Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 4
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 MENNING Arna Kristín Einars- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Hún tekur við af Sigurði Nor- dal í haust en ráðið er í starfið til fjögurra ára. Arna Krist- ín er með meistara gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur verið tón- leikastjóri og staðgengill fram- kvæmdastjóra hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands frá árinu 2007. Áður starfaði Arna við skipu- lagningu menningarviðburða hjá Hafnarfjarðarbæ og í Norræna húsinu. Þá hefur hún starfað sem flautuleikari hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og í Bretlandi. - bs ARNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR Sinfóníuhljómsveit Íslands: Arna nýr fram- kvæmdastjóri 70% Viðar Þorkelsson, for-stjóri Valitors, segir yfir 70 prósent af daglegum útgjöldum íslenskra heimila greidd með greiðslukortum.2Leikmaður KR, Baldur Sig-urðsson, skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á hans gamla félagi, Kefl avík. Hann var leikmaður umferðarinnar, að mati Fréttablaðsins. 11.05.2013 ➜ 17.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Ranghermt var í blaði gærdagsins að fallið hafi verið frá sleppingu laxa-, urriða- og silungaseiða í Kópavogslæk og Kópavogstjörn. Við afgreiðslu bæjar- stjórnar var tillaga bæjarfulltrúa VG að við framkvæmdina yrði sérstaklega horft til friðunar Kópavogs og nýrra náttúruverndarlaga aðeins felld. VIRKJANIR Orka sem ekki verður nýtt í álver í Straumsvík verður ekki sjálf- krafa færð í önnur verkefni heldur seld hæstbjóðanda. „Það er hlutverk fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkuauð- lindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir,“ segir Magnús Þór Gylfason, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að markmið Landsvirkjunar sé að bjóða samkeppnishæf kjör á raforku með langtímasamningum. Fram hefur komið að álverið í Straumsvík mun ekki nýta alla þá orku sem fyrirhugað var samkvæmt samn- ingum. Samningur er í gildi á milli Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið, og Landsvirkjunar, um kaup á 75 MW. Meðal annars til að uppfylla þann samn- ing réðst Landsvirkjun í byggingu Búð- arhálsvirkjunar. Samningurinn gildir til ársins 2036 og verða fyrirtækin að ná saman ef bregða á út af honum. Það er hins vegar ekki þannig að orka frá ákveðinni virkjun fari beina leið til notandans. Orkan fer inn á dreifikerfið og notandinn fær síðan umsamið magn, hver sem uppruni orkunnar er. Fréttablaðið hefur greint frá því að hugmyndir hafi verið uppi um að sú orka sem ekki nýtist í Straumsvík gæti farið í fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík. Það er þó engan veginn víst. Losni Rio Tinto undan orkukaups- samningunum verður orkan einfaldlega boðin hæstbjóðanda til sölu. Það gæti vissulega verið Norðurál, en þarf þó ekki að vera. Norðurál hefur ekki enn skrifað undir orkusölusamninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að ekkert er sjálfgefið í þessum efnum. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að fyrirtækið geti útvegað um 100 MW af orku til álvers í Helguvík þrem- ur árum eftir að farið verður í fram- kvæmdir. OR áformar byggingu Hvera- hlíðarvirkjunar, meðal annars til að sjá álveri í Helguvík fyrir orku. Sú staðreynd að OR fékk ekki undan- þágu frá hertri mengunarvarnarreglu- gerð fyrir jarðvarmavirkjanir getur hins vegar sett strik í þann reikning, að minnsta kosti hvað tímasetningu varðar. „Við byggjum ekki nýja virkjun á meðan þetta er óleyst. Hvenær það verður vitum við ekki, það verður að koma í ljós,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í samtali við Fréttablaðið 27. apríl. kolbeinn@frettabladid.is Engin orka er eyrnamerkt ákveðnum verkefnum Orka sem ekki nýtist í fyrir fram ákveðin verkefni, eins og Straumsvík, verður seld hæstbjóðanda. Ekki er hægt að ráðstafa henni fyrir fram í önnur verkefni. Enn er ósamið um raforkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Dr. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að í raforkukerfi landsins séu á milli 100 og 200 megavött ónýtt. Þau væri hægt að nýta ef kerfið væri tengt öðru dreifingarkerfi, en það gerist ekki nema með sæstreng. „Síðan er auðvitað ákveðin orka strönduð í kerfinu vegna þess að flutnings- netið dugir ekki til.“ Þetta afl er þó ekki þess eðlis að hægt sé að reikna með því í stóriðju. „Þetta er í raun og veru það afl sem við verðum að hafa til reiðu ef eitthvað kemur upp á. Þetta er að hluta til framleiðslugeta sem þarf að vera umfram til að tryggja öryggi í kerfinu.“ Allt að 200 MW ónýtt í kerfinu HELGUVÍK Enn er ósamið um orku fyrir álver í Helguvík. Norðurál hefur ekki skrifað undir orkusölusamninga við HS Orku og OR. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GUÐNI A. JÓHANNESSON 37 gegn 30 atkvæðum á þinginu í Minnesota í Banda- ríkjunum í vikunni urðu til þess að hjónabönd sam- kynhneigðra eru nú leyfileg í ríkinu. 3037 50 MILLJARÐAR KRÓNA Auðkennum 65.000 Svía var stolið í fyrra og þjófnaðurinn nam allt að 50 millj- örðum íslenskra króna. Brotum af þessu tagi hefur fjölgað í Svíþjóð um 200 prósent á tíu árum. Starfsfólki Lata- bæjar hefur fjölgað um 150 manns nú á stuttum tíma. Samkvæmt tölum frá fjármála- stjóra fyrirtækisins hafa um 4,5 milljarðar króna streymt inn í íslenska hagkerfið frá Latabæ undanfarin tvö ár. 150 7.000.000 Arnaldur Indriðason rithöfundur hefur samanlagt selt bækur sínar í vel yfi r 7.000.000 eintökum um allan heim. Ef 7.000.000 eintök af bókum Arnaldar væru sett á eina bókahillu væri hún um 140.000 metrar að lengd. 167.902 ferðamenn hafa lagt leið sína til Íslands frá áramótum. Það er 42.000 fl eiri en í fyrra. Aukning milli ára nemur 34 prósentum. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Annar í hvítasunnu 5-10 m/s. BEST NORÐAUSTANLANDS Það léttir til og hlýnar heldur um norðaustanvert landið í dag og má búast við allt að 16°C. Væta um tíma og svalara vestan til. 10° 10 m/s 10° 12 m/s 8° 11 m/s 9° 9 m/s Á morgun 8-15 V-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 7° 7° 10° 12° 8° Alicante Basel Berlín 21° 22° 19° Billund Frankfurt Friedrichshafen 23° 19° 22° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 22° 22° 22° London Mallorca New York 16° 20° 20° Orlando Ósló París 31° 24° 17° San Francisco Stokkhólmur 21° 17° 9° 5 m/s 8° 6 m/s 12° 5 m/s 10° 5 m/s 13° 6 m/s 12° 8 m/s 5° 10 m/s 8° 7° 7° 13° 15° SJÁVARÚTVEGUR Ýsa komin í þorskverð Útflutningsverðmæti fyrsta árs- fjórðungs sýnir að fersk ýsa er komin í þorskverð. Á sama tímabili í fyrra var þorskurinn seldur á 18% hærra verði. Þetta er niðurstaða Landssambands smábátaeigenda sem vann úr gögnum Hafstofunnar. Í ár hefur ýsan hækkað í verði á sama tíma og þorskverð hefur gefið eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.