Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 11.05.2013, Qupperneq 22
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Aleksandra Wójtowicz er fyrsti inn-flytjandinn á Íslandi til að ganga í lögregluna. Hún er frá Póllandi en fluttist hingað til lands árið 1998. Móðir hennar hafði þá flutt á undan börnum sínum eftir erfið- leika sem á fjölskyldunni dundu í kjölfar fráfalls föður hennar. „Við misstum allt á tveimur dögum. Húsið, pabba og allar eigur okkar,“ útskýrir Aleksandra. Hún segir mikil vægt að fólk sem flytjist á milli landa skilji ekki drauma sína eftir í heimalandinu heldur haldi sínu striki og sé ákveðið í að ná settu marki. Fráfall föður og flutningar „Ég flutti hingað 1996 og bjó lengst á Eski- firði eða í 13 ár. Ég ætlaði ekkert endilega að ílengjast hér,“ segir Aleksandra, sem nú er 32 ára. Hún kynntist fljótlega mannin- um sínum og þau stofnuðum til fjölskyldu. Hann er skólastjóri í Tónlistarskólanum á Eskifirði og býr þar með yngri börnun- um þeirra. Sjálf býr Aleksandra í Reykja- vík með elsta stráknum, en sá nemur mat- reiðslu. Aleksandra segist ekki ókunn þessu fjölskyldumynstri en oft geti það þó tekið á að búa ekki öll saman. Móðir Aleksöndru flutti til Íslands á undan börnunum til þess að vinna, fyrir rúmum tuttugu árum síðan.„Mamma flutti fyrst ein í burt til þess að halda öllu saman. Hún neydd- ist til þess, þar sem lífið sem við þekktum í Póllandi breyttist hratt og varð skyndilega mjög erfitt. Við misstum húsið okkar og svo pabba okkar og allar eigur okkar á aðeins tveimur dögum. Mamma var hörkudugleg og ótrúleg hetja. Hún fórnaði sér fyrir fjöl- skylduna. Hún var líka mjög hörð á því að við systkinin kláruðum menntaskólann í Pól- landi og fyrir það eigum við henni þakkir skildar. Við komum því hingað systkinin koll af kolli eftir að hafa lokið náminu.“ Úr frystihúsi á slökkviliðsbíl Aleksandra var átján ára við komuna til Íslands. Hún byrjaði að vinna sem au pair en síðan þá hefur hún unnið ýmiss störf, allt frá frystihússtörfum til barnagæslu og skrifstofustarfa. Nú síðast vann hún í tvö ár sem slökkviliðs- og sjúkraflutningakona í Fjarðabyggð. „Þegar ég lauk skólanum var erfitt að fá vinnu innan lögreglunar. Ég fór því og lærði sjúkraflutninga til viðbótar. Það var svo í fyrra sem ég sótti um í alþjóðadeildinni hjá Ríkislögreglustjóra og fékk loks starfið sem ég þráði. Ég er alveg ótrúlega ánægð með það.“ Lögregluskólaganga Aleksöndru var henni ekki auðveld, en hún segist hafa það að leiðarljósi að gefast aldrei upp. „Íslenska er ekki auðveld að læra og hvað þá lögfræði á íslensku,“ segir Aleksandra og skellir upp úr. „En ég gafst aldrei upp. Á einhverjum tímapunkti hélt ég að ekkert yrði úr þessu hjá mér og að ég gæti aldrei orðið lögga. Það virtist allt of erfitt en það er mér til happs að vera mjög ákveðin. Ég er líka svo heppin með góðan stuðning ástvina.“ Í byssuleikjum úti í skógi Lögregludrauminn hefur Aleksandra borið með sér frá í æsku. Hún segist ekki hafa verið gefin fyrir pjatt og prjál sem barn og fundið sig illa í leik með öðrum stúlkum. Þess í stað hafi hún stundað byssuleiki grimmt með drengjunum á svæðinu. „Ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir lög- regluþjónum og sem lítil stelpa í Póllandi leit ég mikið upp til þeirra. Ég var mjög strákaleg og var alltaf í byssuleikjum úti í skógi með strákunum en vildi ekki leika mér með dúkkur. Ætli það sé ekki þaðan sem draumur inn er sprottinn. Mér fannst aðdáunar vert hve lögreglumenn eru hjálp- samir og góðir og það var því langþráður draumur minn sem rættist þegar ég hóf að starfa innan lögreglunnar.“ Karllægur heimur lögreglunnar Í nýútkominni ársskýrslu Ríkislögreglu- stjóra kemur fram að konur gegni aðeins litlum hluta þeirra starfa sem í boði eru innan lögreglunnar. Konur innan lög- reglunnar eru aðeins um fjórtán prósent. Hæsta hlutfall kvenna er á meðal lögreglu- fulltrúa en það lægsta á meðal stjórnenda. Aleksandra segist ekki finna fyrir for- dómum vegna uppruna síns í starfi sínu. Hún finni þó meira fyrir því að vera kona í karlastétt. „ Það er augljóslega aðeins erf- iðara að vera kona í karlastétt þótt það hafi ekki mikil áhrif á mig persónulega. Þeir hafa svolítið valdið innan stéttarinnar.“ Aðspurð segist Aleksandra ekki vita hvers vegna konur sæki síður fram innan lögreglunnar en segir það ef til vill tengj- ast samfélagsgerðinni og gömlum gildum. „Kannski liggur áhugi kvenna ekki í þessa átt. Þetta er ekki fjölskylduvænt starf og oft hættulegt. Mér finnst skrítið að það séu ekki fleiri lögreglukonur. Ég sjálf beið eftir að börnin stækkuðu og fór þá af stað og gerðist lögga. Það er nefnilega ríkt í okkur konunum að vilja hugsa um börnin okkar fyrst og fremst og þetta tengist ef til vill þessum gömlu gildum.“ Fordómar eitur fjölmenningar Það dylst engum að Ísland er orðið að fjöl- menningarsamfélagi. Þróunin var hröð og hingað fluttust þúsundir Pólverja á mjög skömmum tíma. Því miður virðast for- dómar gagnvart útlendingum ennþá vera til staðar. Aleksandra segir þó að hún hafi ekki orðið mikið vör við fordóma samfélagsins í sinn garð og ef eitthvað slíkt hafi komið fyrir hafi hún látið það sem vind um eyru þjóta. Fordómar séu af hinu illa, eitur fjöl- menningarinnar. „Ég er mjög heppin hvað þetta varðar. Ég hef heyrt af mjög ljótum fordómum og pólskir vinir mínir hafa lent í ýmsu mis- fallegu. Mér finnst það auðvitað hrylli- legt en mín tilfinning er samt sú að það sé almennt mjög vel tekið á móti útlending- um hér á landi og það er vel.“ Hún segir að málefnum nýbúa á Íslandi sé mjög vel háttað innan félagslega kerfisins þar sem margt er gert til að hjálpa fólki að aðlagast og komast hratt inn í samfélagið. Einnig séu allar upplýsingar mjög aðgengilegar. „Það er nær allt til á pólsku, sem er æðislegt, og ég veit það bara í gegnum vinnuna mína að margt gott starf er unnið. Ég veit það líka manna best að það er ekki auðvelt að aðlagast nýju samfélagi, þvert á móti fannst mér ég sjálf rekast á veggi. Það fór reyndar svolítið eftir því hvar ég bjó hverju sinni en stundum þurfti ég alveg á öllum kröftunum mínum að halda. Ég hætti samt ekkert að reyna og það er svo mikilvægt, að gefast ekki upp. Þetta hefst allt á endanum,“ segir Aleksandra. Allt öðruvísi fátækt í Póllandi Um ástandið í Póllandi segir hún að það fari svolítið eftir landshlutum hversu gott eða slæmt fólkið hafi það. „Ég reyni að fara heim til Póllands á hverju ári að heimsækja fólkið mitt. Það fer eftir því hvaða hluta Póllands þú skoðar hvort ástandið sé orðið betra en var. Sumir segja það betra, aðrir eru mjög svartsýnir og margir af þeim sem hafa búið hér vilja koma aftur til Íslands. Það er allt öðruvísi fátækt í Póllandi en hérna og mér finnst varla að hér sé kreppa í samhengi við það sem ég þekki þaðan. Þetta er allt öðruvísi.“ Aleksandra er mjög hörð á að ekki megi gefast upp þó móti blási. Hún segir það ríkt á meðal útlendinga í nýjum samfélögum að leggja drauma sína á hilluna. „Það skiptir ekki máli hver maður er eða hvar maður býr. Við eigum alls ekki að leggja draumana okkar til hliðar. Við eigum ekki að gefast upp en ég veit að margir gera það. Ég er lifandi sönnun þess að þetta er allt hægt ef þú vilt það nógu mikið. Allt getur orðið yndislegt.“ María Lilja Þrastardóttir maria@frettabladid.is Alltaf dreymt um að vera lögga Aleksandra Wójtowicz fluttist hingað til lands fyrir sautján árum. Hún er frá Póllandi en fjölskylda hennar kom til Íslands í von um betra líf eftir erfiðleika í heimalandinu. Hún hefur frá barnæsku verið ákveðin í því að gerast lögreglukona. ALEXANDRA WÓJTOWICZ Byrjaði að vinna sem au pair á Íslandi. Síðan þá hefur hún unnið ýmis störf, meðal annars í frystihúsi, við barnagæslu og á skrifstofu. Nú á löggustarfið hug hennar allan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég var mjög strákaleg og var alltaf í byssuleikjum úti í skógi með strákunum en vildi ekki leika mér með dúkkur. Ætli það sé ekki þaðan sem draumur inn er sprottinn. Aleksandra Wójtowicz
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.