Hrund - 01.04.1967, Page 30

Hrund - 01.04.1967, Page 30
LEIKFIMI Kæri lesandi: Þessi þáttur er ætlaður konum á öllum aldri, til alhliða líkamsræktunar og fegrunar. Sú hreyfing, sem við fáum daglega við húsverk og aðra vinnu, er yfirleitt allt of einhliða. Við stirðnum, fáum hálsríg, höfuðverk, bakverk, fótaverk og óteljandi aðra kvilla. Þessu getum við öllu komizt hjá með því að eyða fáeinum mínútum á dag til að mýkja og hreyfa alla vöðva líkamans jafnt. Og auk þess höfum við yfirleitt einhverja vankanta, sem bæta má úr. Hér munu verða birtar einfaldar, en góðar æfingar, sem síðan má raða saman í kerfi, sem á við hvern einstakling. Heilbrigður og fagur líkami gerir konuna hamingjusama. Bára Magnúsdóttir leiðbeinir Hér koma fyrst þrjár æfingar, sem miða að því að gefa fegurri mjaðmalínu. Leggizt alveg beinar á bakið. Dragið að yður fæturna með iljar í gólfi. Lyftið síðan mjöðm- um frá gólfi þannig að bein lína myndast frá hnjám upp að öxlum. Látið síðan mjaðmirnar detta til hliðar, axlir í gólfi og hnén saman allan tímann. Leggizt síðan aftur á bakið og gerið æfinguna til skiptis á hvora hlið, fjórum sinnum til að byrja með og smáaukið við.

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.