Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 24
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
2007 Félagið Trans Ísland var stofnað.
Það hefur verið stuðningsnet trans-
fólks og gefið út bækling um málefni
þess. Þá hafa forsvarsmenn þess veitt
fræðslu í húsakynnum Samtakanna
78 og farið í skóla ef óskað er.
Valur Stefán var
í rauninni bara nafn sem
mér var gefið þannig að ég
er alveg nákvæmlega sama
manneskjan þótt ég heiti
nú Ugla Stefanía en loksins
fékk ég að vera ég sjálf.“
Fólk hefur sagt að ég sé allt önnur og miklu opn-ari og hamingjusam-ari manneskja eftir að ég varð kona. Þannig að þetta var algjörlega rétt
skref,“ segir Ugla Stefanía Jóns-
dóttir um þá kynbreytingu sem hún
hefur gengið í gegnum. Hún geisl-
ar af sjálfsöryggi þegar hún renn-
ir löngum fingrunum gegnum sítt
hárið.
Við hittumst í húsnæði Samtak-
anna 78 þar sem Ugla Stefanía hefur
starfað sem fræðslufulltrúi. Nú er
hún hins vegar á förum norður í
Húnavatnssýslu ásamt kærastan-
um sínum að aðstoða foreldra henn-
ar við búskap. Að sjálfsögðu er hún
spurð nánar út í gæjann. „Við kynnt-
umst í febrúar í fyrra, áður en ég
fór í aðgerðina og við höfum búið
saman hérna í Reykjavík. En hann
er svo mikið borgarbarn og langar
að prufa að vera í sveitinni. Hann
er yndislegur strákur og styður mig
alveg fullkomlega.“ Þessi umræða
vekur upp spurningu um kynhvöt-
ina, hvort hún sé til staðar hjá Uglu
Stefaníu, þrátt fyrir aðgerðina sem
hún undirgekkst. „Já, það er ekkert
vandamál hjá mér,“ segir hún hisp-
urslaust en bætir við. „Oft eru samt
transkonur með tiltölulega lítið af
því hormóni sem eykur kynhvöt hjá
einstaklingum, en það er persónu-
bundið.“
Sagðist vera kona fjögurra ára
Ugla Stefanía kveðst hafa leikið sér
með hvað sem var sem lítill dreng-
ur. „Ég lék mér með dúkkur, bíla,
pleimó og úti við, þannig að það var
mjög blandað. En mér finnst fynd-
ið hvað fólk nennir að horfa mikið
á leikföng og lesa í þau, eins og þau
geti eitthvað vísað inn í framtíð-
ina. Mér finnst það frekar merki
um grunnhyggni af því að ég held
að það skipti voða litlu máli hvaða
leikföng maður leikur sér með sem
barn.“
Spurð hversu gömul hún hafi
verið þegar hún fór að hugsa um sig
sem kvenkyns svarar hún. „Alvar-
legustu pælingunum man ég eftir
þegar ég svona 13 til 14 ára. Ég sá
á netinu fullt af transfólki sem búið
var að fara í aðgerðir og svo horfði
ég líka á þátt hjá Opruh Winfrey þar
sem transkona sagði frá og ég var
alveg límd við sjónvarpið. Kannski
var þetta hugarástand byrjað fyrr
þótt ég hafi kannski ekki áttað mig
almennilega á því. Frænka mín
segir að ég hafi sagt við hana þegar
ég var fjögurra ára að ég væri kona
en ég man ekki eftir því sjálf.“
Ugla Stefanía hét áður Valur Stef-
án en kom opinberlega út úr skápn-
um sem kona í ársbyrjun 2010 og
gekkst undir aðgerð á kynfærum
síðasta sumar. „Þó að ég sé búin
að fara í gegnum formlegt kynleið-
réttingarferli þá lýkur því í rauninni
aldrei, til dæmis þarf ég alltaf að
taka inn hormóna af því að líkami
minn framleiðir ekki nógu mikið af
kvenhormónum sjálfur og það þarf
að halda þeim við. En það var mik-
Fannst ég vera í röngu hlutverki
Fyrir rúmum þremur árum var Ugla Stefanía Jónsdóttir í hlutverki alvörugefins ungs manns sem bar nafnið Valur Stefán.
Nú brosir hún við heiminum sem hávaxin stúlka með fullkominn vöxt, sítt hár og marglitar neglur. Hún er búin að fara í
gegnum kynleiðréttingu og segir lífið í raun ekki hafa byrjað fyrr en það ferli hófst.
STIKLAÐ Á STÓRU Í SÖGU TRANSFÓLKS
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1931 Fyrsta farsæla kyn leið-
réttingar aðgerðin á heimsvísu,
svo vitað sé. Þar var líffræði-
legum karli breytt í konu.
1952 Fyrsta aðgerð sem lukkaðist á Norður-
löndunum, fór fram í Danmörku. Hún var gerð á
manni sem breyttist í konu. Christine Jorgensen
hét hún og prýddi eftir það forsíður ótal tímarita.
1972 Svíþjóð var fyrsta landið í
veröldinni sem setti lög um transfólk.
Þau voru á ýmsan hátt gölluð en var
breytt til batnaðar 1. júlí síðastliðinn.
1989 Fyrsta kynleið-
réttingaraðgerðin á
Íslendingi, svo vitað sé,
var gerð úti í Noregi.
1997 Fyrsta kynleið-
réttingaraðgerðin
framkvæmd á Íslandi.
1995 Anna Kristjáns-
dóttir vélfræðingur var
annar Íslendingurinn
sem gekkst undir kyn-
leiðréttingaraðgerð.
2012 Lög sem eiga að tryggja ein-
staklingum með kynáttunarvanda,
jafna stöðu fyrir lögum á við aðra
voru samþykkt á Alþingi 11. júní í
fyrrra. Þau eru númer 57/2012.
1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010
DAMA „Ég tók eftir því fyrir
jólin að pabbi sagði að ég
mætti vera með mömmu að
baka í staðinn fyrir að koma út
og hjálpa honum. Það var pínu
öðruvísi viðhorf en áður.“
ill léttir að komast í aðgerðina síð-
asta sumar hér á Landspítalanum,
það var lokaskrefið í þessu stóra
dæmi,“ segir hún. En hvernig leið
henni í strákalíkamanum? „Mér leið
ekki vel. Var þó aldrei greind þung-
lynd en ég var oft mjög djúpt hugsi
af því mér fannst ég vera í röngu
hlutverki.“ Hún segir lífið alger-
lega hafa breyst til batnaðar. „Það
má segja að lífið hafi í rauninni ekki
byrjað fyrr en í þessu ferli,“ segir
hún.
Hvað skyldi henni hafa þótt erf-
iðast? „Að koma út úr skápnum og
byrja að lifa sem Ugla alltaf og alls
staðar. Þessi félagslegu tengsl voru
erfiðasti parturinn. Ég hafði svo
miklar áhyggjur af höfnun. Þetta
var ekki ein ákvörðun heldur fjölda-
mörg skref,“ segir Ugla Stefanía og
kveðst hafa notið góðrar leiðsagnar.
„Ég þekkti Önnu Kristjánsdóttur og
ég var í sambandi við hana þegar ég
var að byrja að koma út úr skápn-
um. Svo er ein náskyld mér sem fór
í gegnum sama ferli þannig að ég
hafði sterkar fyrirmyndir og góðar
manneskjur sem gátu leitt mig.“
Enginn hvellur
Foreldrar Uglu Stefaníu eru bændur
á Stóra-Búrfelli í Húnavatnshreppi.
Hún segir þau hafa tekið ákvörðun
hennar um kynbreytingu ótrúlega
vel, miklu betur en hún hefði búist
við. „Ég hafði kviðið alveg rosalega
fyrir að segja þeim þetta. Var búin
að byggja upp gríðarlega sápukúlu
en svo varð enginn hvellur þegar
hún sprakk. Það var kannski svolít-
ið erfitt fyrir foreldra mína að byrja
að nota nýja nafnið og tala um mig
alltaf í kvenkyni. Það tók alveg um
ár þangað til það fór að vera alveg
eðlilegt. Mamma sagði að það hefði
ekki komið henni á óvart þegar ég
kom út úr skápnum en margir héldu
að ég væri samkynhneigður karl-
maður því ég hef alltaf verið mjög
kvenleg.“ Skyldi henni ekki hafa
dottið það í hug sjálfri? „Nei, það
passaði einhvern veginn aldrei inn
í myndina hjá mér. Ég pældi nátt-
úrulega í því af því allir voru að
segja það en ég kom samt aldrei út
úr skápnum sem samkynhneigður
karlmaður því að ég hef alltaf bara
upplifað mig sem konu.“
Er Valur Stefán þá alveg farinn úr
henni? „Valur Stefán var í rauninni
bara nafn sem mér var gefið þann-
ig að ég er alveg nákvæmlega sama
manneskjan þótt ég heiti nú Ugla
Stefanía en loksins fékk ég að vera
ég sjálf.“
Spurð hvort hún sinni sömu störf-
um þegar hún kemur að Stóra-Búr-
felli og hún gerði áður en hún lét
breyta sér svarar Ugla Stefanía:
„Já, ég hjálpa til í sauðburði, fer út
að mjólka og geri allt þetta venju-
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA