Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 45
TÍSKA | FÓLK | 3 HANNA GRÍMUR FYRIR DÝRIN TÍSKA Nokkrir heimsþekktir hönnuðir leggja góðu málefni lið með því að hanna grímur fyrir góðgerðardansleik. Ætl- unin er að safna fé til að bjarga dýrum í útrýmingarhættu. VORSÝNING HJÁ IÐNNEMUM Í HAFNARFIRÐI ■ IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI OPNAR SÝNINGU Í DAG Vorsýning nemenda Iðnskólans í Hafnarfirði verður opnuð í dag klukkan 14 í húsnæði skólans við Flatahraun 12. Þar eru sýnd verk- efni útskriftarnemenda og nem- enda sem skemmra eru á veg komnir í náminu. Skólinn hefur skapað sér sér- stöðu með fjölbreyttu náms- framboði í greinum sem byggja á sköpun og að hugur og hönd vinni sem eitt. Skólinn er með kennslu á níu sviðum, það er byggingagreinar, pípulagnir, hársnyrtiiðn, listnám, málmiðnir, rafiðnir og tækniteiknun auk al- mennrar brautar og starfsbrautar. Margir frumlegir og skemmtilegir munir er á sýningunni sem hefur það að markmiði að sýna þverskurð af vinnu nemenda á skóla- árinu á ýmsum námsstigum. Má þar nefna húsgögn og listmuni úr leir, málmi og tré, lampa, ljós, stóla og borð. Sjá má sýnishorn af klippingum og hárgreiðslum, gripum smíðuðum í eldsmíði, einni elstu málmiðngreininni, og vélarhlutum sem smíðaðir eru í tölvu- stýrðum iðnvélum. Þá má sjá tölvuteikningar og ýmislegt fleira tengt mannvirkjagerð. Yfirskrift sýningarinnar að þessu sinn er „Hugur og hönd hanga saman“. Sýningin stendur til og með sunnudeginum 26. maí og er opin virka daga milli klukkan 9 og 17 og klukkan 14 og 18 um helgar. Hönnuðir á borð við Diane von Furstenberg, Manolo Blahnik og Mario Testino fengu það skemmtilega verkefni að hanna grímur fyrir góðgerðardansleikinn Animal Ball sem samtökin Elephant Family og Habitat for Humanity standa fyrir þann 9. júlí. Grímurnar munu allar draga dám af dýrum í útrýmingarhættu en dansleikurinn er einmitt haldinn til að safna fé til að styrkja starf sam- takanna tveggja. Gestalistinn á ballinu verður ekki af verri endanum. Sex hundruð af fínasta og ríkasta fólki Bretlands verða á staðnum en veislustjóri verður Karl Bretaprins. Gestirnir verða að punga út þúsund pundum fyrir hvert sæti en fá í staðinn að eiga eina af hinum sérhönnuðu grímum. Ballið verður haldið í Lancas- ter House og verða 24 herbergi hússins skreytt í anda dýraríkisins. ROBBIE HONEY DIANE VON FURSTENBERGRACHEL TREVOR MORGAN MARIO TESTINO MANOLO BLAHNIK JASPER CONRAN NATALIE ELLNER HUGUR OG HÖND HANGA SAMAN er yfirskrift vorsýningar Iðnskólans í Hafnarfirði sem opnuð verður í dag. MYND/GVA Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.isFERÐAFÉLAG ÍSLANDS Komin út ÁrbókFerðafélags Íslands2013 Árbókarferð með Hjörleifi Guttormssyni í júní Ferðafélag Íslands stendur fyrir árbókarferð um Norðausturland 22. - 23. Júní. Hörleifur Guttormsson náttúrufræðingur höfundur árbókar er fararstjóri í ferðinni. Árbókarsvæðið nær meðal annars yfir Vopnafjörð, Langanesströnd, Þórshöfn og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllend viðkomandi byggðarlagai einnig lýst í árbókinni. Sjá nánar um ferð á www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.