Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 26
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 KYNÁTTUNAR VANDI er skilgreindur í íslenskum lögum sem „upplifun einstaklings frá unga aldri sem telur sig hafa fæðst í röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu“. „Íslenskum konum fjölgaði um fimm nú í vikunni en körlum fækkaði að sama skapi,“ segir sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz, prófessor í Linköping, sem hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og gert kyn- leiðréttingaraðgerðir á fimm einstaklingum. Hver skurðað- gerð tekur um tvo og hálfan tíma og tvo daga í þessari viku gerði hann tvær á dag. Gunnar hefur nánast sérhæft sig í svona lækningum og þetta er fjórða ferð hans til Íslands í þeim erindagjörðum á síðustu þremur árum. Í þeim heimsóknum hefur hann breytt kynfærum nítján einstaklinga og þannig hjálpað þeim að finna sig í réttum lík- ama en þess má geta að á tíma- bilinu 2001 til 2009 voru engar aðgerðir framkvæmdar hér. „Það var uppsöfnuð þörf hér á Íslandi því kynáttunarvandamál fara ekkert í burtu heldur bíða bara ef engar aðgerðir eru gerðar í mörg ár,“ segir Gunnar. Bjargar lífi margra Í Svíþjóð fjölgaði kynleiðrétt- ingaraðgerðum stöðugt frá miðjum tíunda áratugnum og fram á miðjan áratug 21. aldar en nú er komið jafnvægi á, að sögn Gunnars. Um 50 til 60 Svíar fara árlega í þær og einn- ig kemur fólk hvaðanæva að úr heiminum til að gangast undir þær. Gunnar hefur gert nokkrar aðgerðir í Noregi en segir fyrir- hugað að kenna skurðlæknum þar og jafnvel á Íslandi handtök- in við þær. Strax í skurðlæknanám- inu kveðst Gunnar hafa feng- ið áhuga á kynleiðréttingarað- gerðum. „Mér finnst gott að gera aðgerðir á frísku fólki og göfugt að frelsa það úr fjötr- um sem það er í, jafnvel bjarga þannig lífi þess því sjálfsmorð- stíðni er há hjá þeim sem vakna á hverjum morgni í vitlausum líkama.“ Hann kveðst ekki líta svo á að hann breyti ímynd fólks og persónu leika heldur sé hann einmitt styrkja persónuleika einstaklinganna með aðgerð- inni og láta þeim líða vel í sínum kroppum. Transkarl gæti haldið leginu „Þetta er það sem allir spyrja um,“ segir Gunnar þegar hann er spurður hvort erfiðara sé að breyta konu í karl en öfugt. Svo kemur svarið. „Þegar karlmanni er breytt í konu þá höfum við gnægð af efni til að vinna með en þegar konu er breytt í mann þá vantar okkur efni. Það er vanda- málið. Við höfum úr tveimur aðferðum að velja en hvorug er fullkomin. Það er auðvitað hægt að taka hluti eins og húð og fitu af líkamanum hvar sem er, bæta silíkoni við og búa til stóran lim og kröftugan en sem vantar alla kynferðislega næmni. Önnur aðferð snýst um að stækka sníp- inn í kynfærum konunnar með testosteróni, hann lítur þá út eins og typpi sem hægt er að pissa með en verður aldrei stærri en þumalfingur. Hins vegar hefur hann kynferðislega tilfinningu. Í Svíþjóð kjósa um 80% trans- manna þann litla.“ Karl sem breytir sér í konu getur ekki fætt barn því legið vantar. Gunnar segir hins vegar konu sem breytir sér í karl geta haldið sínu legi og borið barn undir belti. „En það væri óneitan- lega hjákátleg sjón,“ segir hann brosandi. Göfugt að frelsa fólk úr fjötrum Hinn sænski Gunnar Kratz, prófessor í skurðlækningum í Linköping, hefur síðustu daga gert fimm kynleið réttingaraðgerðir hér á landi. Hann vill láta fólki líða vel í sínum kroppi. SKURÐLÆKNIRINN Þegar karlmanni er breytt í konu þá höfum við gnægð af efni til að vinna með en þegar konu er breytt í mann þá vantar okkur efni. Það er vandamálið,“ segir Gunnar Kratz prófessor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margrét de Leon Magnúsdóttir er móðir þrettán ára stúlku sem er líffræðilega fædd drengur en hefur sagst vera stelpa frá því tveggja ára aldri. Margrét hefur stofnað hóp á fésbókinni sem nefnist Hin börnin. „Þetta er ekki félag heldur fésbókar- síða sem ég setti á laggirnar til að foreldrar barna með kynáttunarvanda gætu verið í sambandi,“ segir hún. Stúlkan valdi sér nafnið Freyja Dögg og móðir hennar segir alla þekkja hana undir því. „Dóttir mín upplifir sig sem stúlku og hefur alltaf gert. Við leyfum henni að vera hún sjálf og njóta sín eins og hún er þó svo faðir hennar kalli hana hana enn drengjanafninu Micael. Hún hagar sér í fyllsta máta eins og eðlileg stelpa, klæðist kjólum og hangir með sínum vinkonum. Hún segir sjálf að hún ætli í aðgerð þegar hún verði átján ára og vilji hafa mig hjá sér á spítalanum.“ „Ég fór fyrir hreina tilviljun að aðstoða transfólk um 1998 og vissi þá hreinlega ekkert um þennan málaflokk. Síðan hef lagt mig fram um að kynnast því, fara á ráðstefnur og lesa mér til. Ég var einn framan af en nú erum við, með nýjum lögum frá Alþingi, komin með nefnd hjá Landspítal- anum um málefni þessara ein- staklinga og ég er bara hluti af henni þannig að nú koma miklu fleiri að þessu starfi en áður,“ segir Óttar Guðmundsson geð- læknir. Faðir á háum hælum Ekki kveðst Óttar sjá um að greina hvoru kyninu fólk til- heyrir, þá ákvörðun hafi það tekið áður en það komi til hans. „Ég hef aldrei greint fólk með kynáttunarvanda sem vissi ekki af því sjálft. En auðvitað kemur fólk með gríðarlega mikla van- líðan, þótt hún sé mismikil. Það er erfitt að ganga með þá bjargföstu tilfinningu að vera í röngum lík- ama. Ég sem læknir fylgist með þeim einstaklingum sem fara í kynleiðréttingarferli, hvernig þeim líður og hvernig breytingin gengur fyrir sig. Fólk fer líka í viðtöl við sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hormóna- lækni.“ Óttar segir einnig þörf að sinna aðstandendum. „Sumir þessir einstaklingar eiga börn og þeim er sinnt á Barna-og ung- lingageðdeild ef þörf er. Það er mikil breyting fyrir barn ef föð- urímyndin er allt í einu komin í kjól og á háa hæla.“ Óttar segir kynferði og kyn- vitund hugtök sem í langflestum tilfellum fari saman, „En það er þessi litli hópur, hjá körlum kannski einn af hverjum tíu þús- und og hjá konum ein af hverjum fimmtíu þúsund, sem hafa ekki kynvitund í samræmi við sitt kynferði. Á síðustu árum er það vandamál að verða viðurkennd- ara í samfélaginu og fólk leitar sér hjálpar yngra en það gerði, allt niður í börn, rétt innan við fermingu.“ Lífsgæðin aukast Eru einhver sérstök andleg ein- kenni sem fylgja því að fæðast af röngu kyni? „Nei, bara sterk tilfinning fyrir því að vera ekki ein heild, heldur undir röngum formerkjum í lífinu. Enda kemur í ljós að árangur af leiðrétting- araðgerðunum er einstaklega góður, mældur í lífsgæðum þess- ara einstaklinga.“ Óttar segir útilokað fyrir fólk að komast í kynleiðréttingu ef það misnotar vímuefni. „Fólk verður að halda sér edrú í að minnsta kosti ár til að komast inn í leið- réttingarferlið, það tekur svo mikið á. Þetta er svo mikil breyt- ing, í raun mesta breyting sem nokkur getur gert á lífi sínu.“ Mesta breyting sem nokkur einstaklingur getur gert á lífi sínu Einn af hverjum tíu þúsund körlum og fimmtíu þúsund konum fæðist í röngum líkama. Enginn Íslendingur hefur aðstoðað jafn margt fólk í þeim sporum og Óttar Guðmundsson geðlæknir. GEÐLÆKNIRINN„ Það er erfitt að ganga með þá bjargföstu tilfinningu að vera í röngum líkama,“ segir Óttar sem hefur sérhæft sig í aðstoð við transfólk á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI lega. En ég tók samt eftir því fyrir jólin að pabbi sagði að ég mætti vera með mömmu að baka í staðinn fyrir að koma út og hjálpa honum. Það var pínu öðruvísi viðhorf en áður.“ Ugla Stefanía segir vini hennar og kunningja hafa líka viðurkennt hana strax sem konu. „Ég get ekki kvartað,“ segir hún. „Ég býst við að það hafi hjálpað hvað ég var sjálf staðföst í að fara í leiðréttingarferl- ið, þá átti fólk erfiðara með að setja út á þá ákvörðun mína. Ég samt hef alveg heyrt ýmislegt en læt það lítið á mig fá. Námsráðgjafinn minn í Verkmenntaskólanum á Akureyri var í því að styrkja mig, sagði að ég væri komin skrefi á undan öllum með þetta og þess vegna hefði fólk miklu minna tækifæri til að dæma mig. Þannig að það hjálpaði mér örugglega hvað ég var opin og óhik- andi.“ Snýst um velferð einstaklings Ugla segir hægt að skipta leið- réttingarferlinu upp í þrjú stig. „Fyrsta skref er að segja vinum og vandamönnum hvað til stend- ur, velja sér nýtt nafn, byrja að ganga undir því nafni og lifa í sínu rétta hlutverki alls staðar, alltaf. Það tekur minnst hálft til eitt ár. Á Landspítalanum er eftirlit með ein- staklingnum og þar er metið hvern- ig honum gengur að fóta sig í nýju hlutverki. Þegar hann er tilbúinn getur hann farið í hormónameð- ferð og tekur þá inn kynhormón, annaðhvort karl- eða kvenhormón eftir því hvort hann er að leiðrétta kyn sitt í karl eða konu. Það er í raun svolítið eins og að fara á kyn- þroskaskeið aftur nema tekur bara miklu styttri tíma en það fyrra og veldur enn meiri sveiflum. Lík- amsbreytingarnar sem hormón- arnir valda eru mjög miklar, það eru auðvitað þær sem er verið að reyna að ná fram en þær geta vald- ið skapsveiflum og alls konar til- finningarússibana hjá fólki. Sam- kvæmt hinum nýju lögum frá 2012 um réttarstöðu transfólks verð- ur það að vera minnst 18 mánuði í meðferð áður en það má fara í aðgerð. Sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz kemur á hverju ári og framkvæmir þær aðgerðir.“ Ugla Stefanía kveðst hafa þurft að borga allt nema sjálfa kynleið- réttingaraðgerðina sem sé greidd af sjúkratryggingum. „Svona aðgerð snýst um velferð einstak- lings, í raun getur hún snúist um líf eða dauða. Í Bandaríkjunum verður fólk sjálft að greiða fyrir aðgerð- irnar og sjálfsmorðstíðni hjá trans- fólki er þar gríðarlega há, því það hefur einfaldlega ekki efni á að láta breyta sér en treystir sér ekki til að lifa í sínum umbúðum.“ Breytti röddinni Ekki kveðst Ugla Stefanía muna eftir að hafa farið í mútur sem unglingur enda hefur hún eðlilega kvenmannsrödd. Skyldi röddin hafa breyst með hormónatök- unni eða þurfti hún frekari hjálp? „Hormónar hafa mjög lítil áhrif á rödd þannig að margar transkon- ur fara í raddþjálfun til talmeina- fræðings. Ég gerði það ekki sjálf því ég hef alltaf verið með tiltölu- lega kvenlega rödd. Samt tók ég ákvörðun um að beita röddinni aðeins öðruvísi.“ Ugla er formaður Trans Ísland sem er félag transfólks á Íslandi. Í því eru milli 30 og 40 félagsmenn skráðir en hún telur það lítið brot af þeim sem ættu þar heima. „Trans- fólk er fleira en við gerum okkur grein fyrir en það er alltaf að koma nýtt og nýtt fólk til okkar og ótrú- lega mikið að gerast í transmálefn- um.“ Það var uppsöfnuð þörf fyrir þessar aðgerðir hér á Íslandi því kyn- áttunarvandamál fara ekkert í burtu heldur bíða bara ef engar aðgerðir eru gerðar í mörg ár.“ TUTTUGU OG FIMM ÍSLENDINGAR, að talið er, hafa gengist undir kynleiðréttingar- aðgerðir. Nítján þeirra hafa verið fram- kvæmd ar hér á landi. Gunnar Kratz hefur gert þær fl estar. ÞRJÁTÍU OG TVEIR ÍSLEND INGAR hafa fengið nafnabreytingu í þjóðskrá Íslands vegna kynleiðréttingar. HEIMILDARMYNDIN HRAFNHILDUR, sem frumsýnd var á Gay Pride daginn 2012, fj allar um kyn leið rétt- ingarferli Hrafnhildar Guðmunds dóttur sem áður hét Halldór Hrafn. Höf undur myndarinnar er Ragn hildur Steinunn Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.