Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 44

Fréttablaðið - 11.05.2013, Side 44
Fjölmenningardagur verður hald-inn hátíðlegur í Reykjavíkurborg í dag, fimmta árið í röð. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa. Dagskráin fer að mestu leyti fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og Tjarnarbíói en einnig á nokkrum öðrum stöðum. Markmið dagsins er fyrst og fremst að fagna fjölbreyttri menningu og sýna allt það jákvæða sem erlendir borg arar færa samfélaginu, að sögn Jónu Vig- dísar Kristinsdóttur, verkefnastjóra hjá Mannréttindaskrifstofu Reykja- víkur borgar. „Þetta er fimmta árið í röð sem við höldum daginn og hann verður stærri og skemmtilegri með hverju árinu sem líður. Sífellt fleiri vita líka nú af þessum degi og eru farnir að líta á hann sem fastan punkt í tilverunni.“ Það eru Mannréttindaskrifstofa og Fjölmenningarráð borgarinnar sem skipuleggja daginn í samráði við mörg félög innflytjenda. „Einstaka félög komu með margar skemmtilegar til- lögur að atriðum á deginum. Þessir hópar hafa ólíkan menningarlegan bak- grunn og fá gott tækifæri á svona degi til að sýna sig og tengjast öðrum. Þetta er því mikill gleði- og hátíðisdagur.“ Dagurinn hefst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju kl. 13 og gerir Jóna ráð fyrir fulltrúum 90 þjóðerna og hópa en alls eru íbúar frá 130 löndum bú settir í Reykjavík. Jón Gnarr mun setja göng- una og margir munu klæðast litríkum búningum frá heimalandi sínu. Gangan endar við Ráðhúsið en stærstur hluti dagskrár dagsins fer fram þar og í Tjarnarbíó sem stendur við hlið þess. Í Tjarnarbíói verður fjölbreytt dagskrá sem byggir á mörgum stuttum atriðum eins og dansi, söng og tónlist. Meðal atriða verða trommuhópur frá Gíneu og Capoeira sem er afró-brasilísk bar- dagalist. Allt Ráðhúsið verður undirlagt dag- skrá Fjölmenningardagsins. Þannig verða 44 básar í húsinu þar sem fólk kynnir mat, selur listmuni og kynnir menningu heimalandsins. „Börnin fá líka ókeypis andlitsmálningu og rétt er að geta þess að ókeypis er inn á alla við- burði dagsins. Þar sem stutt er á milli Ráðhússins og Tjarnarbíós rölta gestir mikið á milli þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Auk þess verða tónleikar í Hafnarhúsinu þar sem hljómsveitin Bangoura Band kemur fram ásamt danshópi frá Gana. Nán- ari upplýsingar og dagskrá er að finna á www.reykjavik.is/fjolmenningardag- ur. ■ starri@365.is FÓLK|HELGIN LITRÍKUR HÓPUR Jóna Vigdís Kristins- dóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, gerir ráð fyrir fulltrúum 90 þjóðerna og hópa á Fjöl- menningardeginum. MYND/PJETUR FJÖLÞJÓÐLEGUR GLEÐIDAGUR HÁTÍÐ Í BORG Litrík gleði verður í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar fjölmenn- ingardagurinn verður haldinn. Markaður, skrúðganga og fjölbreytt skemmti- atriði einkenna dagskrá dagsins. Randalínur og íslensk kjötsúpa eru vinsælasta námsefnið hjá okkur, nemendur biðja sérstak- lega um að fá að læra lagkökugerð,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnar skólans í Reykjavík. Í dag er opið hús í skólanum og sýna 24 nem- endur afrakstur vetrarins, handavinnu og matvörur, vefnað, prjón og hekl og fatasaum. Þá hafa nemendur lært sultu- gerð og bakstur svo fátt eitt sé nefnt. Hluti af verkum nemenda verður til sölu. Enginn posi verður þó á staðnum. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er með aðsetur í einu fallegasta húsi borg- arinnar við Sólvallagötu 12. Húsið var byggt árið 1921 af Jónatan Þorsteins- syni og hefur skólinn starfað óslitið frá árinu 1942. RANDALÍNAN VINSÆL Opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í dag milli klukkan 13.30 og 17. VEFNAÐUR Nemendur stilla upp vefnaði vetrarins fyrir sýninguna í dag. SÆTAR SULTUR Nemendur hafa sultað í vetur og verður hægt að kaupa rabarbarasultu og berjahlaup í dag. PRJÓN OG HEKL Hluti þeirrar handavinnu sem nemendur Hússtjórnarskólans hafa unnið í vetur. 03.07. Laugavegurinn: Önnur ferð af fjórum 04.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu 05.07. Símahúsaferð um Haugsöræfi 06.07. Reykjanes: Úr borg í óbyggðir 06.07. Þverbrekknamúli-Hvítárvatn-Hvítárnes 07.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga 07.07. Um Jökulfirði og fjölvindahafsvíkur 07.07. Reykjarfjörður nyrðri 09.07. Grasaferð og galdralækningar Ferðafélag barnanna 10.07. Árbókarferð 2012 um Skagafjörð 10.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri 11.07. Hornbjargsviti: Önnur ferð af fjórum 12.07. Undraheimar Eldhrauns og Hverfisfljóts 13.07. Saga, byggð og búseta 15.07. Umhverfis Langasjó 15.07. Á slóðum rekabænda 15.07. Sæludagar í Hlöðuvík 16.07. Þjórsárver: Náttúruperla á heimsvísu 17.07. Laugavegurinn: Þriðja ferð af fjórum 17.07. Hinn óeiginlegi Laugavegur 19.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki 20.07. FÍ Action Hraðferðir: Héðinsfjörður-Hvanndalir 22.07. Norður við fjölvindahaf 24.07. Kvennaferð um Laugaveginn 24.07. Fljót-Héðinsfjörður-Hvanndalir 25.07. Flakkað til Flæðareyrar 25.07. Fjölskylduferð í Norðurfirði 25.07. Friðland að Fjallabaki: Jökulgil og hverasvæði 25.07. Hornbjargsviti: Þriðja ferð af fjórum 28.07. Ratleikur og adrenalínklifur Ferðafélag barnanna 29.07. Klettaklifur í Lambafellsgjá Ferðafélag barnanna 29.07. Lónsöræfi Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Náðu þé r í Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus FÍ ferðir í júlí Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.