Stígandi - 01.10.1946, Page 20

Stígandi - 01.10.1946, Page 20
Þetta stefnu- og viðnámsleysi æskunnar mætti valda okkur þungum áhyggjum, ef við hefðum í okkur skerpu og kjark til að gera okkur ljósa þýðingu þess. Það er menningu hverrar þjóðar bráðust hætta, að æskan felli sig mótspyrnulaust við tíðarandann, verði siðspillingunni samdauna, gefi vitandi vits hneigð sinni til nautna og sællífis lausan tauminn. Þess er því full þörf, að æskan vakni til umhugsunar um sína eigin afstöðu. Frá lienni verður sú bylting að koma, sem til fram- vindu á að leiða. Á þann hátt gæti okkur enn þá tekizt að bjarga manndómshugsjón þjóðarinnar frá því að traðkast niður í saur augnabliksfýsna og úrkynjunar. Og við gætum aftur áunnið þjóðinni þann siðferðilega rétt, sem hún þarfnast til að stemma stigu fyrir ættgengri úrkynjun, af hvaða rótum sem luin er runn- in. Ef okkur skyldi heppnast þetta, sýndi sig þó, að hið gamla orðtak, hver er sinnar gæfu smiður, felur í sér mikilvægan sann- leika. Um einstaklinginn segir það hann aðeins hálfan og gildir innan mjög þröngra takmarka, en um þjóðina á það fullt gildi og óskorað. Hjá skammri ævi einstaklingsins er þjóðin ódauðleg, henni bjóðast tækifærin ávallt á ný, og af þessum sökum hefir ihún bæði tök á því, enda ber henni skylda til þess, að skapa sér sjálf gæfu sína. Ef hún vanrækir það, er efnaleg og siðferðileg hnignun óumflýjanleg. Hún verður þá undirmálsþjóð, í engum skilningi lilutgeng meðal annarra jrjóða, af öllum smáð og fyrir- litin. íslenzka þjóðin er fámennari en nokkur önnur þjóð, en hún hefir þess vegna engu síðri, þvert á rnóti að ýmsu leyti betri skil- yrði en aðrar þjóðir til þess að raunhæfa manndómshugsjón sína. En eins og nú er komið málum okkar, gerist jretta ekki án einlægs umbótavilja, áreynslu og fórna. Það er skylda okkar allra, hvers einstaklings og hverrar stéttar, að standa vörð um manndómshug- sjón þjóðarinnar. Einkar ljúf og sjálfsögð ætti þessi skylda að vera þeim mönnum, sem kenna sig við menntir og kallast mennta- menn. Sú siðferðilega þrælkun þjóðarinnar, sem nú færist mjög í vöxt vegna óhóflegrar áfengisnautnar, er frelsi og menntun and- víg og fjandsamleg. Um kennara og alla þá, sem af alhug helga starf sitt aukrium þroska æskunnar, má segja, að barátta þeirra gegn áfengisbölinu sé jafnframt liáð um siðferðilegan tilverurétt þeirra sem uppalenda. Þeir geta aldrei látið merkið falla, nema þeir jafnframt, beint eða óbeint, lýsi yfir siðferðilegu gjaldþroti sínu. Kennarastéttinni ber því að hafa forgöngu í þessu máli, og 258 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.