Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 80

Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 80
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 48 Okkar ástkæra, UNNUR AXELSDÓTTIR Víðilundi 24, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 3. maí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. maí klukkan 13.30. Jónína Axelsdóttir Guðrún Bergþórsdóttir Jón Magnússon Sigurður Bergþórsson Hrafnhildur Eiríksdóttir Þórhallur Bergþórsson Ásdís Rögnvaldsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILHELMÍNA G. VALDIMARSDÓTTIR frá Seljatungu, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 1. maí. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag nýrnasjúkra. E. Gunnar Sigurðsson Guðný V. Gunnarsdóttir Sigrún S. Gunnarsdóttir Jón Ásmundsson Margrét Kr. Gunnarsdóttir Gunnar Þ. Andersen Laufey S. Gunnarsdóttir Einar Gunnar Sigurðsson Ingunn Svala Leifsdóttir Richard Vilhelm Andersen Andri, Ísak Logi og Dagur Orri Einarssynir. TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „H-moll messan er talin eitt mesta tímamótaverk í kórtónlist sem nokkru sinni hefur verið samið, og margir segja að verkið sé eitt það erfiðasta sem skrifað hefur verið. Verkið gerir miklar kröfur um söngtækni,“ segir Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Lang- holtskirkju sem heldur upp á afmæli með flutningi messunnar í Langholts- kirkju annað kvöld. „Við höfum flutt verkið áður og vitum að það er krefjandi. Við fluttum það síðast árið 1999, þá með rúmlega 90 söngvurum. Á tónleikum helgar- innar verða söngvararnir 40 talsins og þess má geta að allir einsöngv ararnir koma úr röðum liðsmanna kórsins,“ segir Jón og útskýrir að árið 2008 hafi hann gert skipulagsbreyt ingar á kórnum sem fólust í því að fækka liðsmönnum kórsins og gera til þeirra meiri kröfur. Nú er hann skipaður 32 einstaklingum, átta í hverri rödd, sem allir hafa hlotið menntun í söng. „Fyrir þessa tónleika bættum við átta söngvurum við.“ Langholtskirkjukór hefur tekið ýmsum breytingum á starfsferli Jóns. „Ég gerði breytingar árið 1973 sem þóttu þá róttækar og fólust í því að gjöld fyrir söng í messu tóku að renna til kórsins í stað þess að renna til liðs- manna hans, en sá háttur hafði staðið í vegi þess að hægt væri að stækka kórinn. Ég hafði vitaskuld hug á því enda hafði ég metnað til þess að kór- inn flytti krefjandi verk. Síðan þá hafa margir farið þessa leið,“ segir Jón sem hefur auk kórsins byggt upp viða mikið kórstarf í Langholtskirkju. „Hér eru um 200 syngjandi sálir þegar allt er talið, frá krúttakór til Kórs Langholts- kirkju.“ Messan verður flutt af kórnum og kammersveit Langholtskirkju en konsertmeistari hennar er Ari Þór Vilhjálmsson. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. sigridur@frettabladid.is Flytja tímamótaverk Bachs á sextugsafmælinu Kór Langholtskirkju er sextugur á árinu og fagnar afmælinu með fl utningi H-moll messu eft ir Johann Sebastian Bach. Jón Stefánsson hefur stýrt kórnum í 49 ár. BACH UNDIRBÚINN Jón Stefánsson og Kór Langholtskirkju á æfingu í Vogaskóla í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jón hefur verið stjórnandi kórsins stóran hluta starfstíma hans, eða í 49 ár, þrátt fyrir að hann sé ekki nema 66 ára gamall. „Ég kom þarna í kirkjuna 17 ára krakkaskratti í afleys- ingar til að byrja með en var síðar fastráðinn 18 ára gamall.“ Kórstjórastarfið var ekki fullt starf til að byrja með og Jón sinnti kennslu meðfram því til að byrja með. „Þá fékk ég leyfi frá störfum til að fara í framhaldsnám við kirkju- tónlistardeildina í München og gekk þar til liðs við einn besta Bach-kórinn í borginni. Þar kviknaði draumurinn um að flytja þessa messu, sem við höfum svo gert síðan,“ segir Jón. Hóf störf í Langholts- kirkju 17 ára gamall Kópavogur er sveitarfélag og bær á höfuð- borgarsvæðinu. Bærinn dregur nafn sitt af voginum sunnan við Kársnes. Sveitar- félagið er hið næstfjölmennasta á Íslandi, en þar voru 1. desember síðastliðinn skráðir 31.205 íbúar. Kópavogsfundurinn var haldinn árið 1662, en allt fram á 20. öld voru einungis nokkrir bústaðir og býli í Kópavogi. Upp- bygging hófst þar ekki fyrr en í kreppunni miklu upp úr 1930. Svo var það á þessum degi árið 1955 að Kópavogur varð kaupstaður, en hafði sjö árum áður orðið hreppur við aðskilnað frá Seltjarnarneshreppi. Saga Kópavogs sem bæjarfélags er því ekki löng. Fyrst var kosið í bæjarstjórn í október 1955 eftir að kaupstaðarréttindi tóku gildi í maí það ár. Líkt og í öllum þremur hreppsnefndar- kosningunum hélt meirihluti Framfara- félagsins um stjórnvölinn eftir það, undir forystu Finnboga Rúts Valdimarssonar. Það var ekki fyrr en 1962 að breyting varð á þegar Framsóknarflokkurinn gekk í lið með þeim til að mynda meirihluta og svo síðar Sjálfstæðisflokkurinn. Undanfarna daga hefur menningar- hátíð bæjarins staðið yfir og ber lokadag hennar upp á afmælisdaginn, sjá heima- síðu bæjarins www.kopavogur.is. ÞETTA GERÐIST: 11. MAÍ 1955 Kópavogur verður kaupstaður Þökkum ættingjum og vinum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför okkar hjartkæru SIGRÍÐAR ÓSKAR GEIRSDÓTTUR Hátúni 12, Reykjavík. Signý Þ. Óskarsdóttir Þorkell G. Geirsson Egill Þorkelsson Agnes Þorkelsdóttir Jón Eiríksson Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR THORISSON (ÞÓRISSON) 120 Hilda Drive, Stafford í Virginíu, BNA, lést á sjúkrahúsi eftir langvarandi veikindi þann 22. apríl. Kveðjuathöfn hefur farið fram. Guðrún Thorisson (Friðgeirsdóttir) Thorir Thorisson Susan Thorisson Geir Thorisson Michael Thorisson Shelby Thorisson 90 ára afmæli Á morgun 12. maí fagnar Guðmunda Bergsveinsdóttir 90 ára afmæli sínu. Af því tilefni tekur hún á móti gestum milli kl. 15-18 á heimili dótturdóttur sinnar að Árlandi 6, Reykjavík. Hún vonast til að sjá sem flesta ætting ja og vini. Gjafir eru vin- samlegast afþakkaðar. Kær frændi okkar, HREGGVIÐUR JÓNSSON fyrrverandi alþingismaður, Starengi 26, Reykjavík, lést á Mayo Clinic sjúkrahúsinu í Jacksonville fimmtudaginn 25. apríl sl. Útförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 13. maí nk. klukkan 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Símon Páll Steinsson Sigurlína Steinsdóttir Bróðir minn, ÓLAFUR TORFASON frá Eysteinseyri, Tálknafirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði þann 6. maí sl. Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 14.00. Ásta Torfadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.