Stígandi - 01.10.1946, Síða 50

Stígandi - 01.10.1946, Síða 50
A SKAKTUR Eftir GAMLAN SJÓMANN (Niðurlag). Alla nóttina mátti lieita að væri sama fiskirí. Enginn rótaði sér frá færinu, nema einhver þyrfti að ná sér í tóbak, nýjan öngul eða fá sér að drekka. Svo leið að þeim tíma, sem Hannes varð að hætta að fiska og byrja á matreiðslunni. Það gekk mjög liðlega að fá í balann í þetta skipti. Allir voru viðstaddir og engin ekla á soðmat. Þegar Hannes hafði hlaðið balann, hvarf hann niður í lúgar- inn og tók til starfa. ,,Bíddu nú hægur," sagði Ásmundur við Hall, þegar Hannes var farinn niður. ,,Ég er þá illa svikinn, ef hann verður einkis var, áður en langt líður." „Hvaða grikk hefurðu gert honum?" spurði Hallur. „Þú munt bráðum fá að sjá það,“ svaraði Ásmundur, ,,en líklegt þykir mér, að hann fái nóg af keilumaganum, áður en lýkur." Nú víkur sögunni til Hannesar við matreiðsluna. Hann liafði heldur fljótaskrift á því að verka ofan í pottinn, oft var þörf, en nú var nauðsyn að hafa hraðar hendur. Og svo var næst að láta vatn í ketilinn og korna honum yfir eldinn. Þetta var allt fljótgert, en þá var aðeins eftir að mala kaffið. Þegar því væri lokið, hugsaði bann sér að skjótast upp aftur og reyna að ná í nokkra fiska, hann færi nú ekki að hanga yfir lielvítis pottinum að óþörfu. Kaffibaunirnar geymdi hann í skáp, sem var upp undir dekki við endann á eldavélinni, en fyrir þessum skáp var hurð, sem lok- uð var með snerli að utanverðu. Skápurinn var svo liátt uppi, að neðsta hólfið af þremur var í hæð við höfuð Hannesar, og þurfti hann því að seilast dálítið, ef hann ætlaði að ná upp í efsta hólfið, en í því hólfi voru kaffibaunirnar. Þegar ekki var annað eftir en að ná í kaffið og mala það, snar- aðist Hannes að skápnum og þreif í hurðina, en um leið og hann kippti henni að sér, var eins og steypt væri yfir hann úr fötu, og 988 STÍGANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.