Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.05.2013, Qupperneq 18
HELGIN 11. maí 2013 LAUGARDAGUR Atli Fannar Bjarkason framkvæmdastjóri Í partí til Ragga „Ég ætla að fara í partí til Ragga félaga míns. Hann er öflugur körfuboltamaður og fínn gaur. Partí hjá slíkum mönnum geta ekki klikkað.“ Hjólhestamót Hjóladagur Vestur- bæjar verður haldinn í annað sinn í Hagaskóla í dag og byrjar dag- skráin klukkan 10. Boðið er upp á þrautabrautir, hjólreiðakeppni, hjóla viðgerðir, skiptihjólamarkað, skrúðhjólatúr og fleira. Nemendur Hagaskóla sjá um veit- ingasölu og einnig verður markaður með ýmsan varning. Allir velkomnir, með eða án hjólhesta. Hjóladagur Vesturbæjar Hjólin snúast Kjarakaup Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á KEX Hostel, í dag. Sér- staða þessa vínylmarkaðar, sem nú er haldinn í fjórða sinn, er sú að ein- ungis er boðið upp á íslenska músík á vínyl að þessu sinni. Auk markaðarins munu alls konar hljómsveitir og tónlistarfólk koma fram, meðal annarra hljómsveitin Valdimar, Low Roar, Hjaltalín, Kippi Kaninus og fleiri. Fjörið hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 20. Vínylmarkaður á KEX Íslenskur vínyll Hressandi Í dag verður boðið upp á fjölskyldugöngu á Álftanesi. Gengið verður frá bókasafninu að Jörva, þar sem María B. Sveinsdóttir ábúandi tekur á móti hópnum og leiðir göngu um svæðið kringum Jörva og Skansinn. Mæting í bókasafninu í Álftanes- skóla, Eyvindarstaðavegsmegin. Gangan, sem hefst klukkan 11, tekur um klukkustund og eftir hana verður boðið upp á hressingu á bókasafninu. Létt ganga fyrir bæði börn og fullorðna. Gengið um Álft anes Söguganga Hafið er mér mikill inn-blástur og býr yfir djúpum leyndardóm og sannleik rétt eins og tónlistin fyrir mér. Þessir þættir sameinast í þessu verki,“ segir Lilja Birgis dóttir myndlistar- maður spurð um innblásturinn að verki sínu Vessel Orchestra sem er opnunar verk Lista hátíðar í Reykjavík sem sett verður næsta föstudag. Í því leika skips- flautur skipanna sem liggja við bryggju í Reykjavíkurhöfn en Lilja mun stýra verkinu frá mið- bakka Reykjavíkurhafnar. „Það hefur verið alveg ótrúlega gaman að undirbúa þetta verk, skip- stjórarnir og þeir sjómenn sem ég hef verið í sambandi við eru alveg yndislegir. Það er mér mikill heið- ur að fá að vinna með þeim.“ Blaðamaður rölti með Lilju niður að höfn þar sem þau hittu fyrir skipstjóra Þórs, eins af varð- skipum Landhelgisgæslunnar, sem leiðir okkur um skipið. „Við verðum bara að fylgjast með verk- inu á netinu,“ segir Halldór B. Nellet, skipherra Þórs. „Þór verð- ur farinn úr höfn en flauturnar í Tý og Ægi hljóma reyndar miklu betur,“ segir hann og bendir á skipin sem liggja við hlið Þórs. Lilja samdi annað skipaflautu- verk fyrir listahátíðina Villa Reykjavík sem haldin var árið 2010. „Núna hef ég fleiri hljóðfæri og nýja meðlimi í bandinu mínu,“ segir Lilja kímin en nú taka mun fleiri skip þátt en fyrir þremur árum. „Og ég verð að bæta við að Úlfur Hansson hjálpaði mér við tæknilega gerð verksins.“ Lilja hefur fengist við myndlist síðan hún útskrifaðist úr Lista- háskólanum árið 2010. Fyrir utan að sinna sinni list hefur hún líka unnið að margvíslegum hönnunar- verkefnum iðulega í félagi við systur sína Ingibjörgu. Þær hafa meðal annars unnið mikið fyrir tónlistarmenn og hönnuðu til dæmis plötuumslög fyrir Sigur Rós og Jónsa, sem er bróðir þeirra. „Við erum mjög samrýmd- ar og eigum auðvelt með að vinna saman. Það er svo auðvelt fyrir okkur að segja nákvæmlega hvað okkur finnst um það sem hinir eru að gera, sem er auðvitað mikill kostur,“ segir Lilja en meðal þess sem þær systur eru að fást við eru verkefni fyrir Norræna húsið og útgáfa þeirra fyrstu bókar. „Svo er ég reyndar líka að vinna fyrir Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu 42 sem er listamanna rekið gallerí sem fagn- ar 10 ára afmæli á árinu.“ Vessel Orchestra verður flutt klukkan 17.30. „Það verður gaman að heyra flautur skipanna óma um borgina. Vonandi mæta sem flestir,“ segir Lilja brosandi að lokum áður en hún er rokin. Stjórnar íslenska flotanum Lilja Birgisdóttir er myndlistarmaður sem samdi tónverk fyrir skipsflautur fyrir nokkrum árum. Það verk var síðan valið til að opna Listahátíð í Reykjavík sem hefst næstu helgi. Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is Edda Óskarsdóttir, fyrirsæta og námsmaður Þarf að læra „Ég er í prófum og þarf að læra um helgina. Það gæti þó verið að ég kíki í heimsókn til bestu vinkonu minnar sem býr í Hveragerði.“ Dagur Hjartarson rithöfundur Les Sjálfstætt fólk „Ég ætla að halda áfram að lesa Sjálfstætt fólk og svo ætla ég að vinna í skáldsög- unni minni Davíð Oddsson og ég.“ Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, útibússtjóri og lýsandi í Formúlunni Dale Carnegie og þríþraut „Ég er á Dale Carnegie-námskeiði fyrir þjálfara allan daginn í dag en tek mér pásu í hádeginu fyrir tímatökuna í Formúlunni. Á sunnudaginn byrja ég daginn á Kópavogsþríþrautinni, fer svo að lýsa Formúlunni og lýk deginum með góðri hjólaæfingu.“ Styrkir rannsóknir Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á morgun, mæðra- daginn, klukkan 11. Félagið styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 32 milljónum. Lagt er af stað frá Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík en nánari upplýs- ingar eru að finna á gongum- saman.is. Bolir og höfuðklútar Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjósta- krabbameini með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á margvíslegum- varningi Göngum saman. Í ár verða meðal annars seldir bolir og höfuðklútar sem hannaðir voru sérstak- lega fyrir félagið af Kron by Kronkron en á bak við það merki eru hönnuðirnir Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir. Brjóstabollur Styrktarfélagið Göngum saman nýtur einnig góðs af samstarfi við Lands- samband bakarameistara. Bakarar landsins standa fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land alla helgina í tengslum við mæðradaginn. Félagið hvet- ur landsmenn því til þess að bjóða upp á gómsætar brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna. Gengið saman á mæðradaginn Árleg ganga til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini fer fram á morgun. Í ár verða einnig seldir bolir og höfuðklútar hannaðir af Magna og Hugrúnu í Kron og brjóstabollur í bakaríum til styrktar rannsóknunum. Borgarnes Selfoss Reykjanesbær Reykjavík Vestmannaeyjar Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Siglufjörður Akureyri Egilsstaðir Reyðarfjörður Höfn ➜ Lilja og systir hennar Ingibjörg hafa unnið mikið saman, meðal annars plötuumslög fyrir bróður sinn Jónsa í Sigur Rós. Í GÓÐUM FÉLAGS- SKAP Lilja Birgis- dóttir ásamt þeim Jóhanni Erni Sigurjónssyni og Pálma Jónssyni af varðskipinu Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.