Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 40

Hrund - 01.04.1967, Qupperneq 40
NUREYEV Frh. af bls. 37. sýningu Ijúki, en áhorfandi skyldi óhikað dvelja hálfri klukkustundu lengur, til að horfa á Nureyev taka á móti tilbeiðslu aðdáenda sinna — það er þess virði. „Já, ég hef fært vestrænum heimi rómantíkina aftur", segir hann hæversklega. Og á fimm frelsisárum hefur hann orðið tákn fjöldamenn- ingarinnar, jafnvel náð því æðsta marki að fá að sýna á sunnudagskvöldi í Palladium. Derhúfan og illa klippt hárið hafa gert hann að hornsteini Carnaby strætis. Hann fær kvöldverðarboð á hverjum degi vikunnar, en það er andvaralaus húsráðandi, sem treystir á hann. Sú saga er sögð, að Rudolph hafi komið í óformlegt kvöldverðarboð á Spoleto hátíðinni, og hiklaust beðið einn gestinn að færa sér mat. Þegar honum var sagt, að þarna væri sjálfsafgreiðsla, hrópaði hann: „Nureyev þjónar sér ekki sjálfur. Nureyev er þjónað!" Að svo mæltu gekk hann út, en þó ekki fyrr en hann hafði hent vínglasi sínu í gólfið. Hann er svo tímabundinn af starfi sínu, að enginn getur gizkað á, hvenær honum þóknast að mæta í samkvæmin — jafn erfitt er að segja fyrir um brottför hans. Nureyev er nátthrafn. Næturlangt ráfar hann um þá staði, sem bezt hæfa geðbrigðum hans í það skiptið. í kvöld skemmtir hann sér kannski í Danny la Rue — annað kvöld í Kensington Palace. Er hann ekur um án markmiðs í Ijósum Mercedes („Ég hef lent í svo mörgum árekstrum, að ég hef ekki efni á að tryggja bílinn nema í London"), eða reikar um göturnar, nafnlaus og óþekktur, nýtur hann augna- bliks hvíldar frá völundarhúsi eigin tilfinninga og skapsmuna. Hann er óánægður og ósamhljóða sjálfum sér. Hann er þroskaðri á listasviðinu en tilfinningalega — hugur hans er sveigjanlegur og opinn fyrir nýjum áhrifum — tekur á móti hug- myndum Ijóðskálda og leikritahöfunda sem sínum eigin; fylgir eðlishvöt sinni í einu og öllu. Á almannafæri — og stundum einslega — segir hann hluti, sem af ásettu ráði eru þýðingarlausir og villandi — heldur því ákaft fram, að „maður verði að krossfesta aðra til að lifa af sjálfur". Það eru fáir til að taka upp krossana, sem hann stráir í kjölfar sitt. Á fimm frelsisárum hefur Nureyev eignast furðu fáa góða vini, þrátt fyrir endalausan kunningjahóp. Aðeins þrjá eða fjóra í Englandi. Joan Thring er vinkona, umboðsmaður og einkaritari — hún leitar að nýjum íbúðum, en stundum gleymir hún að láta breyta símanúmeri Rudolphs og drukknar þá í símahringingum. Frederick Ashton, stjórnandi konunglega ballettsins er honum í senn faðir og skriftafaðir — það var hann, sem stjórnaði fyrstu sýningu Nureyevs í Englandi. Margot Fonteyn, dansfélagi hans, andrík og uppörvandi. TIME kallaði hana visnandi svaninn, „þangað til Rudi kom svífandi að austan". Sjálfur segir Rudolph: „Áhorfendur sjá okkur tvö, eins og þeir vilja sjá okkur. Ef við eyddum tímanum í að útlista persónuleg vandamál, yrði enginn tími til að dansa". Og að lokum auðvitað Madame Peryaslavic, kennari, þjálfari og höfuð ballett- flokksins. Mörgum klukkustundum of seinn mætir Nur- eyev, dauðþreyttur, í hádegisverðarboð, beint frá hinum illræmda æfingasal Madame Peryaslavic í Covent Garden. Dúðaður yfirfrakka og stórum bláum trefli heilsar hann boðsgestum á sinn venjulega hátt: „Ég held, að ég sé að fá flensu", og lætur sig detta niður í stól. Hann er leiður í dag. Hann hafði komið klukkutíma of snemma í tíma til Madame — til að vera viss um að koma einu sinni nógu snemma. „Þá datt mér allt í einu dálítið í hug, sem ég varð að tala um við Frederick Ashton. Ég þaut til hans, og áður en ég vissi af, var klukkutíminn liðinn. Ég var eyðilagður, þegar mér skildist, að ég yrði ekki aðeins of seinn í tíma, heldur voru öll brögð mín til að sýna henni elsku mína og viðurkenningu að engu orðin". Hann þagnar og svipur djúprar íhugunar færist yfir hungrað, fölt andlitið. Eftir hádegisverðinn fer hann á göngu í Battersea garðinum. Á andliti hans bregður við og við fyrir geislandi brosi. „Það væri fáránlegt að segja, að þessi fimm ár fyrir vestan hefðu ekki breytt mér. Ég held þó, að minn innri maður sé ennþá sá sami. Breytingar koma mér ekki við — einungis það að þekkja, skilja og sættast við mína mislyndu persónu. Það er ég". Innri maður Nureyevs er, ef satt skal segja, ógurlega sjálfselskur. Hann skoðar nákvæmlega hverja Ijósmynd, sem tekin er af honum og er sjaldan ánægður með árangur- inn. Ljósmyndarar hafa gefizt upp fyrir ofureflinu, hjálparvana. „Ég gef yður þrjár mínútur, Ijósmyn- dari", á hann að hafa sagt við eitt tækifæri, „og ég byrja að telja núna". „Ef til vill lítið eitt til . . .?" „Nei, ein mínúta liðin". Gæti hann hallað sér örlítið fram . . .? „Nei, allir beygja sig fyrir Nureyev, tvær mínútur liðnar". Hann sjálfur er eins og Ijósmyndafilma, villandi umskipti Ijóss og skugga. Eftir fimm ára frelsi stendur Nureyev á krossgöt- um. Tuttugu og átta ára gamall er hann stjarna og 40

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.