Hrund - 01.04.1967, Síða 26

Hrund - 01.04.1967, Síða 26
HVERNIG LÝSA ST J ÖRNURNAR ÞÉR? HRUTS- MERKIÐ 21. MARZ — 20. APRÍL Stjörnuspekingar segja okkur að eðli hvers einstaklings og athafnir hans stjórnist meira og minna af gangi himintungla. Hér lýsir stjörnuspekingur í stórum dráttum eiginleikum og persónuleika þeirra. sem fæddir eru í merki hrútsins: Á tímabilinu frá 21. marz til 20. apríl, —Jafnt karla sem kvenna. i næstu ellefu blöðum verða stjörnulýsingar fyrir viðkomandi merki, næst er nautsmerkið: 21. apríl — 20. maí. Meginregla : Heppileg störf: Vinnutilhögun: Helztu einkenni: Bezti eiginmaður: Bezta eiginkona: Við lifum í dag og deyjum á morgun. Verkfræðístörf, lækningar, skipulagsvinna. Byrjaðu sjálf á verkinu. treystu öðrum fyrir áfram- haldinu. Óbitandi áhugi og kraftur, jafnvel óþolinmæði og fljótfærni. Helzt yngri, rösklegur og atorkusamur. Róleg, sem dáir þig og get- ur fylgzt með hraðanum í kring um þig. Stjörnurnar ráða: Höfuð og andlit. JÁKVÆÐIR Styrkur og kraftur eru helztu eiginleikar þínir -— ásamt rausn. Þú hefur persónuleika og ímynd- EIGINLEIKAR: unarafl og kannt að notfæra þér hvort tveggja. Drifkraftur þinn er heilinn. ekki vöðvarnir. Þú ert fædd til forystuhlutverks og kannt að hvetja aðra til atorku. Það er háttur þinn að mæta lífinu með ákafa og leita sjálf tækifæranna. bíða ekki eftir að þau komi. Þú lifir og starfar í hraða og hefur ekki af því tjón. því frjó hugsun þín og ákveðin kann einmitt að mæta vanda- málunum og afgreiða þau á einfaldan hátt. Þú hefur ekki áhyggjur af því að eldast og hugsar ekki um „mögru árin sjö", því þú trúir ætíð á velgengnina. Þótt þú sért stundum „langt niðri", ertu aldrei „lengi niðri" og hefur jafnaðargott skap. NEIKVÆÐIR En eíns og allir aðrir hefurðu einnig þínar veiku hliðar. Þú ert of óþolinmóð og af þeim sök- EIGINLEIKAR: um stundum ósanngjörn og of tilætlunarsöm. Þér hættir við að leggja meiri áherzlu á að hrinda hlutunum hratt af stað. en gæta minna að hvernig þú framkvæmir þá og hvernig þeim reiði af. Þú átt erfitt meö að treysta öðrum og villt helzt snúast sjálf í öllu. Takirðu þér eitt- hvað fyrir hendur áttu erfitt með að trúa því að það geti gengið án þess að þú fylgir því eft- ir alla leið. f mótlæti rekur óþolinmæðin þig til „stríðs". því þú sleppir þá beizlinu af skapi þínu og reynir að vinna þitt mál með offorsi. Þér hættir til aó vera á stundum ónærgætin og hæðin í orðum, þó ekki af illvilja heldur óvarkárni. Þú þarft að ávinna þér meiri háttvísi og læra að láta ekki ímyndun hlaupa með þig í gönur. Þú hefur allt að vinna. Þú ert fædd I merki hrúts- ins, sem þýðir i fæstum orðum sagt, að þú hefur sterka ósk um að vera númereitt og athafnir þín- ar og framkvæmdir eru teknar föstum og áberandi tökum. Það leynist engum, að þú hefur takmörk sem þú ætlar þér og munt ná og fáum veitist jafn auð- velt og þér að vinna fólk til fylgis forystu þinni. Þú stefnir hátt, og lykilorðið er athöfn. Beinir Þú kröftum þínum, og af þeim hefurðu nóg, í rétta átt, nærðu þínu takmarki. * Fullviss um að gott út- lit sé mikilvægt atriði gæt- irðu þess að vera vel útlit- andi. Er sama hvort þú ert mikið eða litið klædd, þú ert alltaf snyrtilega klædd Klæðnaðurinn á sinn þátt, engu síður en framkoman, í traustvekj- andi viðmóti og útliti. Það er ekki rétt að segja að þú bíðir eftir tækifær- um lífsins, vegna þess, að þú veizt hvernig á að hag- nýta þau og þú leitar eftir þeim. Það er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, — þú vilt helzt gera allt eða sem mest sjálf, því þú treystir ekki öðrum til að sjá hlutina i samá Ijósi og þú sjálf. En þrátt fyrir ótakmarkaðan áhuga, framkvæmdasemi og full- vissu, sérðu yfirleitt ekki árangur athafna þinna strax. Þú leggur út i stærri verkefni og stefnir hærra en svo: — að öllu jöfnu notar þú árangur eins verks til að hrinda öðru af stað. Skapgerð Þú ert draumamanneskja, en jarðbundin þó. Þú hefur alltaf margar frjóar hug- myndir og getur leyst vandamál undir hvaða kringumstæðum, sem er og ert snögg að taka á- kvarðanir Þú einfaldar hlutina fyrir þér, setur þá upp i einföld og auð- reiknanleg dæmi. Útkom- an er siðan framkvæmd, og það er þitt hlutverk að hefja framkvæmdina. Ef þú ert sannur „hrútur" þá hefurðu á þinum snær- um fólk til að fylgja hlut- unum eftir. Stundum er það þó neikvætt, hvað þú hrærist i mörgum verkum i einu og i þeim tilfellum hættir þér til nokkurrar ó- reiðu. Þér hættir lika til að valda óánægju með því að taka ekki nægilegt tillit til hæfileika annarra og skoðana þeirra, því þótt þú búir yfir mörgum góð- um hæfileikum, verðurðu að læra að treysta öðrum fyrir verkefnum og fram- kvæmdum. Skefjalaus áhugi þinn kveikir titt áhuga annarra, en þú getur misst áhuga á hlutum jafn fljótt og þú færð hann og þannig get- urðu oft skipt um skoðun og jafnvel ruglað með því móti aðra i riminu. Þú hefur „snöggt" skap, en ekki að sama skapi „djúpt". Eins er það með ástarævintýri þín, þau rjúka upp eins og benzín- logi, en geta dáið út og orðið að engu á skammri stund. Dýrkir þú einhverjar per- sónur hættir þér til að lita þær gagnrýnislausum aug- um og verða á vissan hátt fórnardýr þeirra. Hraði framkvæmda þinna kann að vekja andúð ýmissa, þú ættir að leggja meiri rækt við að kynna þér skoðanir annarra og þú ættir ekki að ástæðulausu að vanmeta hæfileika nán- ustu vina þinna og sam- starfsfólks. Umfram allt: forðastu að spenna bog- ann of hátt, jafnt heilsu- farslega sem i fjármálum. Heilsan Þú býrð yfirleitt við góða heilsu. Fólk fætt i hrúts- merkinu er flest sterk- byggt, en má þó gæta sin að veðja ekki um of á þann eiginleika. Þú ætt- ir að gæta þín sérstaklega ef þú ert að ferðast í hrað- skreiðum farartækjum og eins ef þú æfir íþróttir. Al- gengt er um konur fædd- ar i merki hrútsins að þær séu fallega byggðar, há- vaxnar og fremur grann- leitar, oft imynd sport- stúlkunnar. Stjörnumerki stjórnar höfðinu og likam- legur veikleiki þinn eru taugarnar. Taugaspenna og höfuðverkur eru þinn hættulegasti ó vinur. Þú þarft að læra að slappa af og stjórna tilfinningum þinum — það yrði þér ómetanleg hjálp ef þú lærðir að gleyma á- hyggjum og vandamálum nema rétt i því augna- bliki, sem þú ert að af- greiða þau. Þú þarfn- ast hvildar, svefns og góðrar fæðu með nægi- legu grænmeti. Sjúkdóm- ar og kvillar hafa yfirleitt ekki varanleg áhrif á þig og þú hefur allar likur til að lifa löngu og athafna- sömu Iffi. En þar sem þú leggur mikið af persónu- legum krafti i verk þin þarftu þó að gæta þess sérstaklega að neyta ekki óhófs i mat og drykk. Þó þróttur æskunnar geti enzt þér fram eftir aldri kanntu að slita þér út fyrir timann, ef þú lærir ekki að lægja örlítið öldur ákaf- ans og athafnaseminnar. Vinnan Eins og allir aðrir ræður þú yfir vissum hæfileikum og getu. Merki hrútsins er tengt járni og eldi, svo trúlegt er að áhugi þinn beinist eitthvaö í átt til starfa sem tengd eru málmum, svo sem verk- fræði eða tæknifræði þeirra sviða. Hrúturinn stjórnar höfði og gáfum. Þú hefur sköpunargáfu.markmið og framkvæmdahæfileika.Ný- ir tímar með breytt viðhorf bjóða hæfileika þina vel- komna til starfs í' þágu sköpunar og uppbygging- ar og þú munt hagnast á nýjungum. Þér hæfir vel það starf, er krefst um- gengni við fólk, sérstak- lega ef um er að ræða ábyrgðarstöðu. Þú ert fæddur leiðtogi, því þú hefur einmitt kjark, atorku og hugmyndaflug, er fær aðra til að vinna eftir leiö- sögn þinni. Peningar Þótt það sé á engan hátt takmark þitt að safna auði, þá gerirðu þér grein fyrir þeirri aðstöðu og þeim þægindum, er peningar veita. Þú ert fljót að kom- ast yfir peninga, en jafn- fljót að eyða þeim og fjárfesta. í viðskiptalifinu veltirðu miklum peningum, þótt þú hafir ekki alltaf mikið fjármagn milli handa. Þú hefur ánægju af að kaupa þér föt og'húsgögn sem þér lika, svo þú skalt setja þér takmörk, sem gera þér fært að eignast þau. Ef þú einu sinni hef- ur takmark, þá nærðu því. Heimilið Þú ert fædd til fallegs heimilis, elskar að hafa það eftir þínu eigin höfði og sparar ekkert til þess. Þú vilt hafa börn í kring um þig og ánægjulegt heimili finnst þér sann- asta öryggi i lífinu. Þar viltu eiga algjöran frið til einkalífs — en bjóðirðu gestum, þá ertu hinn full- komni gestgjafi. Þú hefur gaman af heimsóknum ná- inna vina, enda er nóg af þeim, því þú ert dáð fyrir heimili þitt. Fólk í hrúts- merkinu fer oft snemma að heiman til að geta ráð- ið sínu eigin einkalifi. Vinátta Þú átt auðvelt með að kynnast nýju fólki og eign- ast nýja vini. Jafnvel svo, að þú „skiptir" um vini oftar en gengur og gerist. Ástæðan er sú, að þú leggur ekki kapp á að kryfja hugsanir þeirra og persónu, þannig að af van- gá missir þú vini, sem ann- ars gætu orðið þér mikils virði. Þú ert rausnarleg við vini þina en tekur ekki alltaf nægilegt tillit til þeirra. Með óvarkárri gagnrýni hættir þér til að særa tilfinningar þeirra og lýsa óviljandi vantrausti á geto þeirra. Ástir Þú ert jafn full af áhuga og orku i ástum eins og öðru. Þú þarfnast bliðu vegna þess öryggis, sem hún veitir þér. Fólk í hrúts- merkinu er góðhjartað á kaldrifjaðan hátt, það er ekki dreymið í sambandi við ástina, en tekur hana raunhæfum tökum, eins og um verkefni I starfi væri að ræða. Raunhyggja þin kennir þér, að þú þarfnast varanlegrar ástar, en samt viltu um leið nokkurt frjálsræði. „Hrúts" konan er oft falleg og aðlaðandi en erfitt að nálg- ast hana. Hið hreina og stolta útlit hennar vekur oft aðdáun áhrifaríkra manna.En hinu sama gegnir I ástum og starfi, — hún verður að taka tillit til annarraj Hrútsfólk vill hafa forystuna á báð- um sviðum og það tekur rómantikina engum vettl- ingatökum. Annaðhvort — eða. Samt ertu alltaf að leita að einhverju nýju, — þangað til þú loks finn- ur það rétta, og þar eru raunar heldur engin vettl- ingatök. Þú elskar frjáls- ræði i ástum, elskar það nýja, ert stöðugt að eign- ast nýja vini, en það er samt ekki á kostnað hjóna- bandsins. Hjónabandið Það væri synd að jafna hjónabandi þinu við ástar- Frh. á bls. 39.

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.