Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 4
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis hefur höfð-
að skaðabótamál á hendur fimm manns
vegna láns sem huldufélaginu Stími var
veitt í janúar 2008.
Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi
starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding,
sem var bankastjóri,
Guðmundur Hjalta-
son, sem var fram-
kvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs bankans,
og Guðný Sigurðar-
dóttir, sem var við-
skiptastjóri.
Þau sátu í áhættu-
nefnd bankans og eru
ákærð fyrir að hafa
tekið ákvörðunina um
að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt
fyrir hafi legið að Stím væri á þeim
tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt
að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta.
Lánið var 725 milljónir og var komið
í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá
höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir
verið greiddar inn á lánið og það eru
eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna:
366 milljónirnar.
Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir
eru þeir sem sátu í stjórn Stíms:
útgerðar maðurinn Jakob Valgeir Flosa-
son frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán
Björnsson, sem var forstöðumaður fjár-
stýringar Saga Capital og prókúruhafi
Stíms.
Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki
gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta
eins og lög kveða á um að þeir skuli
gera þegar það er orðið ógjaldfært.
Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjald-
þrotaskiptalaganna, aðra málsgrein
64. greinar þeirra, sem kveður á um að
stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð
á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að
setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur
reynt á ákvæðið fyrir dómi áður.
Félagið Stím var mikið til umfjöll-
unar skömmu eftir bankahrun, þegar
í ljós kom að það hafði fengið tuttugu
milljarða að láni frá bankanum til að
kaupa hlutabréf í honum.
Nýverið höfðaði slitastjórnin annað
bótamál tengt Stími, á hendur Jóhann-
esi Baldurssyni og Elmari Svavars-
syni, fyrrverandi starfsmönnum Glitn-
is. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt
ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á
Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota.
Mál tengd Stími hafa lengi
verið til rannsóknar hjá
sérstökum saksókn-
ara en engar ákærur
hafa verið gefnar
út vegna þess enn.
stigur@frettabladid.is
04.05.2013 ➜ 10.05.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
JARÐSKJÁLFTAR
allt að 4,2 á Richter urðu við
Fuglaskerin á Reykjaneshrygg á
fi mmtudag.
4,2
Saksókn-
ari vill að
Bakkabróðir-
inn Lýður
Guðmunds-
son sitji í
fangelsi í 18
mánuði.
18
MÁNUÐIR
ARIEL CASTRO hélt þremur konum
föngnum í tíu ár á heimili sínu í Cleveland í
Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa valdið
því að ein þeirra missti fóstur fi mm sinnum.
ALEX FERGUSON hætti í
vikunni sem stjóri Manchester
United eft ir 26 ár í starfi . Hann
vann 13 Englandsmeistaratitla
með liðinu. Á sama tíma
stýrðu 24 menn Real Madrid.
713.000 KR.
Íslenskur maður þurft i að borga
713.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að
borga ekki toll af 2,8 milljóna króna
úri. Úrið var gert upptækt.
Lýðræðisvaktina vantaði 67
atkvæði til að ná 2,5 prósenta
fylgi, sem hefði tryggt
henni 10 milljóna ríkis-
styrk á kjörtímabilinu.
738
UM 50 íslenskir
Eurovision-
aðdáendur verða í
Malmö Arena 16.
maí þegar Eyþór
Ingi stígur á svið
fyrir Íslands hönd. Enginn var oft ar strikað-ur út af framboðslistum
í alþingiskosningunum
en Bjarni Benedikts-
son, 738 sinnum.
HALLORMSSTAÐUR
Laugin stenst ekki kröfur
Sundlaugin á Hallormsstað uppfylli
ekki reglur um hollustuhætti á sund- og
baðstöðum. Bæjarstjórn Fljótsdals-
héraðs hefur því ákveðið að gerð verði
„úttektar- og ástandsskýrsla“ fyrir
sundlaugina.
EGILSSTAÐIR
Hávaðasamir stóla-
flutningar
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hyggst
skipta út stólum í félagsþjónustunni
Hlymsdölum til að stöðva hávaða sem
skapast þegar borðum og stólum er
ýtt til. Er þetta gert í kjölfar ítrekaðra
beiðna húsfélagsins í byggingunni.
Í bótamál við fimm
manns vegna Stíms
Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fimm manns vegna láns sem veitt var til félagsins
Stíms í janúar 2008. Fólkið er krafið um 366 milljónir króna í skaðabætur. Í málinu
mun í fyrsta sinn reyna á nýlegt ákvæði í gjaldþrotalögunum fyrir dómstólum.
JAKOB VALGEIR
FLOSASON
LÁRUS WELD-
ING Er einn
þeirra þriggja
sem tóku
ákvörðun um
lánveitinguna.
milljóna lánið var veitt í janáur
2008. Eft irstöðvarnar af því námu
366 milljónum í nóvember sama ár.
725
Veðurspá
Mánudagur
8-15 m/s NV-til, annars hægari.
VÆTUSÖM HELGI Rigning með köflum eða skúrir um allt land um helgina. Einkum á
V-helmingi landsins í dag en N-til á morgun. Fremur hægur vindur í dag og á morgun
en hvessir annað kvöld. Hiti 2-10 stig.
5°
3
m/s
7°
5
m/s
5°
4
m/s
6°
6
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur.
Gildistími korta er um hádegi
9°
5°
8°
4°
4°
Alicante
Basel
Berlín
22°
22°
20°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
15°
19°
16°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
14°
14°
24°
London
Mallorca
New York
12°
24°
22°
Orlando
Ósló
París
31°
14°
14°
San Francisco
Stokkhólmur
21°
16°
6°
3
m/s
8°
5
m/s
7°
3
m/s
7°
7
m/s
10°
3
m/s
7°
4
m/s
4°
3
m/s
7°
4°
6°
7°
4°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
DÓMSMÁL Umræðufundur um
Guðmundar- og Geirfinns málið
mun fara fram í Þjóðleikhús-
kjallaranum klukkan 21 annað
kvöld í tengslum við sýningu leik-
hópsins Lab Loka á leikverkinu
Hvörf. Umfjöllunarefni leikverks-
ins er þetta umdeildasta sakamál
Íslandssögunnar.
Í pallborði verða lögfræðingarn-
ir Ragnar Aðalsteinsson og Brynj-
ar Níelsson og fjölmiðlamennirnir
Sigursteinn Másson og Jón Daní-
elsson auk Tryggva Hübner. - mþl
Umræður í kjölfar sýningar:
Rætt um Geir-
finnsmálið
FÓLK Guðni Páll Viktorsson, sem rær þessa dagana hringinn í kringum
landið, kom til lands í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Hann hefur nú
róið í tíu daga en í gær reri hann alls 60 kílómetra.
„Þetta hefur gengið vel og ég er bara brattur. Miðað við veðurfar
er ég eiginlega á undan áætlun,“ segir Guðni Páll, sem tekur sér eins
dags frí frá róðrinum í dag og fer ekki í felur með það að hvíldin sé
kærkomin. Hann er þó ekki farinn að sjá eftir því að hafa farið í ferða-
lagið. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun enda er þetta ótrú-
lega skemmtilegt. Ég vissi að þetta yrði ekkert auðvelt en það skiptir
mestu að ég er vel undirbúinn,“ segir Guðni.
Meðan á ferðalaginu stendur safnar Guðni Páll áheitum sem munu
renna til Samhjálpar. Fyrir vikið ber róðurinn nafnið Lífróður Sam-
hjálpar 2013. - mþl
Guðni Páll Viktorsson rær í kringum Ísland:
Tíu daga róður að baki
VIÐ HEIMAEY Guðna Páli var vel fagnað þegar hann kom til lands í Vestmanna-
eyjum í gærkvöldi. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON