Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGÚtskriftir LAUGARDAGUR 18. MAÍ 20136
Rósa segir að Partíréttir sé bók sem hana hafi lengi langað til að skrifa. Þegar veisla stendur fyrir dyrum er
fólk oft lengi að velta fyrir sér hvað eigi að
bjóða gestum upp á. Rósa sem hefur fjallað
um mat í áratugi í fjölmiðlum segist hafa
orðið vör við áhuga fólks á veisluréttum.
„Mér finnst mjög gaman að halda matar-
boð eða veislur og að undirbúa slík partí. Í
bókinni eru hugmyndir fyrir alls kyns upp-
ákomur, barnaafmæli, saumaklúbbinn, lítil
partí eða stórar veislur. Ég er með heita og
kalda rétti, alls kyns ídýfur og brauðrétti.
Einnig eru súpur fyrir margvísleg tilefni
og ávaxtaréttir auk drykkja,“ segir Rósa.
„Maður þarf ekki að hafa tilefni til að gera
sér glaðan dag, heldur kannski bara búa sér
það til,“ segir hún. Síðasta matreiðslubók
Rósu, Eldað af lífi og sál, hefur notið mik-
illa vinsælda og margir réttir úr þeirri bók
orðnir fastir liðir í eldhúsum landsmanna.
Hér eru þrjár uppskriftir úr þessari
fallegu og litríku bók sem kemur í búðir í
lok næstu viku.
Kjötbollukræsingar
Litlar kjötbollur hverfa jafnan fljótt af hlað-
borðinu og eiga jafn vel við í barnaafmæli
sem í brúðkaups- eða útskriftarveislu.
Þægilegt er að útbúa bollurnar fyrirfram,
til dæmis fyrir fjölmennt partí, og frysta og
hita síðan upp þegar á að nota þær. Bornar
fram á bakka með sósuskál á kantinum eða
þræddar upp á pinna eru þær alltaf mjög
girnilegar og góðar.
Kræsingar fyrir allar veislur
Matgæðingurinn Rósa Guðbjartsdóttir er að senda frá sér sína aðra matreiðslubók, Partírétti, þar sem hún býður upp á ýmsar
girnilegar uppskriftir fyrir veisluna, litla sem stóra.
Rósa Guðbjartsdóttir er að senda frá sér sína
aðra matreiðslubók, Partírétti, sem verður
án efa vel þegin nú þegar útskriftarveislur
standa sem hæst.
Ítalskur biti 12 stk.
½ fetaostskubbur,
skorinn í bita
Salamipylsa, sneidd
Fersk basilíka
12 grænar ólífur
6 kirsuberjatómatar,
skornir í tvennt
Texmex-bollur
25-30 stk.
500 g nautahakk
1 laukur, smátt saxaður
1 rautt chillí, smátt saxað
2 dl salsasósa
70 g tortillaflögur, muldar og
meira til að hjúpa bollurnar
1 egg
Hitið ofninn í 220 gráður. Bland-
ið öllu saman í skál og búið til litl-
ar bollur. Veltið bollunum upp úr
muldum tortillaflögum ef þið viljið,
má sleppa.
Raðið á bökunarplötu sem klædd
hefur verið bökunarpappír. Bakið í
um 15 mínútur, fer eftir stærð boll-
anna. Ágætt er að snúa bollunum
einu sinni við meðan á eldun stend-
ur, en það er ekki nauðsynlegt.
Sósa
1 avókadó
2 msk grísk jógúrt
½ rautt chillí, saxað smátt
kóríander, að smekk
1 msk. límónu- eða sítrónusafi
salt og pipar
Útskriftarferðir í framhaldsskólum hafa
lengi tíðkast. Nemendur hafa yfirleitt
safnað sér fyrir ferðinni í langan tíma,
bæði með fjáröflun og vinnu með skóla.
Það er ekki leiðinlegt að skella sér í sólina
eftir próftörnina og útskriftarveislu.
Verzlunarskóli Íslands fer að þessu sinni
til Costa del Sol en Fjölbraut í Garðabæ,
Kvennaskólinn, Menntaskólinn við Sund
og Menntaskólinn á Laugarvatni ætla til
Benidorm svo eitthvað sé nefnt. Vinsælt
hefur einnig verið að fara í útskriftarferðir til Ibiza, Grikklands og Tyrklands.
Útskriftarferðir til Spánar hafa oft orðið fréttaefni, sérstaklega vegna þess
að sumir nemendur missa sig í gleðskapnum og frelsinu. Aðrir hafa orðið
vasaþjófum að bráð.
Gott er að hafa í huga að atvinnuleysi er mikið við Miðjarðahafið og þjófnaðir
hafa stóraukist. Unga skólafólkið þarf að gera sér grein fyrir þeim hættum sem
til staðar eru. Ekki ganga með mikla peninga á sér og alls ekki þiggja drykki af
ókunnugum. Allir þurfa að vera meðvitaðir um hættuna þar sem bæði strákar
og stelpur geta lent í glæpamönnum. Gott er að halda hópinn og gæta að því
að skólasystkinin séu örugg.
Í SÓLINA AÐ LOKNUM PRÓFUM
Osta- og ljúfmetisverslun
Nóatúni 1 7 • Sími 551 8400 www.burid.is
Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar
núna á www.stod2.is/vild
ENN MEIRA FYRIR
ÁSKRIFENDUR
Sækja þarf um Olís
greiðslulykil til að fá afs
látt
25% afsláttur af matseðli
hjá Rizzo Pizzeria.
AFSLÁTTUR-7KR.AFSLÁTTUR
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA