Hrund - 01.04.1967, Síða 3
FRÁ
ÚTGEFANDA
HRUND er nafnið, sem við völdum þessu nýja kvennablaði, gamalt nafn og
þjóðlegt og hæfir vel nýtízkulegu og vönduðu blaði, sem í senn er byggt á
þjóðlegum grundvelli.
HRUND er ætlað að koma út mánaðarlega. Mjög verður til blaðsins
vandað og við gerð þess eru notaðar ýmsar nýstárlegar vinnuaðferðir, sem
hingað til hafa verið óþekktar hjá íslenzkum blöðum. HRUND er fyrsta
íslenzka blaðið, sem er filmusett og offsetprentað, en sú prentunaraðferð
gefur nær óendanlega möguleika á glæsilegu útliti og er vel hugsanlegt að
litprenta blaðið að miklu leyti. Það er Lithoprent hf. sem prentar blaðið.
Það er að mestu verk ritstjóra og útgefanda að móta HRUND efnislega
og ákveða þá stefnu, er blaðið tekur. Þó verður síður en svo gengið fram hjá
þeim óskum, sem lesendur sjálfir kynnu að hafa. Síðustu vikurnar hefur út-
gáfa HRUNDAR verið kynnt þúsundum íslenzkra kvenna, þeim er sent fyrsta
tölublaðið ókeypis, en síðar verður haft samband við þær og þær beðnar að
láta í Ijós álit sitt á blaðinu og allar uppástungur eru vel þegnar. Þetta er með
öðrum orðum víðtæk skoðanakönnun á hvernig byggja skuli upp íslenzkt
kvennablað og árangurinn lagður til grundvallar frekari útgáfu blaðsins.
Ritstjóri HRUNDAR hefur verið ráðinn Margrét Bjarnason, sem er að
góðu kunn fyrir skrif sín í Morgunblaðið svo og fyrir þættina ,,Við, sem
heima sitjum" í Ríkisútvarpinu. Sér til aðstoðar hefur Margrét lið starfs-
krafta, sem sumir hverjir skrifa í þetta tölublað. Má þar nefna Vigdísi Jóns-
dóttur, skólastjóra Húsmæðrakennaraskóla íslands, en hún mun að jafnaði
skrifa fræðsluþætti um heimilishald. Bára Magnúsdóttir leiðbeinir í frúar-
leikfimi, en sá þáttur verður að staðaldri í blaðinu. Bára er lærð frá skóla í
líkamsrækt í London og rekur nú sinn eigin ballettskóla í Reykjavík.
Það er engan veginn auðvelt verk að koma út jafn vönduðu blaði og
HRUND er ætlað að vera. Má til gamans geta þess, að við undirbúning
og vinnu blaðsins kemur við sögu starfsfólk af hvorki meira né minna en
sex þjóðernum.
CD
MÁNAÐARLEGT KVENNABLAÐ - UTGEFANDI: HANDBÆKUR H.F
Ritstjóri: Margrét Bjarnason.
Framkvæmdastjóri: Einar Sveinsson.
Filmusett og offsetprentað I Lithoprent hf.
Útlit: Auglýsingaþjónustan.
Ritstjórnarskrifstofa: Lindargötu 48, sími 19645.
Sölu og auglýsingaskrifstofa: Tjarnargötu 14,
sími 19400.
Verð: I lausasölu kr. 65.00, í áskrift kr. 55.00,
greitt fjórða hvern mánuð. Söluskattur
innifalinn.
HRUND
I APRÍL
I 1967
EFNISYFIRLIT:
3 Frá útgefanda
4 Stúlkan á forsíðu
5 Lesendur skrifa
5 Ritstjórarabb
6 Þeir buðu gull og græna skóga
Viðtal við Kristínu Björnsdóttur.
Texti: Margrét Bjarnason.
10 Breytingin mikla
Smásaga eftir Sherwood Anderson.
Teikning: Gylfi Reykdal.
12 Tízkutildur um aldir
Teikningar: Barbara Stasch.
Texti: Silja Aðalsteinsdóttir.
14 Æskuár Viktoríu Englandsdrottningar
18 I kvöldboði hjá Reykvískri húsmóður
Áslaug Ragnars heimsækir Bryndísi Jakobs-
dóttur.
20 Pressuballið 1967
Ingimundur Magnússon ljósmyndaði fyrir
HRUND
26 Hvað segja stjörnurnar ?
Persónulýsing fyrir hrútsmerkið.
27 Borðhaldið og börnin
Vigdís Jónsdóttir skólastjóri skrifar
28 Ó, ég er svo veik
Smásaga eftir Christian Gellert.
Teikning: Gylfi Reykdal.
30 Frúarleikfimi
Bára Magnúsdóttir sýnir og leiðbeinir.
34 Rudolf Nureyev á krossgötum
39 „Elektra“ í svartri regnkápu
Spjall um frönsku söngkonuna Francoise
Hardy.
42 í næsta blaði