Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 17

Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 17
margslungnu þáttum brezks þjóðlífs og stjómmálalífs, átti stóran þátt í því, að Viktoría hneigðist svo afdráttarlaust og gagnrýnislaust að þeim mönn- um, sem frá upphafí valdaferils hennar mótuðu stefnu hennar svo mjög — fyrst Melbourne lávarður, fyrsti forsætisráðherra í valdatíð hennar, — og síðar eiginmaður hennar, Albert prins. Haustið 1935 hófst fyrir al- vöru barátta Viktoríu við Sir John Conroy. Þá um sumarið veiktist hún hastarlega af tauga- veiki og átti í þeim veikindum í um það bil hálft ár. Sir John ætlaði að nota sér þrekleysi henn- ar, kom til hennar og tjáði henni að svo kynni að fara eftir um það bil tvö ár, að hún yrði orðin drottning og þyrfti hún því, sem fyrst, að ákveða hver verða ætti einkaritari hennar. Og hver væri svo sem betur til þess fallinn en hann? spurðu þau sir John og móðir hennar, sem hann hafði fengið í lið með sér. Og þarna, sem Viktoría lá rúmföst og þrek- laus, með stór starandi augun i náfölu andlitinu, rétti hann henni skjal um skipan sína til undir- skriftar. Þá varð Viktoríu ljóst, að hún varð að taka á öllu því viljaþreki, sem hún átti til. Hún minntist þess, að Leopold frændi hennar, sem hún hafði ætíð bréfa- skipti við, hafði þá skömmu áð- ur brýnt fyrir henni að læra að verjast úlfum í sauðagærum, — og nú stóð einn slíkur við rúm- stokk hennar, reiðubúinn að hremma bráð sína. Hún neitaði, neitaði og neitaði aftur og þar með voru úrslitin ráðin í átök- um þeirra. Úr því hún gat sagt nei, svo veikburða, var ljóst, að hún gat gert það fullfrísk. Allt frá því Viktoría var lítil stúlka höfðu móðir hennar og Leopold frændi hennar, haft í huga ákveðið mannsefni handa henni. Það var Albert prins, bróðursonur þeirra, jafnaldri Viktoríu eða því sem næst. Þegar Viktoría var sautján ára.var hon- Viktoría prinsessa 1839. Sir John Conroy Viktoríu tilkynnt lát konungs 20. júní 1837. um og bróður hans boðið til Englands í afmælisboð. William konungur var því mjög andvíg- ur. Hann vissi, hver tilgangur- inn var, en vildi að Viktoría giftist einhverjum úr sinni fjöl- skyldu. En þar var ekki um auðugan garð að gresja. Sá eini sem Viktoría hefði viljað líta við, var blindur — og eftir að hún hafði kynnzt Albert kom enginn annar til greina í huga hennar, — ef hún átti á annað borð að giftast. Eftir dvöl þeirra bræðra á heimili hennar skrifaði hún í dagbók sína, að Ernest, bróðir Alberts, væri dökkur yfirlitum en Albert hefði blá augu og brúnleitt hár, — „næstum eins og mitt hár‘“ báðir væru sérlega vel menntaðir og uppaldir, léku vel á píanó og teiknuðu vel „sér- staklega Albert“, báðir væru þeir greindir að eðlisfari, „sérstak- lega Albert, sem hugsar meira“ og þótt báðir gætu verið alvar- legir og hugsandi væru þeir „svo glaðir, — svo afskaplega glaðir, kátir og hamingjusamir, alveg eins og ungt fólk ætti að vera“. En það var fyrst og fremst Albert, sem með glettni sinni hélt uppi glaðværð og hlátrum við morg- unverðinn. Hann virtist hafa alla kosti til að bera — Viktoríu fannst aðeins einn ljóður á hans ráði, hann var svo kvöldsvæfur, að hann varð beinlínis veikur af því að þurfa að vaka fram eftir í veizlum kvöld eftir kvöld. Bað hún því Leopold, frænda sinn, blessaðan að sjá til þess, að vel væri hugsað um „heilsu hans, sem er mér nú svo kær“. En Viktoría átti eftir að komast að raun um, að þarna var ekki heilsuleysi um að kenna — Al- bert var alls ekki eins félags- lyndur og gefinn fyrir skemmt- anir og hún og vandi hana síðar algerlega af öllu næturgöltri og skemmtanafýkn. Þegar Albert og aðrir afmælis- gestir voru farnir, hver til sins heima, hélt hin daglega barátta Frh. á bls. 32. 17

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.