Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 18
KVOLDBOÐ
HJÁ
REYKVISKRI
HtJSMÖÐUR
HRUND langaði til að forvitnast um, hvernig ung, reykvísk hús-
móðir tæki á móti gestum. Fyrir valinu varð Bryndís Jakobsdóttir,
BRYNDÍS er fædd og upp-
alin á Akureyri, dóttir hjónanna BORG-
HILDAR JÓNSDÓTTUR og JAKOBS
FRÍMANNSSONAR kaupfélagsstjóra þar.
Hún lauk stúdentspróíi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1951 og gekk í hjónaband árið
1952. Fjögur fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau
hjónin erlendis, fyrst í Kaupmannahöfn og
síðan í New York. Eftir heimkomuna hafa
þau búið í Reykjavík. Magnús setti á stofn
eigið fyrirtæki árið 1962, ísól h.f.
BRYNDÍS er mikil hann-
yrðakona. Hún lærði að mála á postulín,
meðan hún dvaldist í Kaupmannahöfn, og
seldi framleiðslu sína bæði þar og hér heima.
Einnig hefur hún hnýtt ryateppi, saumað
mikið út og teiknað.
Tónlistina kveður hún þó vera aðalá-
hugamál sitt. Á menntaskólaárunum stundaði
hún nám í píanóleik hjá frú Margréti Eiríks-
dóttur og síðar hjá Árna Kristjánssyni.
Eftirlætistónskáldin eru Beethoven og De-
bussy Hún hefur ákaflega gaman af að leika
undir söng, einkum ,,Lieder“.
BRYNDÍ S hefur látið félags-
mál allmikið til sín taka og hefur m.a. tekið
virkan þátt í störfum Kvenfélagsins Hrings-
ins.
Á borðinu er handofinn hördúkur í ljósgráum, hvítum, grænum og gulum litum. Blóm og kerti eru gul, en kerta
stjakarnir og hnífapörin úr silfri. Diskana hefur Bryndís málað sjálf.