Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 12
18. maí 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ekki er beinlínis hægt að segja að menn hafi skrökv-að í kosningabaráttunni um stöðu ríkissjóðs og yfirvof- andi hættu á greiðsluþroti þjóðar- búsins vegna gjaldeyrisskorts. En það á við talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar og þeirrar sem senn tekur við, að þeir skautuðu lip- urlega fram hjá þessum vökum í ísnum. Forystumenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa samhliða stjórnarmyndun sent út skilaboð um að fjárlögin gefi ekki rétta mynd af stöðu ríkissjóðs. Þegar spurt er hvers vegna þetta kemur fram núna er aðalatriðið að upplýsingar um raunverulega stöðu ríkissjóðs eiga að koma til umræðu og liggja til grund- vallar nýjum ákvörðunum. Það var því mikilvægt og hafið yfir gagnrýni að draga þess- ar staðreyndir inn í umræðuna. Gamla stjórnarandstaðan gefur síðan til kynna að gamla ríkis- stjórnin hafi blekkt kjósendur. Talsmenn fráfarandi ríkis- stjórnar segja að forystumenn nýju stjórnarflokkanna hefðu mátt gera sér grein fyrir öllum stað- reyndum í þessum efnum fyrir kosningar. Um leið láta þeir að því liggja að ástæðan fyrir þessum uppljóstrunum sé sú að væntanleg ríkisstjórn reyni nú að hófstilla væntingar landsmanna og jafnvel finna afsakanir fyrir því að ganga á svig við kosningaloforðin. Hverjir segja satt? Svarið er: Báðir. Kosningabaráttan átti vita- skuld að snúast um þessar alvar- legu staðreyndir. Meirihlutinn og minnihlutinn höfðu þar sömu skyldur, en kusu að beina athygl- inni að öðru. Þetta er í hnotskurn vandinn við hvíta lygi í pólitík. Nú kemur hún báðum í koll. Vandinn við hvíta lygi Í þessu samhengi eru skrif Stein-gríms J. Sigfússonar á vefsíðu Financial Times í vikunni um margt athyglisverð. Þar varaði hann evrópska stjórnmálamenn við, í ljósi kosningaúrslitanna hér, að þeirra biði þung refsing kjós- enda ef þeir sýndu ábyrgð í ríkis- fjármálum. Sumir segja að með þessu hafi leiðtogi fráfarandi ríkisstjórnar verið að skamma kjósendur. Allt eins má segja að hann hafi verið að kasta ljósi á umræðu sem nú fer fram víða í Evrópu. Hér heima hefur Morgunblaðið endurspegl- að hana með andófi við kröfur um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum af því að þær eigi rætur í Evrópusam- bandinu og hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og grafi þar af leiðandi undan fullveldi ríkja. Fráfarandi ríkisstjórn náði þó nokkrum árangri í ríkisfjármálum meðan hún fylgdi áætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Á hinn bóginn voru það mistök að skjóta lokamark- miðinu í þeim efnum á frest. Það sýndi líka veikleika og tvískinnung að halda því fram fyrir kosningar að tími aukinna ríkisumsvifa væri runninn upp meðan árlegur kostn- aður ríkissjóðs vegna erlendra lána er níutíu milljarðar króna. Síðan var það afdrifarík þröng- sýni að hindra framgang þess hluta áætlunar AlÞjóðagjaldeyrissjóðs- ins sem sneri að verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Margir kjósend- ur gerðu sér grein fyrir að með því var beinlínis verið að koma í veg fyrir kjarabætur og sterkari sam- keppnisstöðu velferðarkerfisins. Trúlega hafa siðferðilegar brota- lamir þó farið einna verst með frá- farandi ríkisstjórnarflokka. Þær komu fram í ýmsum myndum: Í landsdómsmálinu. Í því að víkja ekki eftir að hafa tapað tvisv- ar í þjóðaratkvæði. Í kröfum til Alþingis um að samþykkja mikla lagabálka eins og fiskveiðilög og stjórnarskrá áður en sérfræðingar fengu tækifæri til að segja álit sitt. Í þeirri tvöfeldni VG að semja um aðild að Evrópusambandinu en vera samt á móti. Evrópuaðvörun Steingríms Þegar spurt er hvort kosninga-úrslitin beri vitni um að kjós-endur hafni ábyrgð og velji innistæðulausar ávísanir er svarið ekki alveg einhlítt. Samfylkingin og VG töpuðu 28 hundraðshlutum af heildaratkvæðafjöldanum. Það er hrun. Sjálfstæðisflokkurinn gaf tals- verð loforð um lækkun skatta. Eftir mikið áfall í síðustu kosn- ingum fékk hann þó aðeins þrjá hundraðshluta til baka af þeim 28 sem stjórnarflokkarnir töp- uðu. Framsóknarflokkurinn gaf stærsta kosningaloforðið og fékk rúmlega níu hundraðshluta. Sam- tals fengu stjórnarandstöðuflokk- arnir á síðasta kjörtímabili innan við helminginn af því fylgi sem yfirgaf stjórnarflokkana. Talsmenn Bjartrar framtíðar sögðu blákalt að ekki væri inni- stæða fyrir loforðum um endur- greiðslu húsnæðislána. Samt fékk þessi nýi flokkur rúmlega átta hundraðshluta af atkvæðaflóttan- um frá gömlu stjórnarflokkunum, litlu minna en Framsóknarflokk- urinn. Að þessu virtu má ætla að önnur atriði en eftirspurn eftir innistæðulausum ávísunum hafi ráðið nokkru um afstöðu kjósenda. Dreifing atkvæðanna gæti allt eins bent til að framboð af ríkari ábyrgð og skýrari langtíma mark- miðum hafi verið minna en eftir- spurnin. Völdu kjósendur innistæðulausar ávísanir? SÆVAR CIESIELSKI gir sögu sínase ókin byggir á fangelsis-B pappírum Sævars Ciesielskis. Æska og unglingsár Sævars. Aðdragandi Guðmundar- og Geirfinnsmála. Gæsluvarðhaldið. Dramatísk frásögn af einu frægasta sakamáli Íslandssögunnar. SKRUDDA H áskólaumhverfið eins og við þekkjum er um þrjú hundruð ára gamalt. Þótt prófessorar hafi fyrir löngu tekið upp á því að nota tæknina til að varpa upp glærum og festa hljóðnema við skyrtuflipana hefur lítið annað breyst. Margar námsgreinar eru fyrir löngu staðnaðar og fólk tekur milljónir í námslán til að ljúka við nám sem gagnast þeim lítið þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Mark C. Taylor, forseti trúar- bragðadeildar Columbia-háskól- ans, flutti hér erindi í vikunni og benti á að námskrá háskól- anna þarfnaðist gagngerrar endurskoðunar. Þá væri nauð- synlegt að leggja niður núver- andi deildarfyrirkomulag innan háskóla, stórauka samstarf milli menntastofna alls staðar í heiminum með nýrri tækni og gleyma úreltum hugmundum um hefðbundnar ritgerðir. Miklu nær væri að meistaranemar til dæmis gætu skilað sínum lokaverkefnum í formi myndbanda, netsíðna, tölvuleikja og svo framvegis. Flestir nemar í framhaldsnámi á háskólastigi munu ekki finna sér vinnu þar sem menntun þeirra nýtist. Einfaldlega vegna þess að menntunin sem fengin er í háskóla, samkvæmt Mark Taylor, nýtist fyrst og fremst þeim sem ætla sér að kenna í háskóla. Framhaldsmenntunin einkennist af því að prófess- orar með mjög þröng fræðasvið hvetja nemendur til að velja sér þröng svæðasvið sem prófessorarnir hafa sjálfir áhuga á. Niðurstaðan er að nemendurnir verða einfaldlega klón af mjög sérhæfðum kennurum og sú sérþekking nýtist einungis innan háskólans og þar kemur hún hvort er eð að litlu gagni. Taylor segir að nauðsynlegt sé að hætta að fastráða prófess- ora við háskóla. Í Fréttablaðinu í gær sagði hann viturlegast að taka upp „sjö ára starfssamninga sem svo er hægt að fram- lengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum liðnum“. Enn fremur bendir Taylor á að háskólinn verði að undirbúa nemendur sína undir þá staðreynd að þeir muni ekki allir fá vinnu við háskólakennslu í framtíðinni. Í dag framleiðum við nefnilega háskólakennara, samkvæmt Taylor. Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, tók undir orð Taylors í Fréttablaðinu í gær og sagði ljóst að við þyrftum að aðlaga okkur að nýjum tímum. „Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að þrjú hundruð manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ spurði hún. Þetta eru allt góðar og gildar vangaveltur. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru í háskólanámi. Við erum auðvitað öll hæstánægð með að sem flestir mennti sig en við verðum að horfa gagnrýnum augum á hvað við leggjum á borð fyrir þetta fólk. Margt gætum við gert vitlausara en að taka mark á efasemdum Mark Taylor. Við höfum ekkert að gera með úrelt háskólanám sem er í litlum tengslum við atvinnulífið. Háskólanám verður að taka framþróun: 300 ára gamlar kennsluaðferðir Mikael Torfason mikael@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.