Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 44
Fjölmenningardagur verður hald-inn hátíðlegur í Reykjavíkurborg í dag, fimmta árið í röð. Fjölbreytt
dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin fer að mestu leyti fram í
Ráðhúsi Reykjavíkur og Tjarnarbíói
en einnig á nokkrum öðrum stöðum.
Markmið dagsins er fyrst og fremst að
fagna fjölbreyttri menningu og sýna
allt það jákvæða sem erlendir borg arar
færa samfélaginu, að sögn Jónu Vig-
dísar Kristinsdóttur, verkefnastjóra
hjá Mannréttindaskrifstofu Reykja-
víkur borgar. „Þetta er fimmta árið í röð
sem við höldum daginn og hann verður
stærri og skemmtilegri með hverju
árinu sem líður. Sífellt fleiri vita líka
nú af þessum degi og eru farnir að líta
á hann sem fastan punkt í tilverunni.“
Það eru Mannréttindaskrifstofa og
Fjölmenningarráð borgarinnar sem
skipuleggja daginn í samráði við mörg
félög innflytjenda. „Einstaka félög
komu með margar skemmtilegar til-
lögur að atriðum á deginum. Þessir
hópar hafa ólíkan menningarlegan bak-
grunn og fá gott tækifæri á svona degi
til að sýna sig og tengjast öðrum. Þetta
er því mikill gleði- og hátíðisdagur.“
Dagurinn hefst með skrúðgöngu frá
Hallgrímskirkju kl. 13 og gerir Jóna ráð
fyrir fulltrúum 90 þjóðerna og hópa en
alls eru íbúar frá 130 löndum bú settir í
Reykjavík. Jón Gnarr mun setja göng-
una og margir munu klæðast litríkum
búningum frá heimalandi sínu. Gangan
endar við Ráðhúsið en stærstur hluti
dagskrár dagsins fer fram þar og í
Tjarnarbíó sem stendur við hlið þess. Í
Tjarnarbíói verður fjölbreytt dagskrá
sem byggir á mörgum stuttum atriðum
eins og dansi, söng og tónlist. Meðal
atriða verða trommuhópur frá Gíneu
og Capoeira sem er afró-brasilísk bar-
dagalist.
Allt Ráðhúsið verður undirlagt dag-
skrá Fjölmenningardagsins. Þannig
verða 44 básar í húsinu þar sem fólk
kynnir mat, selur listmuni og kynnir
menningu heimalandsins. „Börnin fá
líka ókeypis andlitsmálningu og rétt er
að geta þess að ókeypis er inn á alla við-
burði dagsins. Þar sem stutt er á milli
Ráðhússins og Tjarnarbíós rölta gestir
mikið á milli þannig að allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi.“ Auk þess
verða tónleikar í Hafnarhúsinu þar sem
hljómsveitin Bangoura Band kemur
fram ásamt danshópi frá Gana. Nán-
ari upplýsingar og dagskrá er að finna
á www.reykjavik.is/fjolmenningardag-
ur. ■ starri@365.is
FÓLK|HELGIN
LITRÍKUR HÓPUR
Jóna Vigdís Kristins-
dóttir, verkefnastjóri hjá
Mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkurborgar, gerir
ráð fyrir fulltrúum 90
þjóðerna og hópa á Fjöl-
menningardeginum.
MYND/PJETUR
FJÖLÞJÓÐLEGUR
GLEÐIDAGUR
HÁTÍÐ Í BORG Litrík gleði verður í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar fjölmenn-
ingardagurinn verður haldinn. Markaður, skrúðganga og fjölbreytt skemmti-
atriði einkenna dagskrá dagsins.
Randalínur og íslensk kjötsúpa eru vinsælasta námsefnið hjá okkur, nemendur biðja sérstak-
lega um að fá að læra lagkökugerð,“
segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra
Hússtjórnar skólans í Reykjavík. Í dag
er opið hús í skólanum og sýna 24 nem-
endur afrakstur vetrarins, handavinnu
og matvörur, vefnað, prjón og hekl og
fatasaum. Þá hafa nemendur lært sultu-
gerð og bakstur svo fátt eitt sé nefnt.
Hluti af verkum nemenda verður til
sölu. Enginn posi verður þó á staðnum.
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er
með aðsetur í einu fallegasta húsi borg-
arinnar við Sólvallagötu 12. Húsið var
byggt árið 1921 af Jónatan Þorsteins-
syni og hefur skólinn starfað óslitið frá
árinu 1942.
RANDALÍNAN VINSÆL
Opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í dag milli klukkan 13.30 og 17.
VEFNAÐUR
Nemendur stilla upp
vefnaði vetrarins fyrir
sýninguna í dag.
SÆTAR SULTUR Nemendur hafa sultað í vetur
og verður hægt að kaupa rabarbarasultu og
berjahlaup í dag.
PRJÓN OG HEKL Hluti þeirrar handavinnu sem
nemendur Hússtjórnarskólans hafa unnið í vetur.
03.07. Laugavegurinn: Önnur ferð af fjórum
04.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu
05.07. Símahúsaferð um Haugsöræfi
06.07. Reykjanes: Úr borg í óbyggðir
06.07. Þverbrekknamúli-Hvítárvatn-Hvítárnes
07.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga
07.07. Um Jökulfirði og fjölvindahafsvíkur
07.07. Reykjarfjörður nyrðri
09.07. Grasaferð og galdralækningar Ferðafélag barnanna
10.07. Árbókarferð 2012 um Skagafjörð
10.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri
11.07. Hornbjargsviti: Önnur ferð af fjórum
12.07. Undraheimar Eldhrauns og Hverfisfljóts
13.07. Saga, byggð og búseta
15.07. Umhverfis Langasjó
15.07. Á slóðum rekabænda
15.07. Sæludagar í Hlöðuvík
16.07. Þjórsárver: Náttúruperla á heimsvísu
17.07. Laugavegurinn: Þriðja ferð af fjórum
17.07. Hinn óeiginlegi Laugavegur
19.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki
20.07. FÍ Action Hraðferðir: Héðinsfjörður-Hvanndalir
22.07. Norður við fjölvindahaf
24.07. Kvennaferð um Laugaveginn
24.07. Fljót-Héðinsfjörður-Hvanndalir
25.07. Flakkað til Flæðareyrar
25.07. Fjölskylduferð í Norðurfirði
25.07. Friðland að Fjallabaki: Jökulgil og hverasvæði
25.07. Hornbjargsviti: Þriðja ferð af fjórum
28.07. Ratleikur og adrenalínklifur Ferðafélag barnanna
29.07. Klettaklifur í Lambafellsgjá Ferðafélag barnanna
29.07. Lónsöræfi
Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is
Ferðafélag Íslands
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533
eða í netpóst fi@fi.is
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Náðu þé
r í
Fullbóka
ð
Fullbóka
ð
Fullbóka
ð
Fullbóka
ð
Fullbóka
ð
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
Nokkur l
aus
FÍ ferðir í júlí
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir