Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 38

Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 38
Frh. af bls. 11. Væri litið af skynsemi á samveru þeirra þetta sumarkvöld, sem lá ungu stúlkunni og unga manninum svo Ijóst í minni, varð ekki annað sagt en hún hefði verið heldur kjánaleg. Þau höfðu gengið út fyrir bæinn eftir veginum, sem lá út í sveitina. Svo höfðu þau numið staðar hjá trjágerði, skammt frá kornakri og George hafði farið úr frakkanum og lagt hann á handlegg sér — „Já, ég hef verið í Winesburg — ja — ég hef ekkert farið í burtu, en ég er að þroskast", hafði hann sagt, ,,ég hef verið að lesa bækur og ég hef verið að hugsa — og ég ætla að reyna að afreka eitthvað í lífinu". ,,Já — annars, útskýrði hann nánar, — annars er það ekki aðalatriðið. Ég ætti kannski að þegja um það". Ringlaður lagði drengurinn höndina á handlegg stúlkunnar. Rödd hans titraði. Þau lögðu af stað til baka, í átt til borgar- innar. I örvæntingu for Georg að gorta — „Ég ætla að verða mikill maður, mesti maður, sem nokkru sinni hefur átt heima í Winesburg". „Mig langar til að þú gerir eitthvað, ég veit ekki hvað. Kannski kemur það mér ekkert við. Mig langur til að þú verðir öðru vísi en aðrar konur. Skilurðu, hvað ég meina ? Það kemur mér ekkert við, ég veit það, en mig langar til að þú verðir falleg kona. Skilurðu til hvers mig langar?". Röddin brást honum og þau gengu þegjandi inn í bæinn eftir götunni að heimili Helenar White. Við hliðið reyndi hann að segja eitthvað áhrifamikið. I kolli hans skaut upp ræðum, sem hann hafði samið í huganum, en þær virtust algerlega út í hött. „Ég hélt, — ég bjóst við, að — ég hafði gert mér í hugarlund, að þú mundir giftast Seth Richmond. Nú veit ég, að þú gerir það ekki", var allt og sumt, sem hann gat sagt, um leið og hún opnaði hliðið og gekk upp að húsdyrunum. Þar sem hann stóð í stigakróknum og horfði á mannfjöldann reika um Aðalstræti á hlýju haustkvöldinu, minntist George þess, sem hann hafði sagt hjá kornakrinum og hann skammað- ist sín fyrir framkomu sína. Mannfjöldinn mjakaðist fram og aftur um göturnar eins og nautgripahjörð í girðingu. Vagnarnir fylltu næstum út í þröng strætin. Lúðrasveit lék og litlir drengir þustu eftir gang- stéttunum og smeygðu sér milli fóta karlmannanna. Ungir menn gengu um klaufalegir og rauðgljáandi í andliti með stúlku sér við hönd. í herbergi yfir einni verzlun- inni, þar sem halda átti dansleik, voru fiðluleikararnir farnir að stemma strengi sína. Brotin og brostin strengjahljóðin bárust um opna glugga út yfir muldrandi raddirnar og hávaðann í hornum lúðrasveitarinnar. Þetta hljóðasamsull fór í taugarnar á George Willard. Alls staðar, frá öllum hliðum, fannst honum fjöldinn, þetta hreyfanlega líf, lykjast um sig og þrengja að sér. Hann langaði að hlaupa burt, einn, til að hugsa. „Vilji hún vera áfram með þessum náunga, má hún það mín vegna. Hví skyldi mér ekki vera sama? Hverju máli skiptir þetta mig? tautaði hann og gekk niður Aðalstræti, gegnum verzlun Herns og þaðan út á hliðargötu. George var svo óskaplega einmana og hnugginn, að hann langaði mest til að gráta- en stoltið bannaði honum það og hann gekk hratt áfram og vingsaði handleggjunum. Hann kom að hlöðu Westleys Moyers og nam staðar, þar sem skugga bar á og hlustaði á nokkra menn tala um veðreiðarnar á sýningunni, sem graðfoli Westleys hafði unnið. Hópur manna hafði safnazt saman fyrir framan hlöðuna og þar gekk Westley fram og aftur, mikill á lofti og gortaði. Hann hafði svipu í hendi sér og sló henni í sífellu í jörðina. Dálítil reykský mynduðust í lampaljósinu. „Til fjandans með allt ykkar hjal" kallaði Westley. Ég var ekkert hræddur, ég vissi alltaf, að ég mundi sigra. Ég var ekkert hræddur". Að öllu jöfnu hefði George Willard haft hinn mesta áhuga á gorti hestamannsins Moyers. Nú rann honum í skap. „Gamli vindbelgur, tautaði hann, hversvegna vill hann vera að þessu raupi? Hversvegna heldur hann sér ekki saman"? George fór yfir á autt svæði og hrasaði um ruslahaug í flýtinum. Nagli, sem stóð út úr tómri tunnu, reif buxurnar hans. Hann settist niður og bölvaði. Hann lokaði rifunni með prjóni, reis upp og hélt áfram. „Ég fer heim til Helenar White" — já, það geri ég. Ég ætla að ganga beint inn. Ég ætla að segja, að ég vilji hitta hana. Ég ætla að gang beint inn og setjast, já það ætla ég að gera, sagði hann, klifraði yfir girðinguna og tók á rás. Á svölunum heima hjá White, bankastjóra, sat Helen, eirðarlaus og ringluð. Kennarinn sat milli móðurinnar og dótturinnar. Stúlkunni leiddist hann. Þó hann hefði verið alinn upp í smáborg í Ohio, hafði hann sett upp stórborgarsvip. Hann vildi sýnast heimsmaður. „Mér þykir vænt um, að þér skylduð gefa mér tækifæri til að kanna það umhverfi, sem flestar stúlkurnar okkar koma úr", sagði hann „það var fallega gert af yður, frú White, að bjóða mér hingað í dag". Hann sneri sér að Helen og hló „Er líf þitt ennþá bundið lífi þessa bæjar"? spurði hann, „Hefurðu áhuga á einhverju fólki hér"? í eyrum stúlkunnar hljómaði rödd hans yfir- lætislega og þunglamalega. Helen reis á fætur og fór inn í húsið. Við garðdyrnar nam hún staðar og hlustaði. Móðir hennar var að tala. „Það er enginn hér um slóðir samboðinn Helen" sagði hún. Helen hljóp niður stigann bakdyramegin og út í garðinn. í myrkrinu nam hún staðar skjálfandi. Henni virtist heimurinn fullur af lítilfjörlegu, hjalandi fólki. Það greip hana ákefð og hún hljóp út um hliðið, fyrir hornið á hlöðu bankastjórans og inn á litla hliðargötu. „George, hvar ertu George", hrópaði hún, — hver taug þanin af eftirvæntingu. Hún hætti að hlaupa og hallaði sér upp að tré og hló æst. Eftir götunni kom George Willard gangandi, enn að tauta við sjálfan sig: „Ég ætla að ganga beint inn til hennar, beint inn og setjast niður, sagði hann um leið og hann kom þar að, sem hún stóð. Hann snarstanzaði og starði skilningssljór á hana, andartak —" „Komdu", sagði hann svo og tók í hönd hennar. Þau gengu eftir götunni undir trjákrónunum og drupu höfðum. Það skrjáfaði í þurru laufinu undir fótum þeirra. Nú, þegar George hafði fundið hana, velti hann því fyrir sér, hvað í ósköpunum hann ætti að gera og segja. Ofan til á sýningarsvæðinu í Winesburg er hálfónýt gömul áhorfendastúka. Hún hefur aldrei verið máluð og timbur- flekarnir eru allir undnir og úr lagi gengnir. Sýningarsvæðið er uppi á lágri hæð, sem rís upp af Wine Creek dalnum og á 38

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.