Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 33

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 33
væri miklu meira en hlutur hans eins á vorvertíð tveimur árum áður. Ekki bjó Jón lengi í „íbúðarhúsi" sínu á Grenivík. Vorið 1861 flutti hann búferlum norður í Keflavík í Fjörðum. Sá búferla- flutningur mun nútímamönnum þykja einkennilegur og jafnvel vandræðalegur, því að eigi getur nú eyðilegri stað eða afskekkt- ari en Keflavík. En samtímamönnum Jóns hefir ólíklega þótt nokkuð athugavert við þessi bústaðaskipti, því að þeir kunnu skil á mörgum þvílíkum. Þannig hafði Hákarla-Jörundur áður flutt frá Grenivík út í Hringsdal og þaðan út á Grímsnes á Látra- strönd, þó að hann flytti að vísu þar á eftir aftur inn til Hríseyjar. Guðmundi í Hvammi hafði þótt það eftirsóknarvert að flytja út að Steindyrum og síðar flutti hann að Vík á Flateyjardal. Einhver farsælasti hákarlamaðurinn, Jónas Jónsson, bjó að Látrum, Afla- Steinn hóf hákarlaútgerð á Svæði við Grenivík, en flutti þaðan út í Vík í Héðinsfirði, og í Úlfsdölum vestan Siglufjarðar var „Páll í Dölum" með Dalaúlf sinn. Hákarlaveiðarnar teygðu kappsöm- ustu og dugmestu formennina og útgerðarmennina út á annesin. Þar voru einmitt eftirsótitustu jarðirnar um þessar mundir, þó að nú séu þær flestar í eyði. Jóni Loftssyni hefir einmitt þótt það ákjósanlegt að geta lagt jakt sinni innan skerja í Þorgeirsfirði og farið heim til sín í Keflavík, er hann varð að gera hlé á veiðunum vegna óhagstæðs veðurs eða tregrar veiði, en þaðan var stutt á góð mið, undir eins og líklegt þótti að hefja veiðiför. Hinu verður trauðlega neitað, að eigi var hann þarna vel settur til þátlttöku í almennu félagslífi, er haustbrim riðu að Norðurlandi eða vetur gekk í garð með stórviðrum og fannfergi á nyrztu fjallvegum. En einmitt nú, er Jón flutti í fásinnið norður í Keflavík, sást bezt, hversu mjög þótti um liann vert. Fyrsta árið, sem hann bjó þar, bauð Bernhard August Steinke, forstjóri Gudmannsverzlun- ar á Akureyri og hinn ágætasti maður, honum félagsgerð um út- gerð á nýju skipi. Eru þau orð höfð eftir Steinke kaupmanni, að Jón ætti skilið að fá nýtt og gott skip til umráða. Skipið smíðaði Gisli Jónsson í Svínárnesi, mágur Jóns, og hét Jrað Ingólfur. Tvennum sögum fer um það, hver mestan hlut hafi áitt í skipinu, og segja sumir, að Jón hafi átt Jrað að mestu, en aðrir, að það hafi aðallega verið eign Gudmannsverzlunar eða Steinkes kaupmanns. En líklegt má telja, að Jreir kaupmaður og Jón hafi átt sinn helm- inginn hvor í skipinu. Annars gengu skipshlutar mjög kaupum og sölum og var algengt að menn ættu 1/6, 1/4, 1/3 eða 1/2 skips. STÍGANDI 271
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.