Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 53

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 53
við fiskdráttinn eða aðgerð fiskjarins. Það mátti heita, að enginn gæfi sér matfrið, og um svefn var því síður að ræða. Veðrið var hið ákjósanlegasta, og ekki vantaði fiskinn. Að vísu var dýpið upp á það mesta, en fljótlega urðu menn þess varir, að ekki var nauðsynlegt að renna til botns, og sumir renndu sjaldan dýpra en fjörutíu til fimmtíu faðma niður. „Hvar skyldu þau halda sig, hin skipin? Hvar sást þú þau sfð- ast?“ spurði Jónas gamli Þorkel stýrimann. „Þau sigldu beitivind norður nreð og voru komin út af Breiðu- vík, þegar ég sá seinast," svaraði stýrimaður. „Þá koma þau líklega ekki hingað út, sem tæpast er von. Við Norðlendingar erum ekki vanir að leita á þessi mið; við erum skratti langt úti — líklega einar fjörutíu og sex fjórðungsmílur upp í Kópinn — eða kannske freklega það, og við höfum hann sem næst í suðaustur,“ mælti skipstjóri. „Okkur vantar drjúgan spöl enn norður að álnum, og ég er að vona, að fiskurinn haldist á svæðinu þangað, bara ef þessi veðrátta helzt, en ef hvessir og gerir straum, verður engin ástaða á þessu dýpi. En það er líklega réttast núna að losa piltana við gellurnar, þegar gert verður að. Mér sýnist vera farið að hækka í döllunum hjá þeim sumum — það er líka fróðlegt að vita, hvað búið er að reyta." Þegar aðgerðin hófst, fór stýrimaður að telja gellurnar, og eftir að hafa talið í þessum eða hinum dallinum, varð eigandinn að segja til, hvað hann sjálfur áliti töluna eiga að vera, og ef ein- hverju skakkaði, taldi stýrimaður að nýju. Menn lögðu vel við hlustirnar, þegar kveðin var upp talan hjá þeim, sem flest höfðu. Brandur gamli var hæstur, hafði yfir þrjú hundruð, en þá var aðeins Hannes matsveinn eftir, en hann var í óðaönn að draga, á meðan hinir voru við aðgerðina. Að lokum var talið hjá honum, og reyndist að vera 10 gellum meira en hjá Brandi. „Hvenær hefir strákfjandinn dregið þetta? — Það er naumast!" varð Brandi gamla að orði. „Furðar Jrig svo mikið á því, þegar hann getur verið við færið alltaf á meðan gert er að, og dregur ]rá alveg eins og vitlaus mað- ur,“ gegndi Jónsi. Það kom nú í ljós, að full fjögur Jrúsund höfðu dregizt yfir þessa tvo sólarhringa, síðan fiskiríið byrjaði. „Það eru að minnsta kosti engin kóð, þetta,“ sagði Jónas gamli. „Ég get tæplega ímyndað mér, að það fari yfir hundrað og fimm- STÍGANDI 291 19*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.