Stígandi - 01.10.1946, Page 36

Stígandi - 01.10.1946, Page 36
því, að hann fer til Siglufjarðar, þar sem hann hugði sig ráðinn í skiprúm, en þar er þá einnig annar maður kominn, sem líka telur sér lofað skiprúmið, og er málið lagt fyrir Snorra Pálsson: „Ég veit ekki, hvernig þetta hefir verið,“ segir Snorri, „en það er nú svona, og hefir okkur komið saman um að láta prófa ykkur og vita hvor ykkar telst betri, og á bezti skipstjórinn að prófa ykkur á skipi, sem liggur hér, og er það Jón Loftsson." Nú fórum við út á skipið og margir fleiri af forvitni, og var Snorri einn þeirra.---- Þarna var skipstjórinn fyrir, stór maður og laglegur og mjög al- varlegur. Ég heilsa honum kurteislega með handabandi, og Jósef gerði það líka. Ég lít í kringum mig og sé, að al'lir eru glottandi. Þetta voru þaulvanir sjómenn og hafa ekki búizt við, að við kynn- um mikið. Ég sé, að öll seglin eru laus og tilbúin að hala þau upp. Segir nú skipstjóri okkur að hala upp seglin, en segir ekkert, hvernig eigi að fara að því. Nú hölum við upp, en það var þungt, en þegar við vorum búnir að hala nokkuð, þá segir hann okkur að hætta og taka annað. Svona höluðum við upp öll seglin án þess nokkur segði okkur til (en ég sagði Jósef til). Nú segir skipstjóri mér að hringa upp kaðal og Jósef líka. Ég gerði það, og svo fær hann mér digran kaðal að hringa upp, og geri ég það líka, en Jós- ef vissi ekkert, hvernig hann átti að fara að því, en ég sagði hon- um ekkert til þess. Nú lít ég kringum mig og sé engan glotta, og segir þá Jón skipstjóri: „Þennan mann (og bendir á mig) megið þið ómögu'lega láta fara, því að hann er vanur á svona skipum, og ímynda ég mér, að hann kunni til allra sjóverka.------Hinn mað- urinn er óvanur.“ Nú var farið í land og rétt eftir---------kallar Snorri mig upp á loft í húsi sínu og heldur á brennivínsflösku og býður mér staup, og vissi ég ekki, hvað það átti að þýða. Hann seg- ir: „Þú stóðst þig vel, og er auðséð, að þú hefir verið á þilskipi fyrr.----Mér lízt vel á þig.------Ég sé, að þú ert frískur maður. Viltu nú ekki slá til og vera hér í allt sumar, ef þú ert engum háð- ur. Svo er mál með vexti, að við eigum margir Jretta skip, sem þú sást, og heitir það Gefjun. Það er franskt og rak upp á Leiruna í haust og var gert að strandi, en skemmdist ekkert og fengum við það nærri gefins og gáfum við því þess vegna þetta nafn, enda er það gamalt gyðjunafn. Nú á skipið að ganga í hákarl, þar til tólf vikur af sumri, og svo á það að ganga í þorskfiskerí, og verður Jón Loftsson skipstjóri, ágætismaður í alla staði. Þú skalt hafa helm- ing af öllu, sem þú dregur og frítt fæði.“ Mér þóttu þetta beztu kjör." - - 274 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.