Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 65

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 65
Meiri líkur ætla ég til, að Ármannsrímur séu að miklum hluta eftir Hólmfríði eina. Hún er eldri og hefir átt fyrirleikinn og víst er um hana, að hún hélt þessari íþrótt fram til hárrar elli. Hins vegar mun fátt eða ekki kunnugt af kveðskap Sigurlaugar nema sá hlutur, sem hún á í Ármannsrímum. Þegar Hólmfríður var 27 ára gömul giftist hún .Jóni Jónssyni frá Hólmavaði í Aðaldal. Vom þau fyrst á húsmennsku á Hólma- vaði, en bjuggu síðan á Hafralæk í sömu sveit um 26 ára skeið. Ekki munu þau hjónin hafa orðið auðug af veraldargæðum, enda um margt að sjá, því að þeim varð 10 barna auðið, þótt ekki næðu nema 5 fullorðins aldri. Með þeim Hólmfríði og Jóni var um skeið á vist Magnús, bróðir Jóns. Voru þeir bræður báðir hagorðir. Var þá oft kastað fram vísum við ýmis tækifæri. Eitt sinn kom Jón inn frá gegningum í vonzkuhríð seinnihluta vetrar. Þá kvað hann: Ólán stríða elur kvlða, af því hríð ei linar par. Hrekur yndi í ólánsvindi út á strindi mannraunar. Magnús svaraði: Hverjir fanga lukku langa — lundi spanga veittu svar — hér sem stranga götu ganga greitt um vanga Fjörgynjar?*) Hólmfríður svaraði: Vel hér stríða lán er lýða — lundi skíða gef ég svar — lífs þá tíða linnir kvíða lénast blíða farsældar. Hólmfríður Indriðadóttir lifði mann sinn og andaðist í hárri elli að Sandi í Aðaldal hjá syni sínum. Eru til enn tvær vísur eftir hana rúmlega áttræða. Þessa orti hún til sonar síns, Hernits: Mörg þó sendist kjörin kífs krengt af heilsu slakri, enn þá stend ég uppi lífs í guðs náðar akri. *) Þessa léttu og hlýju vísu kvað Magnús um Hólmfríði dóttur sína: Ekki tekur á mig hér úti hríðin, hríðin. Kemur oft að klappa mér kvennaprýðin, prýðin. STÍGANDI 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.