Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 22
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Við Sigmundur kynntumst á gaml-árskvöld 2001. Það voru ekki liðn-ar nema nokkrar mínútur af 2002 þegar ég var orðin heilluð upp úr skónum,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir, mannfræðingur og eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar. Spurð hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn svarar hún: „Já, veistu, ég held það bara. Allavega hvað mig varðar. Og ég er alveg heilluð enn þá.“ Hvað er svona heillandi? „Hann er svo sterkur karakter, eins og fólk er að átta sig á. Hann hefur sterkar skoðanir, er fylginn sér og það er óskaplega gaman að rökræða við hann þó maður þurfi nú stundum að vera dálítið vel undirbúinn til að taka debatt við hann. Hann hefur áhuga á öllu sem við kemur lífinu og tilverunni. Svo líður okkur bara alveg óskaplega vel saman. Við erum bæði týpur sem eiga ekkert yfirþyrmandi mikið af áhugamálum, finnst bara gott að vera saman þegar við eigum frítíma. Við ferðumst mikið, bæði hérna heima og erlendis, og þá tökum við bara einn dag í einu og látum lífið bera okkur áfram. Sig- mundur er búinn að smita mig af áhugan- um á borgum og húsum og þegar við erum í útlöndum leigjum við okkur oft bíl og keyr- um um. Sérstaklega höfum við hrifist af austari hluta Evrópu, Póllandi, Slóvakíu og Slóveníu til dæmis. Þá keyrum við bara um í rólegheitum, skoðum borgir og hverfi og lesum okkur til um sögu lands og þjóðar. Þannig tjúnum við okkur niður og smellum saman í áhuganum á þessu.“ Anna Stella, eins og hún er alltaf kölluð, segir Sigmund Davíð vera rómantískan og hugulsaman eiginmann. „Hann á það til að vera mjög rómantískur, já. Hann er að vísu stundum svo utan við sig að hann gleymir tyllidögum, en þegar hann man eftir þeim er hann alveg afskaplega rómantískur. Þá undirbýr hann ferðalög eða eitthvað sem hann veit að mér finnst skemmtilegt. Þegar við bjuggum úti í Oxford bauð hann mér til dæmis einu sinni á afmælinu mínu í óvissu- ferð til Bath. Þá var hann búinn að undirbúa allt út í æsar, ég vissi aldrei hvað var næst á dagskrá.“ Allt byggt á rökum Ef þú ættir að velja þrjú orð til að lýsa Sigmundi Davíð hver mundu þau verða? „Fyrstu orðin sem koma upp í hugann eru traust og heiðarleiki. Og hlýja. Þótt hann virðist stundum svolítið stífur þá er hann alveg ofsalega mikið ljúfmenni. Það er allt- af hægt að leita til hans ef maður þarf á hjálp að halda. Hann gefur sér alltaf tíma til að hjálpa og hefur skilning á því hvernig öðrum líður. Kannski virkar hann þannig að fólk treystir sér ekki til að leita til hans en þegar á reynir er hann virkilega mik- ill vinur vina sinna og það er hægt að trúa honum fyrir öllu, hann blaðrar aldrei neinu. Þeir sem þekkja hann minna mundu senni- lega nefna skynsemina fyrst, það þarf allt að byggja á rökum. Jafnvel þegar hann er að leysa úr einhverjum tilfinningaflækjum með manni þá notar hann rökhugsunina til að finna lausnir. Það virkar fínt enda gerir hann það á ljúfan og góðan hátt.“ Öllum sem ég hef talað við ber saman um að hann sé feiminn og hlédrægur, ertu sammála því? „Hann er hlédrægur og finnst voða þægilegt að halda sér til hlés og hlusta á aðra. Ég held kannski að það komi til af því að hann vinnur við að tala og þá finnst honum gott að slaka á með því að leyfa öðrum að hafa orðið án þess að trana sér fram.“ Hann kom svakalega bratt inn í pólitík- ina, hver var aðdragandinn að því? „Það höfðu samband við hann menn að austan, sem höfðu fylgst með því sem hann hafði verið að segja um skipulagsmál, þjóðfélags- mál og fleira, í desember 2008 og hvöttu hann til að ganga til liðs við framsóknar- menn með það að markmiði að taka við for- mennsku í flokknum. Hann tók þeirri áskor- un, við gengum í flokkinn og hann bara hellti sér út í pólitíkina.“ Var hann aldrei efins um þá ákvörðun? „Nei, það held ég ekki. Hann anar aldrei út í neitt, er yfirleitt búinn að velta hlutunum Táraðist yfir kommentakerfunum Enginn þekkir mann betur en eiginkonan og haft er fyrir satt að það megi ráða í innræti manna af framkomu þeirra við fjölskyldu sína. Samkvæmt því þarf þjóðin ekki að kvíða forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar því eigin- kona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, segir hann traust ljúfmenni sem alltaf sé til staðar ef vandamál komi upp. BEÐIÐ EFTIR STJÓRNARMYNDUN Anna Sigurlaug og Sigríður Elín eru mikið einar heima þessa dagana. Fréttablaðið/Valli Það leyndi sér ekkert strax og maður hitti Sigmund að hann hefur fullt af hæfileikum og sér hlutina oft frá skemmtilegum sjónarhornum, en hins vegar var hann á þeim tíma sem ég vann með honum mjög hlédrægur og það kom mér mikið á óvart að hann skyldi velja sér stjórnmál sem starfsvettvang,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, samstarfs- maður Sigmundar Davíðs á fréttastofu RÚV. „Hann er orðinn mun framhleypnari í dag.“ Kristján segir Sigmund Davíð hafa verið frægan fyrir það á RÚV að vera seinn fyrir. „Hann skákaði meira að segja mér ágætlega í því, sem er þó nokkuð erfitt. En hann er mjög skemmti- legur maður, hugmyndaríkur og pælir mikið í alls konar hlutum. Á þeim árum deildi hann hins vegar þessum pælingum sínum bara í smáskömmtum, svo maður vissi aldrei almennilega hvað hann var að hugsa.“ Þórður Karl Einarsson, hönnuður á Stöð 2, hefur þekkt Sigmund Davíð frá því báðir voru fjögurra ára og hann er sammála Kristjáni um hlédrægnina. „Hann reyndi aldrei að vera aðal- númerið þegar við vorum krakkar og eiginlega ekki síðan heldur. Ég gat alveg séð það fyrir að hann færi í pólitík, en að hann byði sig fram til forystu, datt mér aldrei í hug.“ Þórður Karl segir þó að það sem upp úr standi varðandi Sigmund Davíð sé skynsemin. „Hann er eiginlega eini maðurinn sem ég þekki sem var aldrei barn. Hann var alltaf svo skynsamur og aldrei hægt að fá hann með í nein prakkarastrik.“ Sigmundur Davíð í augum annarra vel fyrir sér frá öllum hliðum áður en hann tekur ákvörðun. Þegar ákvörðunin er tekin stendur hann við sitt og bakkar ekki.“ Auðvelt að sitja eftir Það hlýtur að hafa breytt heimilislífinu tölu- vert mikið þegar hann varð svona áberandi í pólitíkinni? „Ójá, það gerði það. Það er aldrei lognmolla að búa með Sigmundi Davíð, það er alveg á hreinu, en flestallt sem fylgir þessu er bara skemmtilegt. Við erum búin að kynnast alveg rosalega mörgu góðu fólki og eignast fullt af ofsalega góðum vinum í kringum þetta. Þegar hann var að byrja þá hafði ég tækifæri til að ferðast með honum um allt land, enda tilkynnti hann það þegar hann tók við formennsku að hann myndi heimsækja öll aðildarfélög Framsóknar- flokksins, sem hann og gerði.“ Anna Stella og Sigmundur Davíð eiga eina dóttur, Sigríði Elínu, sem er rúmlega árs gömul, það hlýtur líka að hafa breytt tölu- verðu. Hefurðu ekki minna getað ferðast með honum eftir að hún kom til? „Hún er nú að verða sextán mánaða núna. Og auðvitað hef ég verið meira heima síðan hún fædd- ist, en ég reyni enn þá að vera með í þessu öllu. Pólitíkinni fylgir mikil vinna og mikil ferðalög og ef maður tekur ekki þátt í því með jákvæðni og gleði þá held ég að það sé auðvelt að sitja svolítið eftir. Þannig að ég tók þá ákvörðun strax í upphafi að vera með og kynnast öllu fólkinu og þegar maður gerir það þá nýtur maður þess bara að vera með í þessu.“ Hafðirðu tekið þátt í pólitísku starfi áður? „Ekki neitt. Ég hafði auðvitað velt fyrir mér pólitík og tekið ákvarðanir í aðdraganda kosninga um það hvað ég ætlaði að kjósa, en ég hafði aldrei verið í einhverjum flokki eða tekið þátt í stjórnmálastarfi áður. Þetta er allt alveg glænýtt fyrir mér. Það er margt ákaflega skemmtilegt og áhugavert og maður smitast af kraftinum í kringum þetta. Ég myndi samt aldrei sjálf fara að starfa í pólitík, ég hef ekki svo mikinn áhuga.“ Laumaðist í tölvuna Sviðsljósinu fylgir alls kyns illmælgi og bak- tal, tekurðu það nærri þér? „Ég gerði það fyrst. Tók þetta alveg óskaplega nærri mér. Ég átti til að laumast í tölvuna á kvöldin og sitja fram eftir nóttu lesandi kommentakerf- in með tárin í augunum. Ég bara skildi þetta ekki og langaði helst til að hitta allt þetta fólk og segja því að við værum ekki svona slæm eins og það var að segja. En svo lærir maður af fólki sem er þjálfað í pólitíkinni og fer að brynja sig smám saman. Sigmundur tekur þetta ekkert inn á sig. Hann er alveg gallharður og brynjaður fyrir þessu. Að minnsta kosti þessari illmælgi á kommenta- kerfunum. Það pirrar hann í almennri umræðu þegar verið er að fara í manninn en ekki málefnin, hann vill að fólk haldi sig við málefnalega umræðu, en hann tekur þetta ekkert nærri sér. Ég er líka orðin harðari af mér og komin á þá skoðun að ef einhverjum finnst ég ekki nógu almennileg eða góð eða eitthvað þá verður hann bara að fá að halda það, ég get ekkert gert í því.“ Nú ertu væntanlega að verða forsætisráð- herrafrú, hvernig leggst það í þig? „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá hef ég lítið sem ekkert hugsað út í það. Þangað til það er orðið staðreynd þá heldur maður bara ró sinni og hefur báða fætur á jörðinni. En ef það verður þá bara setur maður sig í gírinn og tekst á við það. Maður hlýtur að læra til hvers er ætlast af manni og það væntanlega kennir mér einhver til verka, ég hef ekki áhyggjur af því.“ SAMA ÁHUGAMÁL Anna Sigurlaug og Sigmundur Davíð sameinast í áhuganum á borgarhverfum, húsum og sögu lands og þjóðar á ferðalögum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.