Hrund - 01.04.1967, Page 15
Þannig má segja, að tilkoma
Viktoríu í þennan heim hafi ver-
iðsprottinafþjóðarnauðsyn. For-
eldrar hennar, Játvarður og Vikt-
oría, systir Leopolds, gengu í
hjónaband í júlí 1818 og hún
fæddist 19. maí 1819.
Bræður Játvarðar, annar eldri,
hertoginn af Clarence — hmn
yngri, hertoginn af Cambridge,
*> kvæntust báðir um svipað leyti.
Tvö börn eldri bróðurins létust
kornung en sonur hertogans af
Cambridge — sem síðar var
æðsti maður brezka hersins í
fjóra áratugi — var næstur á
eftir Viktoríu til ríkiserfða.
Ljósmóðirin, sem tók á móti
Viktoríu litlu var þýzk, fröken
Spátl, ein af fáum konum þess
tíma, sem einnig hafði læknis-
menntun. Nokkrum vikum eftir
fæðinguna hélt hún aftur til
Þýzkalands, til þess að taka þar
á móti barni, sem mágkona Leo-
polds átti í vændum, kona her-
togans af Coburg. Það barn
fæddist 26. ágúst, myndarlegur
drengur, annað barn foreldra
sinna og hlaut nafnið Albert.
í brezku konungsfjölskyldunni
stóð frá upphafi styrr um Viktor-
íu. Hann hófst þegar við skírn
hennar, þegar ríkisarfinn neit-
aði að hún yrði látin heita í
höfuðið á sér, þar sem ákveðið
var, að hún yrði einnig skírð í
höfuðið á Alexander Rússakeis-
, ara, frænda hennar, er vera átti
annar guðfaðir hennar. Georg
ríkisarfi, hafði alltaf horn í síðu
foreldra Viktoríu, einkum móð-
ur hennar, — og hennar sjálfrar
framan af og sá svo um, að fjár-
veiting til þeirra var skorin við
nögl. Eftir að faðir hennar lézt
í janúar 1820 var það móður-
bróðir hennar, Leopold, sem
kom þeim mæðgunum til að-
stoðar. Játvarður skildi ekkert
eftir sig nema skuldabagga, —
og tvær óskir; aðra til handa
konu sinni um að hún gleymdi
honum ekki og hina um að
Viktoría, dóttir þeirra, yrði alin
upp í Englandi. Skömmu síðar
Foreldrar Viktoríu, Játvarður, hcrtogi af Kcnt og kona hans, Viktoría.
Viktoría prinsessa 16 ára.
lézt einnig konungurinn gamli
og Georg IV tók við völdum.
Föðurmissirinn hafði sem
vænta mátti sín áhrif á Viktoríu
í uppvextinum. Hana skorti það
öryggi, sem handleiðsla föður
og eðlilegt fjölskyldulíf veitir
hverju barni. Þeir tveir menn,
sem áttu eftir að hafa mest á-
hrif á hana í uppvextinum, —
annar henni til yndis, hinn til
ama, — voru Leopold móður-
bróðir hennar, sem skipulagði
menntun hennar að mestu leyti
og Sir John Conroy, sem faðir
hennar hafði skipað fjárhalds-
mann hennar.
Framan af höfðu báðir sama
markmið í huga. Að koma sér
svo við móður Viktoríu að vakla-
staða þeirra yrði tryggð, færi
svo, að krúnan félli í hlut Viktor-
íu, áður en hún næði lögaldri og
móðir hennar yrði gerð að ríkis-
stjóra. Sir John Conroy til mik-
illar ánægju helltist keppinautur
hans fljótlega úr lestinni, er hann
varð konungur Belgíu (— hann
hafði þá áður hafnað grísku
krúnunni). Eftir það hafði Sir
John alla möguleika á að ráðsk-
ast með fjölskyldumál hertoga-
ynjunnar. Fjárreiður hennar voru
í hans höndum og hann stjórn-
aði uppeldi Viktoríu að veru-
legu leyti með þeim afleiðingum,
að unglingsár hennar urðu henni
eitt ömurlegasta tímabil æfinnar.
Viktoría, eða Drína eins og
hún var jafnan kölluð fyrstu ár-
in, (stytt úr Alexandrína) var
hýrlegt barn og glaðsinna. Hún
var fjörmikil stúlka og þegar
hún var sjö ára tókst henni með
glaðværð sinni að mýkja veru-
lega hjarta frænda síns, kon-
ungsins, er hún dvaldist hjá hon-
um í Windsor kastala, ásamt
móður sinni og hálfsystur. Ann-
ars dvöldust þær mæðgur yfir-
leitt í Kensington höll og þar
fór fram undirbúningur undir
lífsstarf Viktoríu. Meðan Leo-
pold bjó í Englandi voru þær
oft hjá honum í Claremont og
ferðuðust einnig töluvert um
meginland Evrópu.
15