Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 95

Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 95
LAUGARDAGUR 11. maí 2013 | MENNING | 63 Eins og nafnið gefur til kynna er Eurovision-söngva- keppnin haldin um alla Evrópu. Þessa dagana er ég stödd á evrópskri ráðstefnu í Manchester og ákvað að nýta tækifærið til að spyrja ráðstefnugesti alls staðar að úr Evrópu um þeirra hefðir og áhuga á keppninni. Hér er það sem þrír þeirra höfðu að segja. Eurovision um alla Evrópu ROB COX– BRETLAND Ég horfi alltaf á Eurovision og elska að horfa á lögin. Ég er ekki jafn hrifinn af því að fylgjast með stigagjöfinni því Bretland fær aldrei nein stig. Við send- um Bonnie Tyler til leiks í ár og hún er alveg hræðileg. Það er ekkert vit í sviðs- framkomunni hennar heldur er hún eins og fyllibytta á sviðinu og hreyfingarnar ekki einu sinni í takt við lagið. Það kæmi mér ekkert á óvart ef í ljós kæmi að hún væri alltaf full á sviðinu. Ég veit að við eigum að hugsa vel um þá sem eru okkur eldri, en það er ekki þar með sagt að við eigum að rétta þeim míkrófón og skella þeim upp á svið, í fötum sem ættu að hafa verið bönnuð fyrir fjölda ára síðan. Ég hef aldrei farið í Eurovision-partý en konan mín er að fara núna í ár. Mér er samt ekki boðið svo ég verð bara heima og held partý með sjálfum mér. Sem betur fer þá kann ég ekkert af íslensku Eurovision-lögunum, enda ekki mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar miðað við það sem ég hef heyrt [skírskotun í afar takmarkaða sönghæfileika undirritaðrar]. Ég er heldur ekki hrifinn af íslenskri eldfjallaösku. ÉG Á LÍF: Mér verður eiginlega bara óglatt af þessu lagi en hippinn sem syngur það er góður. Ég spái ykkur 22. sætinu og með smá heppni gæti Bretland fylgt þar á eftir í því 23. IULIA PUSTOVOIT– ÚKRAÍNA Eftir að Ruslana vann keppnina árið 2004 þá varð hún mun vinsælli í Úkraínu, fyrir það horfði aldrei neinn á hana. Ég held að ég hafi horft á Euro- vision þrisvar sinnum hingað til, en það eru aldrei nein partý eða neitt svo- leiðis. Núna er áhuginn reyndar farinn að minnka til muna meðal landsmanna því okkur hefur ekki gengið svo vel að undanförnu. Ég held samt að stærst- ur hluti horfi enn þá, þó ekki sé nema með öðru auganu, en svo kjósa flest- ir samt bara nágrannalöndin sem við erum í sambandi við. Ég veit ekkert um úkraínska framlagið í ár, né nokkuð annað. Ég þekki heldur engin íslensk lög. Ég man samt eftir einu Eurovision-lagi og það var Norðmaðurinn sem spilaði á fiðlu fyrir nokkrum árum. [Hér á Iulia við Alexander Rybak sem vann fyrir hönd Noregs árið 2009 með lagið Fairytale.] ÉG Á LÍF: Ég elska þetta lag og sérstaklega elska ég myndbandið. Ég hef samt ekki séð neitt af hinum lögunum í keppninni, en gef þessu 8 stig. HEIDI SILVEN– FINNLAND Ég horfi alltaf á Eurovision og allir vinir mínir. Við erum alltaf með risastórt partý þar sem við höldum gott skriflegt yfirlit yfir allt sem gerist og gefum hlutum ein- kunn. Við tökum líka niður upplýsingar eins og fjölda vindvéla og kjóla sem eru alltof stuttir og alls kyns þannig tölfræði. Marry Me er framlagið okkar í ár og ég algjörlega elska það en Krista Sig- fried syngur þar um að hjónabönd sam- kynhneigðra ættu að vera leyfð. Lagið er líka svo ótrúlega hresst og skemmtilegt. Krista var ekkert svo fræg áður en hún vann Eurovision en nú þekkja hana allir. Það er yfirleitt þannig í Finn- landi að allir þekkja Eurovision-lagið og flytjandann nokkuð vel, allavega núorðið. Keppnin varð miklu vinsælli meðal Finna eftir að Lordi vann árið 2006. Við bjuggumst aldrei við að við myndum ná að vinna fram að því. Ég þekki ekkert íslenskt lag, en ég er mikill Abba-aðdáandi svo ég verð að segja að Waterloo sé uppáhaldslagið mitt úr Eurovision. ÉG Á LÍF: Ballöður vinna aldrei keppnina en mér finnst það mjög flott. Það fær 7 stig. Myndbandið er samt mjög flott og ég myndi gefa því 10 stig. tinnaros@frettabladid.is TINNA TÆKLAR EUROVISION 7 dagar í aðalkeppni Eurovision í Malmö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.