Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 110
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 74
„Auðvitað á þetta ekki að gerast,“
segir tónlistarmaðurinn og mið-
borgarstjórinn Jakob Frímann
Magnússon.
Hinn heimsfrægi rappari Busta
Rhymes notaði stef úr gömlu lagi
hans, Burlesque in Barcelona, í
lagi sínu, Doin´It Again, án þess
að ráðfæra sig fyrst við höfundinn.
Fréttablaðinu var bent á líkindi
laganna tveggja og Jakob Frí-
mann, sem er formaður STEFs,
sambands tónskálda og eigenda
flutningsréttar, kannast vel við
málið. Aðspurður segist hann ætla
að sýna gott fordæmi og leita rétt-
ar síns. Hann ætlar að hafa sam-
band við bandarísku höfundar-
réttarsamtökin ASCAP, sem hann
tilheyrir, og biðja þau um að kíkja
á málið fyrir sig. „Þetta er ekki
efst á forgangslistanum mínum en
þetta er eitthvað sem mér ber að
gera, meðal annars sem formanni
STEFs, að láta ekki svona yfir mig
ganga.“
Burlesque in Barcelona kom út
á fyrstu plötu hans hjá bandarísku
stórútgáfunni Warner Brothers,
Special Treatment, árið 1979. „Það
var samið í Barselóna eftir heim-
sókn á mjög eftirminnilegan bur-
lesque-stað þar sem dansmeyjarn-
ar voru allar á níræðisaldri,“ segir
hann, en stef úr laginu hefur
áður verið notað af bandaríska
rapparanum Hi-Tek. Lag hans
hét Round and Round, kom út
í byrjun síðasta áratugar og
hljómaði til að mynda í kvik-
myndinni How High. Í það
skiptið gerði Jakob Frí-
mann ekkert í mál-
inu en ætlar núna
að leita réttar síns,
hvort sem eitt-
hvað kemur út
úr því eður ei.
„Þetta er frumskógur og það
getur verið flókið og dýrt að
elta svona uppi. Þetta hefur
verið „trend“ hjá hipphopp-
urum að taka bræðings-
tónlist frá 8. og 9.
áratugnum og
bræða hana inn
í lúppur sínar
og heljarbít öll.
Síðan er það
Busta sem
tekur þetta
og útfærir það sem Hi Tek hafði
áður gert.“
Þrátt fyrir að hann ætli að
kanna réttarstöðu sína segir hann
að Busta Rhymes geti mögulega
bjargað eigin skinni með einu skil-
yrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa
„Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef
hann myndi ryðja út úr sér rím-
unni á eins árs afmæli dóttur
minnar í ágúst næstkomandi. En
svona má aldrei gera án samráðs
við höfund.“ freyr@frettabladid.is
Busta Rhymes notaði
lag Jakobs án leyfi s
Jakob Frímann Magnússon ætlar að hafa samband við bandarísku höfundar-
réttarsamtökin ASCAP vegna notkunar Rhymes á laginu Burlesque in Barcelona.
Jakob Frímann man vel eftir höfundarréttarmáli The Rolling Stones
gegn bresku hljómsveitinni The Verve, sem notaði stef rokkaranna í
laginu Bittersweet Symphony án þess að biðja fyrst um leyfi. „Það gerði
hljómsveitina gjaldþrota en þeir eru nú mun harðari í horn að taka, Mick
Jagger og Keith Richards, en nokkurn tímann Kobbi Magg. Það blundar
nefnilega ríkt í mér borgfirski sveitamaðurinn sem er afar seinþreyttur til
vandræða.“
Ekki eins harður og Jagger og Richards
JAKOB „BÖSTAR“ RHYMES Jakob Frímann Magnússon ætlar að hafa samband við
bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP. Busta Rhymes notaði stef úr Burlesque
in Barcelona í lagi sínu Doin´It Again. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FARTÖLVU JOHNS GRANT
STOLIÐ
Bandaríski tónlistarmaðurinn og
Íslandsvinurinn John Grant er með
böggum hildar eftir að fartölvunni
hans var stolið eftir tónleika hans í
Brighton á Englandi. Hinn
vinsæli Ásgeir Trausti hefur
einmitt hitað upp fyrir
hann á tónleikaferð hans,
auk þess sem íslenskir
hljóðfæraleikarar
spila með Grant.
Á Facebook-síðu
sinni segir hann
„allt sitt líf“ vera
í tölvunni og
hann trúi því ekki
að hann hafi lent
í þessu. - fb
STEFNIR Í TÍSTMET
Íslandsmetið í tísti verður eflaust
bætt á Twitter. 950 Íslendingar tístu
5.250 sinnum í undankeppni Euro-
vision þegar Eyþór Ingi
söng. Samanlagt hefur
8.500 sinnum verið
tíst um Eurovision af
1.230 Íslendingum
um báðar undan-
keppnirnar. Í fyrra
tístu 1.100 Íslend-
ingar, þar á meðal
sjónvarpskonan
Margrét Erla
Maack, 7.400
sinnum í
lokaúrslit-
unum.
- fb
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t
ok
tó
be
r–
de
se
m
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
„Það bókstaflega datt af mér andlitið þegar ég sá hver
hafði skrifað á blaðið,“ segir blaðamaðurinn Jón Agnar
Ólason en hann fékk afmæliskveðju frá átrúnaðargoði
sínu, þýska knattspyrnumanninum Marco van Basten,
er hann fagnaði 40 ára afmæli sínu í vikunni.
Jón Agnar hefur verið aðdáandi knattspyrnukapp-
ans síðan hann var lítill pjakkur og segir fáa jafn
flinka á vellinum og hann. Van Basten er nú þjálfari
íslenska landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar hjá
hollenska liðinu Heerenveen. „Ég fékk umslag sent til
mín upp í vinnu sem innihélt áritaða mynd af Alfreð og
tók eftir litlum samanbrotnum miða þar sem stóð „Ég
fékk kónginn til að skrifa til þín kveðju,“ segir Jón en á
miðanum stóð: „Til hamingju með 40 ára afmælið Jón“
ásamt eiginhandaráritun van Basten.
„Vinnufélagarnir hlógu að mér og spurði hvort ég
væri að gráta þegar ég las miðann. Ég viðurkenni að
ég átti mjög erfitt með að halda aftur af tilfinning-
um mínum,“ segir Jón Agnar, sem kann Alfreð bestu
þakkir fyrir. „Þetta er greinilega eðaldrengur sem á
eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Við þekkjumst
ekki persónulega en hann vissi af áhuga mínum á van
Basten. Ég var fljótur að þakka honum fyrir að gera
afmælisdaginn ógleymanlegan.“ - áp
Fékk kveðju frá Van Basten
Alfreð Finnboga sá til þess að fertugsafmæli Jóns Agnars varð ógleymanlegt.
277
voru mörkin
sem van
Basten
skoraði á
sínum
fótboltaferli
í liðunum
Ajax, AC
Milan og
hollenska
landsliðinu.
Í SKÝJUNUM Jón Agnar Ólason missti
andlitið þegar hann fékk afmæliskveðju
frá átrúnaðargoði sínu, Marco van Basten.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Í dag laðast ég að
karlmönnum en ef
ég vakna upp einn
daginn og laðast að
konum vil ég geta
gert það í friði því
þetta er mitt líf og
mín ákvörðun.“
ÞESSI UMMÆLI LEIK-
KONUNNAR ZOE
SALDANA Í FORSÍÐUVIÐ-
TALI VIÐ BLAÐIÐ ALLURE
VÖKTU ATHYGLI Í
VIKUNNI.
DORRIT Í BIÐRÖÐ
Á GATWICK
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff,
fagnaði 10 ára brúðkaupsafmæli sínu
og Ólafs Ragnars Grímssonar, þann
14. maí síðastliðinn. Dorrit var stödd
í London um morguninn og átti
pantað flug með WOW Air frá Gat-
wick til Íslands um miðjan dag. Ekki
vildi þó betur til en svo að hún þurfti
að bíða í einn og hálfan klukkutíma
í röð til að fá að rita sig inn. Hún
var þó hin rólegasta og spjallaði í
símann á meðan hún beið eins
og aðrir. Vélin lenti á réttum
tíma í Keflavík og hjónakornin
hafa því náð að eyða kvöldinu
saman á þessum stóra degi í lífi
þeirra en Ólafur Ragnar varð
einnig sjötugur þennan dag. - sv