Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 24

Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 24
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 ➜ Eins og frægt er orðið fékk Eyþór Ingi í skammir í sjóhattinn fyrir að verka karfa í myndbandinu við Ég á líf. Hann er þó enginn landkrabbi heldur var þrjú sumur á sjó með Gunnlaugi föður sínum frá þrettán til fimmtán ára aldurs. Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugs-son býr sig nú undir stærstu stund feril síns þegar hann stíg-ur á svið í Malmö í Svíþjóð í næstu viku og syngur lagið Ég á líf fyrir hundruð millj- ónir víðs vegar um heim. Þetta er enn ein rósin í hnappagat þessa tæplega 24 ára gamla Dalvíkings, sem hefur verið lengi í bransan- um og náð lengra en flestir jafn- aldrar hans á Íslandi. Eyþór Ingi er fæddur á Dal- vík 29. maí 1989, sonur hjónanna Gunnlaugs Antonssonar og Guð- bjargar Stefánsdóttur. Guðbjörg minnist hans sem afar glaðværs og meðfærilegs barns, sem var ávallt sjálfum sér nógur og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Hann var ekki fyrr farinn að tala eins og hálfs árs gamall þegar hann byrjaði að syngja og snemma kom í ljós að hann var náttúrutalent. „Hann hlustaði mikið á ævin- týri og leikrit, Kardimommu- bæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Hann var alltaf mjög lagviss og ótrúlega fljótur að læra texta.“ Framan af fékk hann sitt tónlist- arlega uppeldi hjá ömmu sinni, sem var mikill aðdáandi Elvis Presley og var ekki hár í loft- inu þegar hann var byrjaður að syngja slagara með honum. „Hann var ekki alveg með ensk- una á hreinu og þau gátu verið svolítið skondin sum orðin sem komu út úr honum,“ segir Guð- björg og hlær. Þá tók hann ást- fóstri við Ladda, hlustaði mikið á plöturnar hans og náði svo góðu valdi á karakterunum hans að hann sigraði í eftirhermukeppn- inni Laddanum í Rás 2 árið 2009 og steig síðar á svið með honum í Þjóðleikhúsinu. Liðtækur harmonikkuleikari Sjö ára gamall byrjaði Eyþór Ingi að læra á harmoniku, sem er eina formlega tónlistarmenntunin sem hann hefur hlotið, og er víst nokk- uð liðtækur harmonikuleikari. Hann segist þó fljótlega hafa gef- ist upp á að reyna að lesa nótur og einfaldlega spilað eftir eyranu. Um tíu ára aldur fór faðir Eyþórs að kynna fyrir honum hetjur hippa- rokksins, Deep Purple, Led Zep- pelin og fleiri. „Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Guðbjörg. „Hann varð algjörlega heltekinn af þessari tónlist.“ Þrettán ára lagði Eyþór Ingi dragspilið á hilluna og tók í stað- inn upp kassagítarinn, sem hann kenndi sér sjálfur á. Ottó Elías- son, æskuvinur Eyþórs, segir að í honum hafi alltaf blundað skemmtikraftur. Hann hafi tekið þátt í öllum skólaleikritum og haft mikinn áhuga á kvikmyndum. „Við vorum að fást við að gera stuttmyndir saman en smám saman leiddumst við út í tónlist og hún varð síðan algjörlega ofan á.“ Tónlistaráhugi Eyþórs fór ekki fram hjá neinum en enginn gerði sér í rauninni grein fyrir hversu miklu hæfileika hann hafði fyrr á sextánda eða sautjánda ári. Árið 2004 tók hann þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Óliver og ári síðar, þegar hann var á fyrsta ári í VMA, lék hann aðal- hlutverkið í Jesus Christ Super- star í uppfærslu VMA og MA. „Það var þá sem ég áttaði mig á hversu góður hann er,“ segir Guð- björg. „Ég vissi ekki að hann hefði svona ótrúlegt breitt og sterkt raddsvið. Ég hafði alltaf haldið að hann myndi leiðast út í leiklist en það var þarna sem mig fór að gruna að tónlistin yrði fyrir valinu.“ Árið 2007 vakti hann rækilega athygli þegar hann sigraði örugg- lega í Söngkeppni framhalds- skólanna með kraftmiklum flutn- ingi á Deep Purple-laginu Perfect Stranger, sem nefndist á íslensku Framtíð bíður. Ekki var um villst að hér var mikið efni á ferð sem líklegt væri að myndi láta að sér kveða áður en langt um liði. Stjarna er fædd Með þennan meðbyr ákvað hann að hætta í VMA og helga sig tón- listinni. Hann segist ekki hafa fundið sig í skóla þar sem hann er lesblindur og með athyglisbrest. Stóra tækifærið kom ári síðar þegar Eyþór Ingi heillaði Bubba Morthens upp úr skónum og bar sigur úr býtum í sjónvarpskeppn- inni Bandið hans Bubba. Þetta kom Eyþóri endanlega á kortið. Hann hefur haft lifibrauð af tónlistinni allar götur síðan. Árið 2009 fengu Stuðmenn hann til liðs við sig til að fylla í skarð Egils Ólafsson- ar og síðar gekk hann til liðs við Todmobile og tók upp plötu með þeim. Þá fór hann með stórt hlut- verk í Rocky Horror Picture Show og lék í Vesalingunum í Þjóðleik- húsinu í fyrra. Fullorðnaðist snemma Eyþór er trúlofaður Soffíu Ósk Guðmundsdóttur en þau hafa Finnst hann alltaf geta gert betur Frá því að hann sló í gegn sautján ára gamall hefur Eyþór Ingi Gunnlaugsson verið í sviðsljósinu. Velgengni á unglingsárum þýddi að hann þurfti að fullorðnast fyrir augum þjóðarinnar en það hjálpaði honum að öðlast meiri þroska en árin segja til um. Undir rokkaralegu yfirbragðinu er hann rólyndur fjölskyldufaðir og manna ólíklegastur til að rústa hótelherbergi. FJÖLSKYLDAN ROKKAR Eyþóri Inga líður best í faðmi fjölskyldunnar. Hann og Soffía Ósk Guðmundsdóttir hafa verið saman í þrjú ár. Hún átti fyrir tvær dætur, Báru Katrínu og Kristínu Emmu, en síðar eignuðust þau saman Elvu Marín. Mæðgurnar fóru utan til Malmö á fimmtudag en stórfjölskylda Eyþórs heldur út á næstu dögum og ætlar að styðja við bakið á honum. MYND/ÚR EINKASAFNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.