Hrund - 01.04.1967, Síða 29
Hver getur varað sig á þeim óteljandi meinum, sem sífellt
ógna heilsu og velferð mannkynsins. Nauðsynlegt er, að við
rannsökum orsakir þeirra, því að við erum þeim mun færari
um að forðast hætturnar, sem við þekkjum þær betur.
Sulpicia, hin unga og fagra — og heitt elskuð af eigin-
manni sínum — fór dag einn í heimsókn til vinkonu sinnar.
Ekki var annað sjáanlegt, þegar hún fór að heiman, en hún
væri stálhraust, — en er hún kom aftur, virtist hún nær
dauða en lífi og fleygði sér þegar upp í rúm. Gat verið, að
blóðrásin hefði allt í einu stöðvazt?
Það var losað um föt hennar- hvorki meira né minna en
sex hendur höfðu nóg að gera við að hjálpa henni. Og veitti
sannarlega ekki af.
Vesalings ungi maðurinn leystist bókstaflega upp í tára-
flóði. Hver hefði getað annað, þegar svona var ástatt? Þau
höfðu aðeins verið gift í eitt ár, svo það var of snemmt fyrir
hann að vilja losna við eiginkonuna. Þess vegna sendi hann
strax eftir lækni.
Ungi læknirinn, Æsculapius, kom á vettvang í fullum
skrúða. Hann settist á rúmstokkinn hjá sjúklingnum og setti
upp svip, sem gaf ótvírætt til kynna, að hann vissi nákvæm-
lega, hvað gera skyldi. Hann tók púlsinn og velti því á
meðan fyrir sér, hvað læknabækurnar hans segðu um tilfelli
sem þetta. Hann bauð, að sér yrði færður penni og blek og
settist við skriftir.
Þjónn var umsvifalaust sendur eftir því, sem hann bað um,
en eiginmaðurinn ungi spurði, hvað gengi að konu sinni.
Læknirinn leit á hann og brosti:
— Þú spyrð mig, hvað sé að? Það ætti í rauninni ekki að
þurfa að segja þér það. Þú veizt, að það er alltaf góðs viti,
þegar ungar eiginkonur fjasa og kvarta.
Eiginmaðurinn ungi varð frá sér numinn af gleði, er hann
heyrði þetta.
Nóttin leið. Sjúklingurinn drakk heilsudrykk, sem læknirinn
hafði gefið, en hann hafði alls engin áhrif á konuna. Það varð
að kalla á annan lækni.
Hafið þolinmæði lesendur góðir!
Loksins voru þeir að því komnir að finna, hvað hrjáði vesa-
lings konuna. Sá læknirinn, sem síðar hafði komið, var ekki í
neinum vafa. Hún var með bólusótt á byrjunarstigi. Það var nú
svo. Fyrst átti hún að vera barnshafandi — og nú var hún með
bólusótt.
Segið ekki meira, læknar og gefið ekki fleiri lyf, því að
öðrum ykkar, að minnsta kosti, hefur skjátlazt. Látið hana
heldur í hendur náttúrunnar og leyfið henni að njóta næðis
í rúmi sínu. Hversu hættulegur, sem sjúkdómurinn kann að
vera, er hann þó aldrei neitt nálægt því eins hættulegur og
lækningatilraunir læknanna.
Hafið þolinmæði — kannski batnar henni í dag!
Kærleiksríkur eiginmaðurinn vék aldrei frá rúmi hennar og
leið ekki svo hálftími, að hann ekki spyrði hundrað sinnum,
hvort henni liði nú ekki ögn betur.
En góði vinur, — hvaða gagn er að því? Versnar henni ekki
aðeins af hjali þínu ?
Hún tók andköf, þegar hún talaði. Það var auðheyrt á mæli
hennar, að þjáningarnar urðu æ óbærilegri. Því var nú verr, —
vesalings konan. Dauðinn virtist á næstu grösum. Hann yrði
henni áreiðanlega kærkomin lausn frá þessu stríði.
En bíðið við — hlustið. Hver er að berja: Það hlýtur að
vera læknirinn. Nei- það var klæðskerinn. Og hafði með sér
kjól. A- ha, hann kemur sem kallaður.
— Er þetta, spurði konan veikri röddu og var auðheyrt, að
hún átti erfitt um mál — eru þetta líkklæðin? Því miður er
ég hrædd um, að ég verði aiveg jafn föl og kjóllinn. Hefði
himnafaðirinn leyft mér að lifa, hefði ég óskað að eiga slíkan
kjól, úr sama efni. Klæðskerinn hefði saumað hann fyrir mig.
Hann saumaði svona kjól fyrir vinkonu mína. Það erfallegasti
kjóllinn í öllum heiminum. Ó, ó — hvað lífið er stutt, — allt
er hégómi.
Vertu hugrakkur, sorgbitni eiginmaður. Þú heyrir, er það
ekki, að konan þín getur ennþá talað — og það fremur
auðveldlega. Ekki missa vonina. Hún hefur ekki enn gefið upp
öndina.
Klæðskerinn fór út úr herberginu og eiginmaðurinn með
honum. Þeir pískruðu laumulega fyrir framan lokaðar dyrnar.
Klæðskerinn lofaði einhverju, sór og sárt við lagði, og flýtti
sér svo heim til að gera það, sem hann hafði lofað. Áður en
dagur var að kvöldi liðinn, var hann kominn aftur og fór inn til
Sulpiciu, sem enn lá rúmföst. Hún þakkaði honum hjartanlega
fyrir að koma. En hvað hafði klæðskerinn með sér?
Hann tók utan af einhverju, sem var vafið inn í dúk. 0 —
hvílík dásemdar sjón. Sami kjóllinn — þessi dýrlegi, ríkmann-
legi kjóll. — En — hvað var hann að gera hér, ekki gat unga
konan þó gert sér vonir um að eignast hann?
— Elsku engillinn minn, sagði eiginmaðurinn. Ég mundi
gefa aleigu mína til þess að sjá þig aftur heilbrigða og sjá
þig klæðast þessum kjól.
— Ó — ég er svo veik, stundi konan, að ég hef ekki einu
sinni krafta til að neita þér um nokkurn hlut. Ég skal fara á
fætur nú þegar, svo að þú fáir að sjá strax í dag, hvernig
kjóllinn klæðir mig.
Komið var með rúmhlíf og vesalings konan, svo veikburða,
sem hefði hún legið rúmföst í heilt ár, fór á fætur. Þegar hún
var komin í allt skartið, settist hún niður og fékk sér kaffisopa.
Loksins —
Nú voru ekki lengur sjáanleg nein sjúkdómseinkenni. Því
það var ekki annað en kjóll, sem hafði hrjáð hana- og kjóll
var það eina, sem gat læknað hana. Klæðskerinn hafði ráðið
bót á því meini, sem enginn læknir gat svo mikið sem greint.