Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 96
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 Fyrir 4-6 Undirbúningur: 5 mínútur daginn áður, síðan 15 mínútur og svo suða í nokkrar mínútur. 1 kg nýr kræklingur í skel 1 dl ólífuolía 1 nýr chilipiparávöxtur nokkur svört piparkorn nokkur fenníkufræ 1 hvítlauksrif Daginn áður er sósan und- irbúin: Skerið piparávöxtinn í litla bita, setjið í krukku með olíunni, piparkornum og fenníkufræjum. Geymið í einn sólarhring. Skrúbbið kræklinginn og hreinsið hann vel. Ef þið sjáið skel sem er opin, og lokast ekki ef henni er ýtt saman hendið henni þá. Það má aldrei nota dauða skel. Setjið í stóran pott við háan hita, skeljarnar eru soðnar þegar þær opnast. Hristið pottinn svo allar skeljarnar soðni á sama tíma. Hellið kræklingnum í skelinni á djúpa diska og sósunni yfir. Borðið strax með ristuðu brauði nudd- uðu með hvítlauk. Að sjálfsögðu fáum við okkur staðarvín, hvítt eða grátt. Fyrir 8 Undirbúningur: 10 mínútur, 1 klst. áður, síðan 15 mínútur, bakstur í 40 mín. Bökudeig: 200 g hveiti 100 g mjúkt smjör 1 dl ískalt vatn Sítrónukrem: Safi og rifinn börkur af einni sítrónu 50 g brætt smjör 100 g sykur 3 egg Bökudeig: Setjið hveiti og smjör í smábitum saman í skál. Nuddið hratt saman. Hellið vatninu út í og hnoðið hratt í kúlu. Fletjið út með lófanum, brjótið saman í þrennt, endurtakið tvisvar. Geymið deigið í kæli í eina klukkustund. Sítrónukrem: Hrærið saman sykur og egg þar til kremið verður ljóst og létt. Rífið börkinn af sítrónunni og kreistið úr henni safann. Blandið hægt saman við kremið, hrærið í á meðan. Setjið loks brætt smjörið út í. Hitið bökunarofn í 180°. Fletjið deigið út, fyllið stórt (28 cm) tertuform með því. Hellið kreminu yfir. Bakið í 35-40 mínútur. Ef kremið bólgnar mikið er nóg að pikka í það með gaffli. Tertan á að vera vel bökuð. Fyrir 6 Undirbúningur: 30 mínútur, sólarhring áður, suða í 4 klst. 1200 g seigt nautakjöt 200 g reykt flesk 3 tómatar börkur af einni appelsínu grænar ólífur ólífuolía, salt, pipar Kryddlögurinn: ½ flaska af bragðsterku rauðvíni frá Provence, sumir nota hvítvín 3 laukar 4 hvítlauksrif 2 stórar gulrætur í sneiðum timían lárviðarlauf steinselja 2 negulnaglar Daginn áður er kryddlögur- inn útbúinn: Skerið kjötið í bita, leggið í fallegan stein- eða leirpott með rauðvíninu og öllu kryddinu. Geymið í kæli í sólarhring. Snúið bitunum við nokkrum sinnum svo þeir séu örugg- lega vel í bleyti. Daginn eftir takið þið kjötið upp, þerrið það og steikið við góðan hita í olíunni. Skerið fleskið í litla bita og steikið. Setjið svo allt kjötið aftur í pottinn með kryddleginum, berkinum, afhýddum, niðurskornum tómötunum, salti og pipar. Látið malla við vægan hita í fjórar klukkustundir. Setjið ólífur í soðið og berið fram í pottinum með kartöflum, hrísgrjónum, eða pasta að hætti Fransmanna. Við drekkum sams konar vín og við notuðum í pottinn. Klassískur og ofsalega góður réttur. Það vaxa sítrustré alls staðar í Suður- Frakklandi og ávextir þeirra eru mikið notaðir. Frakkar eru mjög hrifnir af súpum. Hér er kræklingasúpa með saffrani. Bókin Sælkeraflakk um Provence hefur að geyma uppskriftir Sig- ríðar Gunnarsdóttur og myndir dóttur hennar Silju Sallé. Þetta er þriðja bók þeirra mæðgna sem hafa í fyrri bókum einnig deilt leyndarmálum franska eldhúss- ins með lesendum sínum. „Ég flutti til Frakklands með frönsk- um eiginmanni mínum árið 1970. Þá kunni ég ekkert að elda en varð að bjarga mér. Þá kom sér vel að eiga góða tengdamóður sem kenndi mér til verka,“ segir Sigríður. „Ég heillaðist svo algjör- lega af franskri matargerð sem er ekki furða. Hér í Frakklandi er svo mikil og rík hefð fyrir góðum mat og hann er afar fjölbreyttur og ólíkur á milli héraða.“ Fyrri bækur Sigríðar hafa fjallað um Frakkland í heild sinni og svo París. Nú verður Provence fyrir valinu enda matur þaðan í uppáhaldi hjá Sigríði. „Það er svo mikið sólskin og hamingja í matnum þar og þess vegna valdi ég þetta hérað,“ segir Sigríður, sem sjálf býr í úthverfi Parísar. „Svo kem ég til Íslands á hverju ári, við eigum hús á mínum æsku- stöðvum, Hjarðarfelli á Snæfells- nesi. Dóttir mín Silja er nú flutt til Íslands með sinn franska mann, þannig að barnabörnin eru þar.“ sigridur@frettabladid.is Lærði að elda af franskri tengdamóður Sigríður Gunnarsdóttir kunni ekki að elda þegar hún fl utti til Frakklands. MÆÐGUR Sigríður Gunnarsdóttir og Silja Sallé hafa gefið út þrjár matreiðslubækur saman, sú nýjasta heitir Sælkeraflakk um Provence. KRÆKLINGUR AÐ HÆTTI CAMARGUE Moules en Brasucado NAUTASMÁSTEIK AÐ HÆTTI PROVINCE Daube ProvenÇale SÍTRÓNUTERTA Tarte au citron VORHREINSUNRÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM RÚMGAFLAR | STILLANLEG RÚM | HEILSUDÝNUR | SVEFNSÓFAR | HÆGINDASTÓLAR | SÆNGUR | HEILSU- OG DÚNKODDAR | SÆNGURFÖT | LÖK O.FL. 20–50% AFSLÁTTUR Nú er tækifærið! Allar vörur með 20% afslætti. Seljum sýningareintök og valdar vörur með allt að 50% afslætti. Einungis í fáeina daga! D Ý N U R O G K O D D A R A LL A R V Ö RU R M EÐ 20% A FSLÆ TTI Lýkur í dag laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.