Fréttablaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 112
NÆRMYND
Örlygur Smári
41 árs tónlistarmaður.
FORELDRAR: Malín Örlygsdóttir, hönn-
uður og fyrrum eigandi verslunarinnar
Storksins, og Jakob Smári, prófessor í sál-
fræði við Háskóla Íslands, sem er látinn.
Örlygur Smári er annar höfundur lagsins Ég
á líf sem er framlag Íslands til Eurovision-
söngvakeppninnar í ár. Örlygur er enginn
nýgræðingur þegar kemur að þátttöku í
Eurovision því hann samdi lagið Tell Me
sem var framlag Íslands árið 2000, This Is
My Life sem var framlag okkar Íslendinga
árið 2008 og lagið Je ne sais quoi sem Hera
Björk söng árið 2010.
„Það sem kemur fyrst upp í hugann
er hláturinn; hann er mikill húmoristi.
Ég hlæ ekki jafn hjartanlega með
nokkrum manni eins og með honum.
Hann er elsta barn, ég var einstæð
með þau þrjú systkinin og Örlygur hélt
alltaf uppi góðum húmor og gleði á
heimilinu. Annars er hann
bara ofsalega hlýr og yndis-
legur og það er alltaf stutt í
hláturinn hjá honum.“
Malín Örlygsdóttir,
móðir Örlygs.
„Við höfum þekkst frá því við vorum litlir
guttar og Öggi er topp eintak af manni
og gríðarlega traustur í alla staði. Það
var mikið stuð á okkur á yngri árum, við
leigðum meðal annars saman á tímabili og
það var heldur skrautleg útgerð, en hann
hefur róast með árunum. Það kemur ekki
á óvart að hann hafi endað í tónlistinni,
á unglingsárunum var ekki
hægt að mæta með honum
í partí án þess að gítarinn
væri með.“
Baldur Stefánsson,
æskuvinur Örlygs.
„ Öggi er rólegur, með góða nærveru, og
mikið jafnaðargeð. Það er alltaf stutt
í grínið hjá Ögga og mér leiðist aldrei
með honum. Hann er líka yndislegur
eiginmaður og pabbi. Við
erum bæði mjög heima-
kær og njótum þess að
eyða frítímanum með
börnunum.“
Svava Gunnarsdóttir,
eiginkona Örlygs.
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.