Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGÚtskrift LAUGARDAGUR 18. MAÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Kost ir hei lbr igðis-verkfræði eru fjöl-breytt viðfangsefni og hversu ólík svið tengjast henni við úrlausnir verk- efna. Ég get því vel skilið að hún sé ofarlega á lista bestu starfa því þar er mikil þróun í tækni og einstök tækifæri til að bæta lífskjör einstak- linga sem ekki var mögu- leiki á áður,“ segir Sigrún Björk Sævarsdóttir, sem út- skrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík sem heilbrigðis- verkfræðingur í fyrra. „Á útskriftardaginn var ég gífurlega hamingju- söm. Fyrstu þrjú árin höfðu liðið ótrúlega hratt og ég átti erfitt með að trúa að þeim áfanga væri lokið, því síðustu tvö árin felast í frekari sérhæfingu.“ Sigrún hafði aldrei heyrt um heilbrigðis- verkfræði þegar námið vakti athygli hennar á háskóladeginum 2007. „Heilbrigðisverkfræði er nýleg grein innan verkfræðinnar og sérstaklega hér á landi. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á stærðfræði, eðlisfræði og lífeðlisfræði, sem eru einmitt undirstöðugreinar heilbrigðis- verkfræðinnar, og þótti spennandi hvernig hægt væri að nýta verkfræðilegar aðferðir til að leysa hin ýmsu vandamál mannslíkamans.“ Að sögn Sigrúnar var námið afar krefjandi og skemmtilegt. „Mér þótti spennandi að kljást við raunveruleg verkefni í sam- vinnu við sjúkraþjálfara á Grensás og fór í hálft ár til Danmerkur í lærdómsríkt skiptinám við DTU.“ Eftir útskrift hlaut Sig- rún styrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna hjá Rannís fyrir verkefnið Notkun þrí- víddarmódela og staðsetn- ingartækja við undirbún- ing skurðaðgerða á höfði. „Verkefnið var virkilega spennandi og fékk góðar undirtektir. Það var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár og ég sé fyrir mér að halda áfram með það. Í framtíðinni vil ég vera í krefjandi starfi með góðu samstarfsfólki.“ Sigrún ætlar í áframhaldandi nám og hefur því ekki sóst eftir framtíðarstarfi. „Ég hef heyrt að þeir sem eru með verk- fræðilega menntun og í atvinnuleit eigi erfitt með að fá vinnu í dag,“ segir hún. Eftir útskrift hefur Sigrún verið í fullu námi við Söngskólann í Reykjavík. „Ég hef alltaf verið tón elsk og byrjaði að æfa á píanó sex ára, þverflautu átta ára og hóf söngnám fjórtán ára. Bæði fög heilla mig og erfitt er að gera upp á milli en ég tel gefa gott jafnvægi í lífinu að vera í verkfræði og listum.“ Sigrún útskrifaðist úr heilbrigðisverkfræði frá HR í fyrra og lýkur í vor 8. stigi í klass- ískum söng og 6. stigi í píanóleik. MYND/ÚR EINKASAFNI Víst er ég farin að f inna f yrir álag-inu og á hverjum degi er tímaþrýstingur á skilum frétta auk press- unnar við að leggja störf sín á borð almennings og hafa hugfast að koma fram samkvæmt siðareglum blaðamanna. Ekki bætir úr mannekla á vinnu- stöðum blaða- og frétta- manna og lítill tími til að kafa til botns í málum. Það getur verið erfitt fyrir þá sem búa yfir sannleiksþrá og sterkri réttlætiskennd,“ segir Alma Ómarsdóttir sem í júní útskrifast með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. „Mig hefur lengi langað að starfa í fjölmiðlum en fór fyrst í Kennaraháskólann og varð kenn- ari. Fjölmiðladraumurinn kallaði þó alltaf á mig en feimni hélt aftur af mér því starf í fjölmiðlum er mjög opinbert. Með auknum aldri og þroska jókst mér svo kjarkur til að slá til og drífa mig í nám,“ segir Alma, sem er yngsta dóttir Ómars Ragnarssonar og systir Láru og Þorfinns Ómarsbarna sem einnig eru blaða- og fréttamenn. „Ætli fréttamannabakterían blundi ekki í genum fjölskyldunnar?“ veltir Alma fyrir sér. „Vissulega dróst ég inn í umræðuna og fékk áhuga á fréttum en samt dró úr mér að feta í fótspor pabba og ég vildi gera mitt. Hitt virtist þó óum- flýjanlegt eins og komið hefur á daginn,“ segir hún og hlær. Fjórir útskrifast með Ölmu sem ein hefur fengið vinnu og starfar við af- leysingar hjá RÚV í sumar. „Við vissum að at- vinnumöguleikar f jöl- miðlafólks eru verulega ótraustir en maður lætur það ekki aftra sér og með dugnaði og áhuga getur maður sennilega allt- af fundið sér eitthvað að gera. Alls sóttu 200 manns um sumarstarf hjá RÚV og þótt ég hafi nú lokið meistaragráðu í fræðunum fór ég í sama pott og allir hinir og áframhaldandi fréttamannapróf og prufulestur. Tekið var skýrt fram að ég hefði eingöngu komist inn á eigin verðleikum og það var góð tilfinn- ing,“ segir Alma, sem kann ekki að fljúga flugvél eins og faðir hennar. „Ég verð því kannski ekki jafn oft fyrst með fréttirnar eins og pabbi en við deilum sama áhuga á fólki og þykir jafn gaman að segja af því sögur sem eiga erindi.“ Útskrifaðar í besta og versta starfið Nýlega var birtur listi yfir bestu og verstu störfin með tilliti til launa, álags og starfsmöguleika. Í næstefsta sæti yfir bestu störfin er heilbrigðisverkfræði en blaðamennska þykir með allra verstu störfum. Alma Ómarsdóttir útskrifast úr blaða- og fréttamennsku frá HÍ í júní en Sigrún Björk Sævarsdóttir útskrifaðist sem heilbrigðisverkfræðingur frá HR í fyrra. Alma segir mikið álag á fjölmiðlafólki en mismunandi sé hvernig fólk upplifi álag. Sumir vinni best undir pressu en aðrir þrífist betur í fjölmiðlaumhverfi sem ekki krefst daglegra skila. MYND/VALLI A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi Flugtaska 50 x 40 x 19 sm -15% Verð áður 29.900,- 19.399,- -30%4.599,-Verð áður 6.590,- Allar Samsonite töskur með 15% afslætti í maíGefðu góða útskriftargjöf frá Samsonite -35%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.