Stígandi - 01.10.1946, Side 49

Stígandi - 01.10.1946, Side 49
næga fæðu og hélt honum hreinlegum, svo að hann fengi ekki öþrif. Hann barði hann einnig með hæfilegu millibili til að halda honum auðmjúkum. Hvíld fékk hann einnig næga. Sjöunda hvern dag hafði þrællinn fullt frelsi til að sitja á hæð og horfa inn í vestrið. Jörð Korra gaf af sér góða uppskeru. Hann keypti skóg, ruddi og ræktaði og lét þræl sinn ávallt hafa nóg að starfa. Og þrællinn felldi tré með gleði og áhuga. Korra átti næga peninga. Dag einn keyti hann ambátt. Mörg ár liðu. í húsi Korra uxu upp sex stórir þrælasynir. Þeir strituðu með iðni eins og faðir þeirra. — Tíminn líður aðeins, þegar maður vinnur, sagði hann þeim, en þegar tíminn er liðinn, berumst við viljalaust til hinna eillífu skóga. Og hvern hvildardag fór hann með syni sína upp á hæðina, gegnt andliti sólarinnar, og kenndi þeim að þrá. Korra varð gamall og hrumur. Hann hafði alltaf verið gamall, en nú var ekki annað eftir af lionum en aldurinn. Sonur hans hafði aldrei verið hraustur. En þeir höfðu ekkert að óttast. Hver þrælanna gat með einu höggi drepið mann. Þeir voru dá- samlegir. Stæltir vöðvar voru strengdir á beina leggi, og tennur þeirra voru tigristennur. En það var öryggi í landi. Þrælarnir sveifluðu hinum friðsamlegu bolöxum og felldu — tré. Bjöm Daníelsson þýddi. STÍGANDI 287

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.