Stígandi - 01.10.1946, Page 19

Stígandi - 01.10.1946, Page 19
sem þeir kunna lítt með að fara, gera að miklu leyti að eyðslufé og sólunda í óhófi. Slíkir menn hafa iivergi orðið siðgæðismenn- ingu þjóða sinna til mikilla heilla. Þeir vaxa eins og gorkúlan, rótlausir og viðnámslitlir. Það eru menn af þessu tæi, sem nú setja um of svip á samkvæmismoral íslendinga. Þeir kunna sér ekki hóf með þann auð, sem þeir öfluðu sér án verulegrar áreynslu. Og fávís almenningur, einkum æskan, trúir því, að þessir menn séu til fyrirmyndar, þeirra fordæmi ættu að réttu lagi allir að fylgja. Þess vegna er hér á landi, framar öllu í höfuðstaðnum, sú skoðun að ná tökum á æskulýðnum, að sá sé ekki maður með mönnum, sem ekki neyti áfengis, helzt í óhófi. En við lifum hér yfir efni fram, fyrst og fremst siðferðilega, en einnig fjárhagslega. Þó að tekjur okkar og eignir séu taldar háum tölum á pappírnum, vitum við það öll, að við erum fátæk þjóð og byggjum fátækt land, og þjóðleg menning okkar mun ekki eiga sér lengri aldur en við höfum hófsemina í heiðri. Því er það skylda okkar að temja æskunni hófsemi og nægjusemi, ekki aðeins vegna efna- hagslegrar nauðsynjar, heldur af því að hófsemi er ein af æðstu dyggðum mannsins. Hvar stendur æskan sjálf í þessari baráttu? Hefir hún ekki þegar snúizt til varnar jDeirri menningarhugsjón, sem við stefn- um í voða? Kenna ekki fræðirit um sálarlíf unglingsáranna okkur það, að æskan hrífist af sínum eigin hugsjónum, vilji ganga sínar eigin brautir, keppa að sínu eigin markmiði, gagnrýna alla félags- skipun og hefð, varpa frá sér sleni og nautnafíkn eldri kynslóð- anna, byggja upp nýjan og betri heim? Svo segir í þeim vísu bókum, og víða finnum við þessa skoðun staðfesta í sögunni. En ef við lítum á þá æsku, sem nú vex upp á Íslandi, fáum við ekki varizt þeirri hugsun, að hún sé æði hagvön á þeim slóðum, sem feðurnir tróðu. 1 mínum augum er heilbrigð æska full af upp- reisnarhug, eldmóði, sóknarvilja. Hún ætti að afhjúpa lesti okkar, fyrirlíta okkur þeirra vegna, sverja þeim eilíft stríð. Jafnvel þó að þessi idealistiska háspenna stæði ekki nema þangað til æskumað- urinn er fullvaxinn, fær stöðu, stofnar heimili og forpokast með sóma, eins og kynslóð foreldranna gerði, bæri þó af henni bjarma hárra hugsjóna og eldlegrar hrifni. En hjá íslenzkri nútímaæsku verður slíks byltingarvilja naumast vart. Hún vill líkjast okkur, nema hvað hún vonar að eignast miklu meiri auð, þurfa minna erfiði á sig að leggja, njóta lífsins taumlausar en við. Sauðtöm eltir hún okkur niður í það fen, sem við sitjum nú í. STÍGANDI 257 17

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.