Stígandi - 01.10.1946, Page 29

Stígandi - 01.10.1946, Page 29
þó hafði yfirstigið sjálfan sig þetta sumar, þó að hann væri aðeins 'hinn fjórði í röðinni um aflabrögð við Eyjafjörð. Jörundur aflaði 310 kúta lifrar eða 8 tunnur lýsis til hlutar. Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir því, hvers virði hlutur Jóns Loftssonar var eftir þessa fyrstu veritíð hans sem formanns. Sem formaður fékk hann tvöfaldan hlut eða 722 kúta lifrar, en það voru, ef vel hefir tekizt með bræðsluna, rúmlega 18 tunnur lýsis. Lýsistunnuna keyptu verzlanir á Akureyri 1856 á 27 rd. og var því hlutur Jóns tæplega 490 rd. J>á var meðal vinnumanns- kaup nál. 30 rd., en kýr gengu kaupum og sölum á nál. 25 rd. Ef miðað er við verðlag almennt, voru verkalaun öll þá lægri en nú, en hitt mun ekki fjarri lagi að leggja kýrverðið til grundvallar, ef menn vilja umreikna hlut Jóns til nútímapeninga. Hann hefir numið allt að 20 kýrverðum eða um 40 þús. kr. í núgildandi mynt. Þegar þess er gætt, að menn bjuggu yfirleitt við miklu þrengri kost um 1856 en nú, voru 490 rd. raunar miklu meira fé þá en 40 þús. kr. nú. Jón gat því haldið sig vel í Kaupmannahöfn veturinn 1856—’57, þó að hann hefði engin önnur fararefni en hlutinn sinn eftir sumarið. Auk þess eru líkur til, að þetta hafi ekki verið fyrsta sumarið, sem Jón fór á hákarlaveiðar, þvf að varla hefði lionum verið trú- að til formennskunnar, ef hann hefði ekki áður á sjó komið. Þrjú sumurin næstu á undan segir blaðið Norðri á Akureyri frá Sig- urði á Grenivík, er næstur hafi gengið Hákarla-Jörundi að afla- brögðum. Það er ekki ólíklegt, að hjá þeim Sigurði 'hafi Jón fengið ið bæði sinn fyrsta sjómennskuskóla og þar að auki sinn hlut 1855 og jafnvel líka 1854 og 1853. En taka skal það fram, að slíkt eru getgátur einar. Hitt er aftur vafalaust, að faðir hans hafði efni á að hjálpa hon- um um nokkurn farareyri til viðbótar því, er hann hafði sjálfur fram að leggja. Bát þann, er Jón var formaður á 1856, áttu þeir saman faðir hans og afi. Eftir því lagi, er þá virðist hafa verið um hlutaskipti á hákarlaskipum, má gera ráð fyrir, að þeir hafi feng- ið 6 hluti fyrir skipið, og hefir þá Loftur faðir Jóns fengið a. m. k. 3 þeirra. Auk þess má gera ráð fyrir, að hann hafi átt a. m. k. 1—2 vinnumenn á skipinu, og má reikna honum þá hluti að mestu til hreinna tekna, þar sem hásetar komu af hákarlaskipum fyrir slátt, en þá hófst raunar ,,bjargræðistíminn“ hjá bóndanum, og var kaupgjald vinnumannsins aðallega greitt fyrir þann tíma og við hann miðað. Jón getur því hafa fært föður sínum alllt að 1000 rd. STÍGANDI 267

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.