Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 16

Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 16
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Lífríkið í Lagarfljóti er að deyja út. Ekki kemur það þeim beinlínis á óvart sem vöruðu við afleið- ingum Kárahnjúkavirkj- unar. Öllum, sem af því vildu vita, mátti vera ljóst að það að hleypa vatninu úr Jökulsá á Dal austur í Lagar fljót hlyti að hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér og breyta ásýnd fljótsins á marga vegu, hækka vatnsborð með tilheyrandi rofi á bökkum, litur þess myndi breytast verulega með auknum svifaur sam- fara kólnun, sem hefði í för með sér versnandi lífsskilyrði í fljótinu. Nú er þetta að koma í ljós. Nánast öll viðvörunarorð okkar andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru að rætast. Það er verið að eyði- leggja Lagarfljót. Það virðist hafa tekið skemmri tíma en vænta mátti, eða aðeins hálfan áratug. Vanhæfir pólitíkusar réðu för í þessu óheilla- máli. Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar tók ákvörðun um virkjunina, og ákvörðunin var dyggilega studd af Landsvirkjunarforstjóranum Friðrik Sophusssyni. Allar viðvaranir vísindamanna voru hunsaðar, t.d. viðvaranir Helga Hallgrímssonar sem gjör- þekkir fljótið og hefur skrifað um það merka bók (2005), þar sem hann varaði m.a. sterklega við vatna- flutningunum. Á slíka menn var að sjálfsögðu ekki hlustað né aðra þá sem gagnrýndu virkjana áformin. Endapunktinn setti svo „umhverfis ráðherra“ Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir, sem í árs- lok 2001 sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar, sem lagðist eindregið gegn virkjuninni vegna „óaftur- kræfra umhverfisáhrifa“. Ábyrgð hennar hlýtur því að teljast mikil. Nú standa menn frammi fyrir gerðum hlut og afleið- ingarnar að koma í ljós. Afleiðingar Kárahnjúka- virkjunar verða sýnilegri á Hér- aði með hverju árinu sem líður. Lagarfljót er gjörbreytt og lífríki þess hnignar, rof og landbrot við Fljótið, Jökulsá og Keldá í Fljóts- dal hefur verið umturnað ásamt fögrum fossum. Farið er að bera á sandfoki úr aurum Jökulsár á Dal, í Hróars tungu sem nú eru orðnir þurrir stærstan hluta ársins. Trúað gæti ég að margir landeigendur við Lagar fljót séu áhyggjufullir þessa dagana. Gunnar Jónsson á Egilsstöðum, formaður bæjarráðs Fljótsdals héraðs, segir í Frétta- blaðinu nýlega: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti“. Beittu valdi Vissu menn ekki, hvað þeir voru að gera? Þau Davíð, Halldór, Val- gerður og Siv vissu hvað þau voru að gera. Þau hunsuðu viðvaranir og beittu valdi sínu, voru ákveð- in strax í upphafi að fórna Lagar- fljóti fyrir álver á Reyðarfirði. Og fjölmargir Austfirðingar fylgdu þeim að málum. Það var fórnar- kostnaðurinn, sem menn töldu rétt- lætanlegan vegna þessarar fram- kvæmdar, sem efla átti atvinnulíf á Austurlandi, sem hefur þó ekki gerst nema að litlu leyti. Viðbrögð Sivjar Friðleifsdóttur nú eru með ólíkindum, þar örlar hvorki á iðrun né afsökun, þótt skömmin sé orðin öllum ljós. Hún telur, að stjórnvöld myndu fara eins að í dag, kæmi slík staða upp. Líklega er það rétt hjá henni, a.m.k. ef Framsókn ætti sæti í ríkisstjórn. Hver ber ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun, var það Alþingi og ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar, eða var það Landsvirkj- un? Spyr sá sem ekki veit. Búum við ekki í réttarríki, eða er það þannig, eins og oft hefur tíðkast hér á landi, að enginn beri ábyrgð á neinu, þegar upp er staðið, sama hvaða mistök eru gerð. Er ósanngjarnt, að þeir sem stóðu fyrir þessu skemmdarverki sæti ábyrgð? Eða er þetta kannski verkefni Landsdóms? Við sem alin erum upp á bökkum Lagar- fljóts horfum með sorg í hjarta til þess hvernig þetta fagra stöðu- vatn hefur verið leikið, sjálf lífæð Héraðsins. Það er þyngra en tárum taki. Dapur legast er þó til þess að vita, að Héraðsbúar sjálfir skuli eiga þar drjúgan hlut að máli. En við það verða þeir líklega að búa. ➜ Þau Davíð, Halldór, Val- gerður og Siv vissu hvað þau voru að gera. Þau hunsuðu viðvaranir og beittu valdi... Skoðun visir.is „Mér varð um og ó – ég fékk áfall.“ Theodóra Guðrún Rafnsdóttir ræktaði ásamt unglingum skóg sem íbúar við Rituhóla skemmdu. „Íbúum við Rituhóla er mis- boðið að hömlulaus skóg- rækt hafi skert það fagra útsýni sem þeir höfðu.“ Björn Guðmundsson, framhaldsskóla- kennari og íbúi í Norðlingaholti. „Ég sat og glotti við tönn megnið af tímanum.“ Finnur Friðriksson dósent komst að því að konur eru montnari en karlar á Facebook. „Sömuleiðis hyggjumst við jafnvel sleppa því að fara yfir próf og skila einkunnum.“ Eiríkur Valdimarsson, formaður hagsmuna- félags stundakennara en þeir eru óánægðir með hlut sinn hjá Háskóla Íslands. UMMÆLI VIKUNNAR Hver ber ábyrgðina? Í dag, laugardaginn 11. maí, er Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Markmiðið með hátíðar- höldunum er að fagna þeirri fjölbreyttu menningu sem borgarsamfélagið býður upp á og hlutverk fjölmenn- ingardagsins er öðru frem- ur að fagna borgarbúum af ólíkum uppruna sem eiga fjölbreyttan menningar- legan bakgrunn. Samfélag og menning eru síbreyti- leg og þróast í takt við tímann og íslenskt samfélag og innflytjendur mætast með samtakamætti og gleði í þessum hátíðarhöldum. Fjöldi sjálfboðaliða Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkur borgar ásamt fulltrúum úr fjölmenningarráði hafa sinnt undirbúningi Fjöl- menningardagsins af mikl- um krafti ásamt fjölda sjálfboðaliða. Fjölmenn- ingardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa og ár frá ári hefur þátttakan aukist í hátíðahöldunum. Í ár er metþátttaka á mark- aðinum sem haldinn verð- ur í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem sýnir hversu mikill áhugi er meðal borgarbúa að kynna ólíka menningar- heima með ýmsum varningi og matargerð. Íbúar klæðast skraut- legum búningum og borgin iðar af lífi. Markaður opinn öllum Að venju hefst hátíðin með skrúð- göngu frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður markaður, öllum opinn, þar sem kynnt verður handverk, hönn- un og matur frá ýmsum löndum. Skemmtidagskrá verður í næsta húsi, Tjarnarbíói og afrískir tón- leikar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar sem hljómsveit- in The Bangoura Band leikur fyrir dansi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fyrir hönd mannréttindaráðs Reykjavíkur hvet ég alla borgarbúa til að taka virkan þátt í hátíðinni og njóta alls þess sem hún hefur upp á að bjóða. Gleðilegan Fjölmenningardag! Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrir- sögninni Skógræktaröfgar í Elliðaárdal. Nokkru fyrr tjáði ég mig um niðurstöður rannsókna á torlæsi allstórs hóps ung- menna á Íslandi. Hef ekki séð niðurstöður rannsókna á torlæsi fullorðinna. Mér verður hugsað til þess síðarnefnda vegna athugasemda sem ég hef fengið vegna greinarinnar um skógræktina. Mér barst nafnlaust bréf í pósti. Bréfritari segir: „Ég býst við að þú eigir einhvern vin í þessum húsum þar sem þú ert að verja þess- ar hamfarir.“ Ég get upplýst bréfritara um að ég þekki ekki nokkurn mann sem býr við Rituhóla. Ég segi heldur ekki eitt einasta orð til að verja gerðir íbúa við Rituhóla. Ég segi bara hvað þeir gerðu og hvers vegna. Greinin var að mestu skrifuð á haustmánuðum. Kveikjan var veiðidagur sem ég átti í Elliðaánum síðasta sumar þar sem ég komst að því að trjám hafði verið plantað á göngustíg sem veiðimenn ganga meðfram ánni. Málsgrein- inni um Rituhólamálið var bætt við daginn sem greinin var send inn. Bréfritari segir líka: „Ég hvet þig til að ganga um svæðið og sjá hamfar- irnar. Þarna verður aldrei mólendi þótt skógurinn verði felldur…“ Ég hef alls ekki lagt til að skógurinn verði felldur. Ég læt aðeins í ljós þá ósk mína að svæðið milli athafnasvæðis Fáks og árinnar fái áfram að vera trjálaust að mestu. Ekki góðir siðir Bréfritari spyr hvort ég gangi þarna daglega og hvort ég þekki náttúr- una. Ég hef búið í nágrenni Elliða- árdalsins frá fæðingu, lék mér þar sem barn og hef notið útivistar þar sem fullorðinn. Í 30 ár hef ég ýmist gengið eða hjólað um dalinn til vinnu minnar. Í fullri auðmýkt viðurkenni ég að þekking mín á náttúrunni er tak- mörkuð og ég vinn að því að bæta hana. Ég hef þó lokið háskólaprófi í efnafræði og setið háskólanámskeið m.a. í umhverfis- og auðlindafræði, líffræði, fuglafræði og jarðfræði. Í 34 ár hef ég kennt náttúrufræði- greinar í framhaldsskóla. Útivist, náttúruskoðun og nátt- úruvernd hafa verið aðaláhugamál mín í meira en 40 ár. Með þessu hef ég stundað landslagsljósmyndun, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun. Ég hef ritað blaðagreinar um náttúruvernd. Nýlega skrifaði ég forsætisráðherra opið bréf í við- leitni minni til að koma í veg fyrir skemmdarverk á Þríhnúkagíg. Einnig sendi ég nýlega inn tillögu á „Betri hverfi“ þess efnis að upp- ræta lúpínu í hverfisfriðlandi Bugðu í Norðlingaholti. (Bréfritari spurði: „Veist þú að lúpínan er að yfirtaka dalinn?“). Bréfritarinn sem kallar sig dal- unnanda segir: „Þar sem ég veit ekki hvort ég er að senda réttum ritara bréfið þá sleppi ég nafninu mínu. Þó að ég skammist mín ekki fyrir að senda þetta bréf.“ Ég verð að hryggja dalunnanda með því að á meðal siðaðs fólks telj- ast það ekki góðir siðir að senda fólki nafnlaus bréf. Vonandi sér hinn nafnlausi dalunnandi að sér. Nafnlausum dalunnanda svarað NÁTTÚRU- VERND Ólafur Hallgrímsson fv. sóknarprestur á Mælifelli NÁTTÚRU- VERND Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari og íbúi í Norðlingaholti FJÖLMENNING Margrét Sverrisdóttir formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur ➜ Ég hef alls ekki lagt til að skógurinn verði felldur. Ég læt aðeins í ljós þá ósk mína að svæðið milli .... ➜ Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa og ár frá ári hefur þátttakan aukist í hátíða- höldunum. 356 MÁNUDAGUR 6. MAÍ Risaháhýsi frá 2007 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur 355 LAUGARDAGUR 4. MAÍ Umtalsverð áhætta í fj ármála kerfi nu Þorsteinn Pálsson pistlahöfundur 354 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ Sveitarfélögum fækkað um 62 Mikael Torfason ritstjóri 321 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ Brauðmolum kastað inn í framtíðina Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 304 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ Vefj agigt í 20 ár: Vitundar vakningar er þörf Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og Eggert S. Birgisson sálfræðingur 249 MÁNUDAGUR 6. MAÍ Reykjanesfólkvangur lagður niður? Ellert Grétarsson, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðurlands Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Spandy heimilisryksugan 1600W• • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta Model-LD801 Cyclon ryksuga 2200W
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.