Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 34
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Simpsons-fjölskyldan er stórveldi líkt og Bandaríkin, þótt eitthvað hafi kvarnast úr yfirburðunum og Bart sé farinn að selja Kínverjum iðnaðar- leyndarmál úr kjarnorkuverinu til að hefna sín á Hómer. Þættirnir sýna okkur hvernig Bandaríkjamenn sjá stöðu sína sem pólitískt og menningarlegt stórveldi. Það er fyllilega réttmætt að spyrja hvort ferðalögin séu ekki einum of klisjukennd en þeim virðist líka teflt fram í ákveðnum tilgangi. Klisjur nýtast við að undirbyggja áberandi þema í þáttunum sem útskýra má með því að hugsa um Simpsons-fjölskylduna sem eina persónu. Hómer og Bart taka að sér hvatvísu hliðina (þaðið í heimi Freuds), Marge heldur fjölskyldunni saman (sjálfið) og Lísa er siðapostulinn (yfirsjálfið). Hin mál- lausa Maggie liggur hér milli hluta. Árekstrar ólíkra menningarheima kalla fram þessi átök. Simpsons-þættirnir eru betri ef maður getur lesið í eitthvað af þeim fjölmörgu vísunum sem má finna í þeim, en þættirnir verða líka til þess að áhorfandinn öðlast nýja þekkingu. Það versta er að Simpsons-fjölskyldan lærir aldrei neitt, hvorki af ferðalögum sínum eða endalausum mistökum. Afstæði í tíma og rúmi er dýrmætur eiginleiki þáttanna. Taka má náttúrulögmálin fyrirhafnarlaust úr sambandi, persónurnar eldast ekki (nema þegar horfið er til for- tíðar eða framtíðar) og þær geta ferðast hvert sem er. Þótt Hómer vilji helst sitja við sjónvarpið, Bart djöflist áfram og aðeins mæðgurnar Marge og Lísa sýni metnað í öðru en óþekkt eða klaufaskap, þá er fjölskyldan ótrúlega víðsigld, enda þrjú flug til Indlands á hverjum degi frá alþjóðaflugvellinum í Springfield. Fjölskyldan er ansi oft í útlöndum og þá er fjandinn laus. Vandinn er að í næsta þætti eru þau aftur á byrjunarreit og víðsýnin ekkert meiri. Hómer er hrifinn af því sem er honum framandi á þessum ferðalögum og hann reynir yfirleitt að tileinka sér hætti heimamanna áður en sígur á ógæfuhliðina. Í Japan drekkur hann te og klæðist kímonó í pappírs- fangelsi og á Copacabana-ströndinni í Ríó valsar hann um á skelfilega lítilli sundskýlu. Ferðalagaþættirnir eru byggðir á klisjum um þjóðir sem ýmist standast eða ekki. Á Írlandi, þangað sem Hómer og afi Simpson fljúga með flugfélaginu Derry Air, er vart þverfótað fyrir uppum og allir hættir að drekka. Í Frakklandi, þangað sem Bart fór til að vinna á vínekru fyrir mörgum árum, standast þokkadísir ekki sjarma- tröllið Carl Carlsson þegar hann verður frægur í heimi kjarnorkuvísindamanna. Hómer ferðaðist til Indlands með Apu til að endur- heimta starf hans í hverfisbúðinni og þar tók Hómer einnig við stjórn í nýrri verksmiðju herra Burns sem nýtti ódýrt vinnuafl til kjarnorkuframleiðslu. Slík útvistun vinnunnar í bandarísku efnahagslífi hefur verið nokkuð áberandi í þáttunum eftir að efnahagsþrenging- arnar hófust. Það eru yfirleitt feðgarnir sem gera allt vitlaust á ferðalögum en mæðgurnar eru næmar fyrir blæ- brigðum mannlífsins. Marge yfirvinnur ótta sinn við hið óþekkta og fer með börnin á eþíópískan veitingastað í Springfield en á ferðalögum eru það Hómer og Bart sem ekki skilja af hverju allt er ekki nákvæmlega eins og heima hjá þeim. „Útlönd“ í þáttunum varpa ljósi á galla heima fyrir. Heilbrigðiskerfið í Kanada er miklu betra en sunnan við landamærin og kurteisi fólks í fjarlægum löndum stang- ast rækilega á við einstaklingshyggjuna sem einkennir feðgana Hómer og Bart. Yfirgangur fjölskyldunnar getur verið óbærilegur og oft þarf utanríkisþjónusta Banda- ríkjanna að skerast í leikinn. Eins og aðrar stofnanir fá sendiráðin falleinkunn í þáttunum. Í umræðum í netheimum um ferðalögin ber oft á óánægju heimamanna með einfaldar staðalmyndir. Þannig reykja dómarar við Stríðsglæpadómstólinn í Haag hass í kaffiteríunni og Ríó er hálfgerður frum- skógur fullur af rottum og ræningjum – Brasilíumenn móðguðust víst formlega. Vissulega eru staðalmyndirnar allsráðandi en þannig er þetta bara. Hvað getum við Íslendingar sagt, sem bæði erum rækilega misskilin og einföldum heiminn alla daga? Hver er t.d. ímynd þín, lesandi góður, af „Bandaríkjamanninum“? Frá því að Simpsons-fjöl-skyldan kom fyrst fram árið 1989 eru þáttarað-irnar orðnar tuttugu og fjórar og þættirnir fimm hundruð og þrjá- tíu. Fjölskyldan er sú langlífasta í bandarísku sjónvarpi, enda vinnur tímans tönn seint á persónunum. Í öll þessi ár hefur fjölskyldan sest í brúna sófann fyrir framan sjónvarpstækið og glápt, rétt eins og við glápum á þau. Imbakass- anum var reyndar skipt út fyrir flatskjá þegar þættirnir voru sendir fyrst út í háskerpu um leið og ferðalag „myndavélarinnar“ um bæinn var betrumbætt. Þættirnir spegla margar hliðar á lífinu í Bandaríkjunum. Innan hvers þáttar rúmast yfirleitt for- máli, krísa og úrlausn. Handrits- höfundar miðla ýmsum fróðleik og skoðunum sínum um banda- rískt samfélag og þar koma árekstrar milli menningarheima að góðum notum. Slíkir árekstrar eru í raun eitt af aðalumfjöllunar- efnum þáttanna. VERÖLDIN SÉÐ ÚR BRÚNUM SÓFA Á mánudagskvöld kynnumst við bakgrunni Carls Carlssonar sem á sér dularfullar íslenskar rætur. Carl er persóna í þáttunum um Simpsons-fjöl- skylduna, vinnufélagi Hómers. Sögusviðið færist til Íslands, hljómsveitin Sigur Rós sér um tónlistina í þættinum og kemur fram í honum gul á lit. Af þessu tilefni veltir Guðni Tómasson fyrir sér heimssýn fjölskyldunnar. „You know what this reminds me of? My Icelandic boyhood“ (Carl Carlsson) Smábærinn Springfield, en í Bandaríkjunum má finna fjölda samnefndra bæja, hlýtur að vera ein best heppnaða staðleysa sögunnar. Þar birtast félagsleg vandamál, stéttaskipting, valdastrúktúr og þröngsýni íbúanna í kristaltærum og litríkum spéspegli. Staðleysan er uppspretta endalausra brandara. Bærinn er sagður á mörkum fimm fylkja sem öll eru hvert í sínu horni þessa stóra lands og þegar Lísa klifrar upp í tré sér hún í fjarska bæði frelsisstyttuna í New York og Eiffel- turninn í París! Það var loks í fyrra sem Matt Groening, skapari þessa heims, upplýsti að fyrirmynd bæjarins væri Springfield í Oregon-fylki sem er skammt utan við Portland þar sem hann ólst upp. Bandaríkin eru sögð land innflytjenda þar sem allt er mögulegt og í Springfield finnast bæði draumar og vonbrigði. Áhorfendur hafa í gegnum tíðina kynnst fulltrúum minnihlutahópa og íbúum af erlendum uppruna sem bjóða fjölskyldunni upp á að viðra fordóma sína. Klisjurnar eru yfirleitt skýrar. Ítalirnir í Springfield baka pitsur og halda úti fullkomlega máttlausri mafíu, fimleikaþjálfarinn Lugash (sjaldgæf persóna) er vitanlega frá ein- hverju Austur-Evrópulandi og Asíubúar eru nánast tilbúnir í „harakiri“ um leið og þeim verða á minnstu mistök. Hinn goðsagnakenndi Carl er einn þeldökkra íbúa bæjarins. Carl, sem allir dást að vegna óútskýrðra persónutöfra, er steyptur í staðalmyndir hvítra um þá dökku. Það sama á við um lækninn Julius Hibbert, en sé dregin upp mynd af fortíð þeirra skarta þeir ýmist flennistórum „afró-hárgreiðslum“ eða þykkum „rasta-dreddum“. Í hverfisbúðinni starfar hinn indverski Apu Nahasapeemapetilon með sínar brostnu vonir, vafasömu viðskiptahætti og barnamergð. Apu er með doktorsgráðu í tölvunarfræðum en í búðinni verður hann fyrir síendur- teknum vopnuðum ránum sem hann lifir þó alltaf af. Apu reynir sitt besta að svindla á kúnnunum og þá einkum á Hómer. Skoski húsvörðurinn í barna- skólanum, Willie, er skoskari en haggis-keppur, drekkur ótæpilega og rífur kjaft við skólastjórann Skinner. Margir minni karakterar eiga sér erlendan og illa skilgreindan uppruna og nægir þar að nefna lánlausa og leðurbuxna- klædda skiptinemann Üter frá Þýskalandi og spænskumælandi Hunangs- flugumanninn, sem margir bíða óþreyjufullir eftir að fá að vita meira um. Þannig er hægt að halda sanntrúuðum aðdáendum í spennu árum saman. Guðni Tómasson Höfundur er listsagnfræðingur og Simpsons-aðdáandi „eru það ekki allir?“ Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar Á FERÐALAGI Hómer: „What country is this car from?“ Bílasalinn Zutroy, sjaldgæfur karakter: „Don‘t worry Mr. Simpson, it no longer exists.“ FJÖLMENNING SPEGILMYNDIN „Get me two plane tickets to the state that Springfield is in!“ Kvikmyndamógúll í leit að tökustað „Woohoo! USA, USA, USA!“ Hómer Simpson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.