Stígandi - 01.10.1946, Side 18

Stígandi - 01.10.1946, Side 18
stöðva, ojdrykkjan, streymi óhindruð og veiti óheilindum sínum látlaust inn í blóð þjóðlíkamans, hefir glatað siðferðilegum rétti sínum til þess að beita strangleik við þá einstaklinga, sem án eigin saka bera með sér meinsemd úrkynjunarinnar og munu fá hana niðjum sínum í arf. Urkynjun og uppeldi eru andstæður, straumar, sem ríða hvor í bág við annan, öfl, sem draga sitt í ihvora átt. Misræmið er orðið óþolandi og hneykslanlegt. Það hlýtur því að vera heitasta ósk lvvers menntgjafa, sem í einlægni helgar sig starfi sínu, að hafizt verði handa um að stemma stigu fyrir úrkynjuninni. En áður en slíkt skref verði stigið, þarf þjóðin að sýna það, að hún eigi einhuga vi'lja og nægan siðferðiþrótt til þess að brjóta af sér þær viðjar, sem ofdrykkjan hefir lineppt hana í, og til að losa sig við þá úrkynjun, sem beint og óbeint leiði af henni. Öllum þeim, sem við uppeldi fást, má vera það ljóst, að starf þeirra nær ekki tilgangi sínum, meðan æskan úr skólunum lendir í klónurn á ofdrykkjuskrímslinu, sem sýgur úr lvenni allan sið- ferðilegan þrótt. Því er það mín skoðun, að alþjóð þurfi nú að taka höndum saman og gera áfengisbölið með öllu rækt úr land- inu. Hver veit, hvort okkur tekst það, ef við leyfum því að merg- sjúga okkur nokkra áratugi enn? Að þessu eigunv við öll að vinna,. karlar og konur, hver á því sviði, sem hann nær lvelzt til. En fyrir okkur uppalendur er þetta sjálfsskylda og sjálfsvörn í senn. Ef við ekki verndum fyrir illgiesi þann gróður, sem við viljum rækta, verður ræktunarstarfið hégómamáll. Fyrst og fremst er naðsynlegt að skapa sterkt og heilbrigt ahnenningsálit. Ekkert er ihættulegra en það hik, sem nú kemur fram í afstöðu almennings til ofdrykkj- unnar. Allt of mikið umburðarlyndi getur æst frekju hins ósvifna, en auk þess villt liinni uppvaxandi æsku sýn. Ölæðisberserkjun- unv þarf að skiljast, að þeir misbjóða okkur með framferði sínu og brjóta af sér þá lotningu, sem við annars auðsýnum hverjum rnanni. Ef við erum einhuga í þessu, mun hjá hverjum ofdrykkju- manni vakna sú tilfinning, að ihann misbjóði ekki aðeins okkur, heldur fyrst og ifremst sínu eigin manneðli, manndómsneistanum í sjálfum sér. Þessi tilfinning ein er það afl„ sem snúið getur of- drykkjumanninum frá villu hans vegar. Jafnframt þessu og miklu fremur þurfum við að rækja annað starf og frjórra: að glæða skilning æskunnar á hófseminni. Nú á síðustu árum hafa einstakir menn safnað fljótfengnum auði, 256 STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.