Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 14

Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 14
ÆSKUÁR VIKTORlU E N G L A NDSDROTTNINGAR Þær eru ekki margar konurnar, sem skipa jafn veigamikinn sess í mannkynssögunni og Viktoría, drottning Englands, hin mikil- hæfa og skapmikla kona, sem þar réð ríkjum hátt á sjötta ára- tug reisti brezku krúnuna úr hí' igerðri niðurlægingu og mark- ? i óafmáanleg spor í brezkt pjóðlíf. Margt og mikið hefur verið ritað um valdaferil Viktoríu og kosti hennar og galla, bæði sem manneskju og drottningar — og það fordæmi, er hún setti þjóð sinni sem eiginkona og móðir. Verður sú saga ekki rakin hér að sinni, heldur aðeins sagt litil- lega frá bernsku hennar og æsku- árum, sem voru ekki alltaf ýkja björt eða skemmtileg og hafa án efa haft afdrifarík áhrif á fer- il hennar sem þjóðarleiðtoga. Faðir Viktoríu var Játvarður prins, hertoginn af Kent, fjórði sonur Georgs III konungs. Hann framaðist lítið — var um hríð í hernum, en hrökklaðist þaðan árið 1803. Árið 1815 fluttist hann til Sviss skuldum vafinn, ásamt franskri konu, að nafni Julie de St. Laurent, sem hafði verið hon- um sem eiginkona í aldarfjórð- ung. Það átti eftir að valda mikil- vægri breytingu á högum Ját- varðar, að hann hafði um hríð milligöngu um bréfaskipti ungra elskenda, þýzka prinsins Leo- polds af Saxlandi og bróður- dóttur sinnar, Charlotte, dóttur ríkisarfans, Georgs, sem framan af var algerlega andvígur sam- bandi þeirra. Þegar úr þeim málum rættist og leyfi var fengið fyrir giftingu þeirra,urðu þau sem vænta mátti afar ánægð og jafnframt þakk- lát Játvarði fyrir hans aðstoð í erfiðleikum þeirra. Ákváðu þau að gera sitt til þess, að hann gæti losnað úr skuldabaslinu og snúið aftur til Englands. Ráðið var nærtækt. Systir Leo- polds, Viktoría, var nýorðin ekkja, aðeins þrítug að aldri og tveggja barna móðir. Hvað var æskilegra en að hertoginn kvænt- ist henni ? Þegar Játvarður hafði kynnzt konunni leizt honum allvel á hugmyndina — en ekki er víst, að hann hefði treyst sér til að skiljast við sína frönsku Julie fyrir fullt og allt, hefði ekki rás atburðanna beinlínis neytt hann til þess. Charlotte, kona Leo- polds, sem stóð næst föður sín- um að rikiserfðum, lézt af barns- förum sumarið 1817. Þar með krafðist framtíð brezku krúnunn- ar þess beinlínis, að þeir synir gamla konungsins, sem enn voru ókvæntir, leituðu sér kvonfanga og eignuðust erfmgja, svo að einhver yrði til að taka við krún- unni síðar meir. Ástandið í konungsfjölskyld- unni var þá slíkt, að konungur sjálfur var andlega vanheilt gam- almenni, af fimmtán börnum voru tólf eftir og öll komin á efri ár; systurnar fimm voru allar ógiftar og af börnum bræðranna tæpast nokkurt er þótti hæft til ríkiserfða. Annað hvort voru þau ekki hjónabandsbörn eða eitthvað annað við þau að at- huga. Viktoría prinsessa á barnsaldri. 14

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.