Stígandi - 01.10.1946, Side 78

Stígandi - 01.10.1946, Side 78
marga muni fýsa að kynnast þessari nýju ljóðagerð (enda væri það sjálfsagt kærkomið sumum þeim, sem eru að óusast við kvæðagerð, ef rímið yrði gert útlægt og ljóðagerðin þannig auðvelduð til stórra muna), en mér finnst það dá- litið einkennilegt og óviðfeldið af höf- undi, sem í fyrri bókum sínum hefir sýnt það svart á hvitu, að hann yrkir bezt, þegar hann rímar mest, að hann skuli verða fyrstur skálda til að bjóða almenningi upp á órímaðan ljóðaflokk. Efni þessara „ljóða" er hins vegar al- veg óaðfinnanlegt. Þar kennir margra gamalla grasa, sem hver íslendingur þekkir og alltaf geta verið ný, ef rétt er á haldið. Höf. lýsir þarna mörgum ver- akllegum og andlegum atburðum úr sögu þorpsins, og sumir kaflarnir eru vissulega vel þess verðir, að vera gæddir stuðlum og rími frá hendi sögumanns, og ég er þess fullviss, að „kvæðin" myndu liafa margfalt meiri áhrif á les- andann og lofa meistara sinn lengur, ef þau hefðu notið góðs af rímhæfni hans. Vctrardagur, Verkfallið, Eg er svona stór, og mörg fleiri kvæði í bókinni, eru það vel hugstið og framsett, að rnaður hlýtur að sakna þcss, þeirra vegna, að þau skyldu ekki vera rímuð ljóð. Til þess að gefa lesendum Stíganda örlitla hugmynd um, hvernig hið „nýja form“ lítur út á pappírnum, og jafn- framt það, að höfundurinn mælir stund- um spaklega, tilfæri ég hér fyrsta erindið úr „kvæðinu" Eg er svona stór: „Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn lieimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út i heiminn, en þorpið fer með þér alla leið." Mörg fleiri dæmi mætti tilfæra, sem sýna, að hugsun býr að baki „kvæð- anna", og frásögnin víða meitluð og ná- kvxm. En hvers vegna vill höf. kalla þetta 1 j ó ð, fremur en sögur, brot, þætti eða eitthvað þess háttar? Er hér ekki verið að hafa hausavíxl á hugtökunum, að ástæðulausu? R. G. Sn. Erich Maria Remarque: Sigur- boginn. Maja Baldvins þýddi. Útgáfa Pálma H. Jónssonar. 1946. Höfundur bókar þcssarar er íslenzkum lesendum að góðu kunnur, síðan Bjórn Franzson þýddi bækur hans Tiðinda- laust af Vesturvígstöðvunum og Vér hcldum hcim. Hann hlaut eldskírn sína í fyrri heimsstyrjöld, og í brotsjóa þess tíma og eftiröldur sótti hann efni fvrr- nefndra skáldsagna, sem gerðu hann heimsfrægan. Sama má segja um söguna Drei Kameraten, sem vel er þess verð að bljóta sér hæfan íslenzkan búning. Þegar Remarque kveður sér nú á ný bljóðs, svo að jafnmikla athygli vekur, er það ekki undarlegt, að hann sæki efni sitt i nokkuð svipað sjólag: undan- öldur síðari heimsstyrjaldarinnar. Sigurboginn er löng skáldsaga eða um 460 bls. í stóru broti. Hún gerist í París rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari. Aðal- söguhetjan er Ravic, þýzkur flóttamað- ur, læknir að menntun. Hann fer huldu höfði í þessari miklu borg, vegabréfs- laus og heimilislaus: heldur til á lílil- fjörlegu gistihúsi, þar sem forstöðukon- an er ekki alltof nákvæm um skilríki gesta sinna. Fyrir viðurværi sínu vinnur hann á þann hátt að framkvæma vanda- sama uppskurði fyrir spítalalækni, sem er hjartabetri en hvað hann er hand- laginn. Auk þess hefir hann í forföllum sama læknis eftirlit með vændiskvenna- húsi einu í borginni. Inn í örlög Ravics fléttast örlög Joans Madouar, sem er „austræn að fegurð, eirðarlaus, treg og æst jafnt til hláturs og tára". Þá má ekki gleyma Rússanum Boris Morosow með sxnu spotzka viðhorfi til þess blæð- andi umhverfis, sem hann lifir og hrær- ist í, spotzka viðhorfi, sem gefur honum 316 STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.