Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 72

Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 72
KYNNING − AUGLÝSINGHeitir pottar LAUGARDAGUR 11. MAÍ 20134 GÓÐIR FYRIR HEILSUNA Slökun í hæfilega heitum potti hefur góð áhrif á heilsuna. Hún eykur eigin lækningamátt líkamans, hefur jákvæð áhrif á ósjálfráða taugakerfið, inn- kirtlakerfið og ónæmiskerfið og leiðir til aukins jafnvægis. Þá draga hæfilega heit böð úr meinafræðilegri starfsemi og styrkja líkamann gegn innra og ytra áreiti, ásamt því að auka vellíðan og jákvæðar tilfinningar með tilheyrandi jákvæðri virkni á ónæmiskerfið. Heitt vatn dregur úr stirð- leika og eykur hreyfigetu, með auknum styrk líkamans og út- haldi. Heitt vatn gegnir líka því mikilvæga hlutverki að minnka streitu og eru heit böð notuð með góðum árangri í meðferð sjúkdóma og til að lina verki. Heimild: Samorka RAFMAGNS EÐA HITAVEITUKYNTUR? Þegar kemur að vali á heitum potti stendur það á milli hitaveitu- kyntra potta og rafmagnskyntra. Helsti kostur við hitaveitukynta potta, fyrir utan lágan rekstrarkostnað, er að vatnið er alltaf nýtt í pottinum ólíkt rafmagnspottum þar sem sama vatnið er notað vikum og jafnvel mánuðum saman. Til að hægt sé að nota sama vatn í svo langan tíma þarf að nota alls kyns hreinsi- og sóttvarnarefni, viðhafa mælingar um ástand vatnsins og viðeigandi hreinsibúnaður verður að vera til staðar í pottinum. Helstu kostir rafmagnspotta er að þá er hægt að nota þar sem hitaveitu nýtur ekki við. Gróflega áætlað kostar 1.000 krónur á mánuði að reka hitaveitu- kyntan pott sem notaður er átta sinnum á mánuði. Kostnaður við rafkyntan pott sem notaður er jafn mikið er 4-6 þúsund krónur á mánuði. www.or.is LÚXUS Í YFIRSTÆRÐ Slóvenska fyrirtækið SPAmbient framleiðir líklega einn íburðarmesta heita pott veraldar, Luxema 8000. Potturinn er á tveimur pöllum og er útbúinn bar, flatskjá og innbyggðu hljóðkerfi. 130 þrýstistútar eru í pottinum og níu vatnsdælur. Þegar pott- urinn er vatnslaus vegur hann 1.500 kg, en til að fylla hann þarf tíu þúsund lítra af vatni. Í neðri pottinum eru sex sæti og barinn er í seilingarfjarlægð. Efri potturinn er nokkuð stærri. Ef fólk er þannig stemmt má synda í honum en þá mynda öflugir þrýstistútar straum sem synt er á móti. Þessi yfirþyrmandi lúxuspottur er ekki ódýr. Verðið á pottinum er ekki gefið upp en annar pottur frá sama fyrirtæki sem þó er töluvert minni en Luxema 8000 kostar litla 26 þúsund Banda- ríkjadali eða þrjár milljónir króna. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 F ÍT O N / S ÍA Það er nóg um að vera á Stöð 2 þennan sunnudaginn. Taktu þér stöðu í sófanum heima og láttu sjónvarpsdagskrána sjá um afganginn. Æðisgengnir spennuþættir. Tekst Ryan Hardy að hafa hendur í hári raðmorðingjans? Í KVÖLD KL. 21:40 THE FOLLOWING NÝTTU ÞÉR NETFRELSI OG MISSTU EKKI AF NEINU! Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds- þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjald- tölvunni hvar og hvenær sem er. Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag Í KVÖLD KL. 20:05 MR. SELFRIDGE Stórgóð bresk þáttaröð sem segir frá róstusömum tímum í Bretlandi þegar verslunarhættir almennings tóku stakkaskiptum. Í KVÖLD KL. 22:25 MAD MEN Engir þættir hafa fengið fleiri verðlaun! Misstu ekki af sjöttu þáttaröðinni um auglýsingamanninn Don Draper og félaga hans í auglýsingabransanum. Í KVÖLD KL. 19:30 SJÁLFSTÆTT FÓLK Jón Ársæll spjallar við fegurðardrottinguna og ferðafrömuðinn Unni Steinsson um lífið og tilveruna. Í KVÖLD KL. 20:55 THE MENTALIST The Mentalist er einn vinsælasti spennuþátturinn í bandarísku sjónvarpi og hefur verið í hópi allra vinsælustu þátta Stöðvar 2 undanfarin ár. FRÁBÆRT SUNNUDAGSKVÖLD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.