Hrund - 01.04.1967, Page 39

Hrund - 01.04.1967, Page 39
kvöldin sér frá stúkunni yfir kornakrana og bæjarljósin ber við himininn. George og Helen klifruðu upp hæðina að sýningarsvæðinu, framhjá gosbrunnatjörninni. Einmanaleika- og einangrunartil- finningin, sem hafði gripið unga manninn á fjölförnum strætum borgarinnar, hafði í senn rofnað og eflzt af návist Helenar. Tilfinningar hans endurspegluðust í henni. Á æskuárunum berjast ætíð í manni tvö öfl. Litla, hlýja og hugsunarlausa dýrið berst gegn því, sem hugsar og man — og George var nú altekin tilfinningum hins fullorðna. Helen skynjaði hugarástand hans og gekk við hlið hans í djúpri virðingu. Þegar þau komu að áhorfendastúkunni, klifruðu þau upp undir þak og settust á einn bekkinn. Það er dálítið eftirminnileg reynsla að fara inn á sýningarsvæði í útjaðri smáborgar í Miðvesturríkjunum, að kvöldi hinnar árlegu héraðssýningar. Áhrifin af því gleymast ekki. Hvarvetna eru draugar- ekki dauðra manna heldur lifandi. Hingað hefur þyrpzt fjöldi fólks frá bænum og nærliggjandi sveitum. Bændur með eiginkonur sínar og börn og allir íbúar litlu húsanna hafa safnazt þarna saman innan þessara timbur- veggja. Þar hafa hljómað skærir ungmeyjahlátrar og skeggjaðir karlmenn hafa skeggrætt áhugamál sín og dagleg viöfangs- efni. Staðurinn hefur verið barmafullur af lífi og nú er komin nótt og allt lífið fjarað út. Þögnin er næstum ógnvekjandi. Maður felur sig hljóðlega bak við trjábol og þær tilhneigingar til umhugsunar, sem blundað geta með honum, eflast. Það fer um hann hrollur við tilhugsunina um tilgangsleysi lífsins, — jafnframt því sem hann — ef bæjarbúar eru hans fólk- elskar lífið þar svo ákaft, að honum vöknar um augu. George Willard sat við hlið Helenar White í myrkrinu undir þaki gömlu áhorfendastúkunnar og fann glöggt til þess hve léttvægur hann var í kerfi tilverunnar. Nú, þegar hann var kominn út úr borginni, þar sem nálægð fólksins í æsandi annríki hafði angrað hann svo mjög, var honum horfið allt angur. Nálægð Helenar endurnýjaði hann og hressti. Það var sem lítil kvenhönd hennar væri að hjálpa honum við smá endurbætur á lífsvél hans. Hann tók að hugsa um fólkið í bænum, þar sem hann hafði alltaf átt heima og var gripinn einhverju, sem líktist lotningu. Hann bar virðingu fyrir Helen. Hann vildi elska hana og vildi að hún elskaði hann, en á þessu andartaki vildi hann ekki láta kvenleika hennar rugla sig í ríminu. Hann tók í hönd hennar í myrkrinu og þegar hún læddist nær, lagði hann höndina á öxl hennar. Köld kvöldgolan blés um þau og hann skalf. Af öllum sínum mætti reyndi hann að halda í og skilja það hugará- stand, sem hafði gripið hann. Þarna hátt uppi í myrkrinu, héldu þessar tvær undarlegu, viðkvæmu, mannlegu frum- eindir þétt hvor um aðra og biðu. Bæði hugsuðu hið sama: „Ég er kominn hingað, á þennan einmanalega stað og hér er hann — hún". í Winesburg hafði annríkisdagur runnið sitt skeið út í langa haustnóttina. Hrossin dröttuðust eftir afskekktum sveitavegunum og drógu á eftir sér hlöss af þreyttu fólki. Afgreiðslumennirnir tóku vörusýnishornin inn af gang- stéttunum og lokuðu verzlununum. ( óperuhúsinu hafði fólk safnazt saman til að sjá einhverja sýningu og lengra niður með Aðalstræti sveittust fiðlararnir við að láta fætur æsku- fólksins fljúga um dansgólfið. í myrkrinu í áhorfandastúkunni stóðu Helen White og George Willard sem fjötruð í algerri þögn. Öðru hverju var sem þau væru drepin úr dróma, þau sneru sér við og reyndu að horfast í augu í rökkrinu. Þau kysstust — en fundu ekki lengi hjá sér hvöt til þess. Skammt frá voru nokkrir menn að sinna hestunum, sem tekið höfðu þátt í veðreiðunum þá um daginn. Mennirnir höfðu kveikt eld og voru að hita vatn á kötlum. Aðeins fætur þeirra sáust, þar sem þeir gengu fram og aftur í bjarmanum frá eldinum. ( vindhviðunum dönsuðu eldtung- urnar villtan dans. George og Helen risu á fætur og gengu burt inn í myrkrið. Þau fóru eftir troðningi framhjá óslegnum kornakri. Vindurinn hvíslaði við þurr kornblöðin. Þegar þau gengu í átt til bæjarins, féll andartak af þeim fjöturinn. Við hæðarbrúnina námu þau staðar undir tré og George lagði aftur hendurnar á axlir stúlkunnar. Hún faðmaði hann ákaflega og kyssti, en fljótlega drógu þau sig aftur í hlé. Þau hættu að kyssast og stóðu í dálítilli fjarlægð hvort fra öðru. Gagnkvæm virðing gagntók þau og bæði fóru hjá sér. Til þess að létta af sér feimninni tóku þau að ærslast. Þau hlógu og tóku að toga hvort í annað og hrinda hvort öðru. Á einhvern hátt var sem hugarástand þeirra hefði hreinsað þau og þau urðu hvorki maður og kona né drengur og stúlka, heldur lítil æst dýr. Þannig fóru þau niður hlíðina. Þau léku sér í myrkrinu eins og tvö falleg ungviði í ungum heimi. Allt í einu hljóp Helen fram fyrir George og brá fæti fyrir hann svo að hann datt. Hann engdist sundur og saman og skríkti. Skellihlæjandi lét hann sig velta niður hlíðina. Helen hljóp á eftir honum. Aðeins andartak nam hún staðar í myrkrinu. Það er engin leið að vita hvað hún hugsaði — en þegar þau voru komin alla leið niður og hún náði drengnum, tók hún undir handlegg hans og gekk við hlið hans í virðulegri þögn. Af einhverjum orsökum, sem hvorugt hefði getað útskýrt, höfðu bæði haft það gagn, er þau þurftu, af samverunni þessa þöglu kvöldstund. Karlmaður eða drengur, kona eða stúlka, — andartak höfðu bæði öðlazt það, sem gerir þroskuðum konum og körlum í heimi nútímans fært að lifa lífinu. HVERNIG LÝSA STJÖRNURNAR ÞÉR? Frh. af bls. 26. ævintýrin. Hjónabandið þarf fyrir þér að vera full- komið og þú leggur mik- inn tíma í að finna hinn rétta grundvöll. Vertu gæt- in áður en þú tekur svo stórt skref, því þú ert kröfu- hörð I því sambandi. Flest fólk fætt i merki hrútsins þekkir sig ekki til fulln- ustu fyrr en það hefur náð fullum þroska og mis- tök I makavali geta skað- að báða aðila stórkost- lega. Heppilegasti aldur- inn til fullkomins maka- vals er um þrjátíu og fimm ára aldur. Það er algengt að þetta fólk gifti sig tvisv- ar — vegna fljótfærni í fyrra skiptið. Eiginmaðurinn fæddur I þessu merki er eftirsóttur, því ástríður hans, stolt og persónuleiki valda þvi, að í augum konu hans verð- ur hann sami ungi maður- inn allt þeirra líf. En hann er kröfuharður og hefur fyrirfram skapað sér mynd hinnar fullkomnu eigin- konu, svo kona hans þarf að vera reiðubúin að að- laga sig kröfum hans eftir beztu getu, en það er vissulega til mikils að vinna. Eiginkonan fædd í þessu merki er góð móðir og fyrirtaks húsfreyja Hún er einmitt rétti makinn manni með takmörk i lífinu. Hún er gáfuð, kann að taka þátt í samræðum og þráir vandað og glæsilegt sam- kvæmisllf. Hún er sjálf- stæð og hefur engan sér- stakan áhuga á að taka þátt I starfi mannsins eða áhugamálum, því hún hef- ur sín eigin áhugamál. Stolt er einn af helztu kostum hennar — stolt ekki einungis af útliti sínu heldur einnig af fjölskyldu sinni og heimili. Verstu gallar hennar eru afbrýði- semi og of mikil sam- keppni út á við. I sam- kvæmum nýtur hún sín bezt sem miðpunktur i samræðum og sem að- dáunarvert umtalsefni. Það er hætt við að giftist hún eldri manni, kunni hún að krefjast of margs af honum. Henni hæfir bezt karlmannlegur og atorku- samur maður, því dái hún mann sinn er hún hon- um ómetanleg aðstoð. Eig- inmaðurinn þarf að hafa tök á henni og ef hún finnur það, þá líður henni vel og henni finnst hún þjóna tilgangi. Þótt þú kunnir því bezt að vera ekki of háð á- byrgðum og skuldbind- ingum, þá væri þér ó- eðlilegt að vera barnlaus. Þú dáist að börnum þín- um og þau dást að þér. Ef sonur þinn er líka fædd- ur f hrútsmerkinu er trú- legt, að hann verði for- ingi prakkaraliösins I skól- anum. Það lýsir honum bezt. Frjó hugsun þfn vek- ur aðdáun barna og þú ert viöurkennd f þeirra hópi. Samt máttu ekki vera of hörð og tilætlunarsöm við að skipuleggja fram- tlð barna þinna. Gerðu þér far um að skilja þörn þín, því takist þér að hafa rétt og góð áhrif á þau, verða þau þfnir beztu vinir. 39

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.