Stígandi - 01.10.1946, Síða 51

Stígandi - 01.10.1946, Síða 51
það sem verra var: þetta var einhver bölvuð ólyfjan, sem gerði hann sjónlausan. Hann hafði semsé horft upp á við, svo að þessi skratti skall að mestu leyti framan í hann. Hann sveið ákaflega í augun, og ekki var það bragðgott, um það gat hann borið. Það er of vægilega orðað að segja, að Hannesi hafi orðið hverft við, og Jíklega óhætt að fullyrða, að hann hafi orðið skelfdur, þeg- ar þessi ósköp dundu yfir hann á svona óskiljanlegan hátt. Hon- um varð það fyrir, í einhverju ofboði, að fálma sig að stiganum og brölta upp á þilfarið, en það varð honum sannarleg píslar- ganga. Ásmundur, sem alltaf hafði vakandi auga á öllu, sem fram fór í lúgarnum, gerði félögum sínum viðvart, þegar höfuð Hannesar birtist í gatinu, á þann hátt að reka upp skellihlátur og benda þeim í áttina. Og hvílíkt höfuð! Því verður ekki lýst á annan hátt betur en að segja, að það hefði ekki verið óþrifalegra eða ógeðs- legra, þó að því hefði verið dýft ofan í graut. Og þó að höfuðið eða andlitið væri verst útlítandi, var langt frá því, að það eitt bæri menjar þessa áfellis. Skyrtan, sem til allrar hamingju hafði ekki verið upp á það hreinasta áður, var nú löðrandi að framanverðu, og þar sem hún 'hafði verið óhneppt á brjóstinu, leit lielzt út fyrir, að töluvert mundi hafa lent þar og leitað niður. Því verður ekki neitað, að það var ljótt að sjá, hvernig Hannes var útlítandi, og þó vakti koma hans á þilfarið óblandna ánægju meðal skipverja. Þeir sáu það strax, að nú mundi Hannes hafa verið brögðum beittur, og gátu vel unnað honum þess, því að flesta þeirra hafði hann einhvern tíma hrekkt. Hannesi duldist það heldur ekki, því að hann hafði eyrun í sæmilegu lagi, þó að hann væri enn þá hálfsjónlaus og gæti ekki séð framan í þá, og það var furðu margt, sem hann fékk að heyra, og mundi ekki hafa tekið því með þögn og þolinmæði, ef liann hefði ekki verið í þessu vesældar ástandi. Hlátrasköllin ætluðu að æra hann, strax þegar hann rak höfuð- ið upp úr gatinu, en þó tók út yfir, þegar hann var kominn upp og stóð þar í allri sinni dýrð. Þá fóru líka að heyrast úr ýmsum áttum ráðleggingar, þó að þær væru sumar hverjar ekki meira en í meðallagi hollar. Sumir vildu binda hann utanborðs, svo að fýl- arnir gætu hreinsað af honum grútinn, aðrir vildu sigla hann á eftir eina vakt og hreinsa af honum á Jjann hátt. Þessi og mörg önnur heilræði af sama tæi bárust lionum til eyrna. STÍGANDI 289 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.