrgð fylgir. Þá bilar viljinn, dirfist ekki að beita strangleika við aðra, af því að hann skauzt alltaf undan hon- STÍGANDI 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.