Hrund - 01.04.1967, Síða 33
BERNARD BUFFET: „HÚN
ER EINS OG ELEKTRA
í SVARTRI REGNKÁPU“
FRANCOISE
HARDY
VINSÆLASTA
SÖNGKONA
FRAKKLANDS
Frangoise Hardy býr á fjórðu hæð í gömlu
húsi í París. Þar er engin lyfta og þegar komið
er upp á stigapallinn sjást tvær stórar svartar
dyr. Á annarri hurðinni er miði, þar sem á
stendur: „Hér býr frú C. . . illgjörn kona.
Frangoise Hardy býr í næstu íbúð“.
Hver hún er?
Hún er 22 ára — leikkona, söngkona og
sýningarstúlka—nýjasta og fallegasta stjarna
Frakklands, segja aðdáendur hennar . . .
„hrœðilega ljót“ segir hún sjálf . . .“ og get
hvorki leikið né sungið“.
Þó seljast plötur hennar í stærra upplagi
en nokkurs annars fransks söngvara og ungar
stúlkur kappkosta að líkjast henni í klæða-
burði og hárgreiðslu.
Hún hefur þegar leikið í nokkrum kvik-
myndum og þegar hún er ekki að leika eða
syngja, hefur hún nóg að gera sem ljósmynda
fyrirsæta fyrir tízkublöð. í frönsku blöðun-
um er hennar getið jafnoft, ef ekki oftar en
de Gaulle forseta — og a.m.k. 20 frönsk
tízkublöð hafa birt myndir af henni á forsíðu.
Bandarísku blöðin Vogue, Harper’s Bazaar,
Town & Country og Look hafa einnig
skartað henni á mörgum síðum.
Málarinn Bernard Buffet segir um Fran-
goise: „Hún er eins og Elektra í svartri
regnkápu". Hún sjálf: ,,Ég get ekkert leikió
nema sjálfa mig“.
Sönglög hennar eru raunar harla lítilsigld
sé nánar að gætt, enda er hún aldrei ánægð
með þau. En hún nennir ekki að vanda þau
meira ,,ég strika aldrei út þaó sem ég hef
skrifaö . . . endurbœti ekkert".
Einkenni Frangoise er, að sumir segja
„takmarkalaust kæruleysi". Aðrir segja, að
hún sé „Frangoise Sagan fransks dægur-
söngs“. Hún lék raunar í kvikmyndinni, sem
gerð var eftir sögu Sagans „Kastali í Svíþjóð“
og var sú eina af leikendunum, sem fékk
sæmilega dóma ,,Ég var ekki eins slcem og
þeir bjuggust við“, segir hún.
Vorum við að tala um íbúðina hennar?
Það er tæpast hægt að kalla þetta íbúð.
Eitt stórt kvistherbergi, blámálað baðher-
bergi, eldhús, sem alltaf virðist ónotað og
á einum veggnum á salerninu er mynd af
Terence Stamp. Stofan er næstum tóm —
einn stór svartur dívan, svartur hægindastóll
með leðuráklæði, plötuspilari, segulbands-
tæki, nokkrar hljómplötur og bókahilla.
Bækurnar eftir Zola, Puskin, Simone de
Beauvoir og fleiri fræga höfunda.
,,Ég er afar hrifin af Shakespeare sem
stendur “ segir Frangoise — hef haft dálœti
á enskri leiklist frá því ég var í Englandi.
Fyrir þremur mánuðum hitti ég brezka leikar-
ann, Peter McEnery, og hann fékk mig til
að lesa Shakespeare, fyrst og fremst Romeó
og Júlíu. Ég er afskaplega rómantísk og vil
helzt alltaf vera ástfangin. Ég hef eytt fimm
árum af lífi mínu til aó hugsa um einn mann,
Ijósmyndarann Jean Marie Pétier. Ég hef
verið hrœðilega óhamingjusöm og þó þetta
sé allt búið núna, finnst mér ég vera bundin
honum á einhvern hátt. “
— Já, ég var ung, þegar ég hitti Jean Marie.
Eg var nýbúin að syngja inn á fyrstu hljóm-
plötuna mína og hann var nýkominn úr
herþjónustu. Vinur hans bað hann aó taka
nokkrar myndir af mér, en hann vildi það ekki.
Honum fannst ég svo Ijót og mér fannst hann
hrœðilega leiðinlegur og alltof ánœgóur meö
sjálfan sig. Það tók okkur þrjá mánuði að
uppgötva hvort annað. Vió vorum auóvitað
mjög hamingjusöm saman en ég var alltaf
hrœdd um að missa hann, því að ég hafói svo
mikla minnimattárkennd. Ég var líka alltof
ung og óreynd til að skilja, að vió gœtum ekki
verió saman öllum stundum. Hann starfaði
þá sem fréttamaður og ég þurfti aó fara í
söngferðalög. Heföum við verið þrítug, hefói
þetta allt farið öðru vísi.
— Já, móðir mín hefur hjálpað mér mikið í
vandrœðum mínum. Hún reynir að veita mér
stuóning, en það er ekki gott að tala vió
mömmu sína um sínar innilegustu tilfinningar.
Mceður segja alltaf ,,Þetta sagði ég þér“,
þegar eitthvaó fer út um þúfur og það er ekki
sérlega upplífgandi.
— Hvað ég vilji heldur heyra? Að þetta
lagist allt saman og ég hafi ímyndað mér þetta
allt.
— Ástfangin núna?
Hún roðnar og segir: ,,Eigum við nokkuð
aó tala umþaó. Ég er nefnilega afar hjátrúarfull
og vil helzt ekki viðurkenna það.
— Þér eruð trygglynd Frangoise Hardy, að
hafa haldið tryggð við Jean Marie allan
þennan tíma?
— Trygglynd? Ef til vill. Þetta endist, þar
til maður uppgötvar, aó til eru fleiri karlmenn
í heiminum en þessi eini.
— Auðvitað vil ég giftast. Mig langar að
eignast börn.