Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 110

Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 110
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 78 „Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan kar- akter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leik- ur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunar- þætti Landsbjargar í Sjónvarp- inu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, áður en Jón varð borgarstjóri Reykja- víkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sig- urjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grun- að það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitt- hvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eig- inlega að hafa einn svo- leiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringd- ur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Spurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgar- stjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“ freyr@frettabladid.is Tvíhöfðabræður búa til glænýtt grín Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sömdu grínatriði fyrir söfnunarþátt Landsbjargar sem verður sýndur í Sjónvarpinu í lok þessa mánaðar. Spurður út í íslenskt grín segir Sigurjón að ágætis menn hafi verið að koma fram á sjónarsviðið. „Ég er á því að Hugleikur [Dagsson] beri höfuð og herðar núna yfir aðra íslenska grínista. En það eru dásamlegir hlutir sem maður hefur séð koma frá Steinda og fleiri góðum mönnum.“ Hugleikur bestur á Íslandi Á TÖKUSTAÐ Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sömdu grínatriði fyrir söfnunarþátt Landsbjargar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er bara venjuleg stelpa sem hefur gaman að því að elda,“ segir áhugakokkurinn, neminn og bloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermanns dóttir en hún undirbýr nú útgáfu sinnar fyrstu matreiðslu- bókar. Eva Laufey hefur haldið úti matar blogginu evalaufeykjaran. com í þrjú ár við góðar undirtekt- ir en segir drauminn um bók hafa blundað í sér lengi. Í byrjun árs var hún því mætt upp í Sölku útgáfu með hugmynd að bók og skrifaði svo undir útgáfusamning fyrir tveim- ur vikum síðan. Bókin á að koma út þann 1. september. „Þetta var lengi í bígerð og það er miklu erfið- ara en ég gerði mér grein fyrir að skrifa bók. Ég tek allar myndirnar sjálf svo ég verð að elda og mynda í sumar.“ Eva Laufey stefnir á að reyna að fanga stemminguna í kring- um matargerð í bókinni en segir hana eiga að höfða til allra. „Bókin Eva Laufey gerir bók úr blogginu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir undirbýr útgáfu sinnar fyrstu matreiðslubókar. BÝR TIL BÓK Matreiðslu- bloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermanns dóttir gefur út sína fyrstu bók í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ➜ Uppáhaldsmatur Evu Laufeyjar er ítalskar kjötbollur með spagettí og parmesanosti. 6.802 líkar við matarblogg Evu Laufeyjar á Facebook. „Ég þykist ekki vera fátækur bóndi, eða meðalmaður. En þessi tala er brjálæði.“ LEIKSTJÓRINN OG HANDRITSHÖF- UNDURINN JOSH WHEDON VÍSAR ÞVÍ Á BUG AÐ HANN FÁI 12 MILLJARÐA FYRIR AÐ LEIKSTÝRA NÝRRI KVIKMYND UM OFURHETJURNAR Í AVENGERS. ORÐINN PABBI Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen og sambýliskona hans, Guðrún Harðar- dóttir, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun vikunnar. Parið eignaðist litla stúlku og hefur heillaóskum rignt yfir hina nýbökuðu foreldra frá fæðingu hennar. Davíð vakti fyrst athygli sumarið 2009 með stuðlaginu Supertime. Fleiri vinsæl lög fylgdu í kjölfarið á borð við Young Boy og Lover in the Dark. Lagið Úlfur úlfur, sem hann söng ásamt Bubba Morthens, fór á toppinn á vinsældalista Rásar 2 síðasta sumar. - sm DÚETTINN BAD DAYS Söng- og leikkonan Bryndís Ásmunds- dóttir er komin á fullt aftur barn- eignarleyfið, en hún eignaðist son með hestamanninum Fjölni Þorgeirssyni í október á síðasta ári. Hún er annar helmingur dúettsins Bad Days ásamt Eyvindi Karlssyni, sem er sonur Karls Ágústs Úlfssonar leikara. Þau tróðu upp á Rosenberg í byrjun vikunnar og þótti takast vel til. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS 11.–12. maí kopavogsdagar.is NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: kopavogur.is Myndlistarveisla á kópavogsdögum Í Hamraborginni, Auðbrekku og Ger ðarsafni Lokahelgi Kópavogsdaga: Samsýningar Myndlistarfélags Kópavogs standa yfir í Hamraborg 3 og 16. Karlakór Kópavogs syngur fyrir gesti. Opið hús hjá listamönnum í Auðbrekku. 25 ára afmælissýning Myndlistarskóla Kópavogs verður opnuð í Gerðarsafni og stendur til 2. júní. verður frábrugðin öðrum mat- reiðslubókum þar sem ég er yngri en flestir sem eru að gera svipað- ar bækur og ekki lærður kokkur. Uppskriftirnar í bókinni ættu að vera á færi allra.“ - áp FEÐGIN SÝNA Í BÍÓ Stuttmyndahátíðin Shorts & Docs hófst í Bíó Paradís á fimmtudaginn. Á morgun verður myndin „In memori- am?“ eftir Ómar Ragnarsson sýnd en hún fjallar um Kárahnjúkavirkjun. Svo skemmtileg vill til að mynd sem Alma dóttir Ómars, leikstýrir og fram- leiðir verður sýnd beint í kjölfarið. Sú mynd heitir You Have to Look Good og fjallar um stelpu sem tekur þátt í módel- fitness. - kh
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.